Þjóðólfur - 28.03.1871, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.03.1871, Blaðsíða 2
82 Jandið senda einatt dætr sínar hingað til Reykja- víkr, til þess að afla þeim mentunar. Stundum ber það við, að staðr fæst hér ekki handa þeim, þó foreldrar vili; og þegar hann fæst, getr tilsjón með hinum ungu stúlkum þó eigi orðið eins og skyldi, af því hver einstök húsmóðir hefir margs að gæta, og getr því ekki gefið sig eins og þyrfti við til- sögn einnar stúlku. J>að virðist því ákjósanlegt, og það mundi án efa gjöra silt til, að óskum for- eldranna í þessu efni yrði betr fullnægt, en nú á sér slað, ef hér væri til einhver ein forstaða, ein- hver ein handleiðsla, sem hefði eingöngu fyrir mark og mið, að tíma og fé yrði sem bezt varið, svo að hinar ungu stúlknr gæti þannig haft öll þau not, sem unt væri, af dvöl sinni hér. |>ar eð oss, undirskrifuðum húsmæðrum, er kunnugt, að þessu hagar svo til, sem nú var á vikið, og þar eð það er sameiginlegt álit vort og ósk, að ráða hér á nokkrar bætr og beina mál- efni þessu áleiðis á þann hátt, er bezt mætti verða, þáhöfum vérhaft fund með oss, oggjört þar að um- talsefni: hvað gjört yrði til þess, að ungar stúlk- ur hérí landi geti öðlazt alla þá mentun til munns og handa, sem prýðir konur og sæmir þeim, og gjörir þær hæfar til fagrar og heillaríkrar starf- semi á heimilurn þeirra, einkum sem húsmæður. Allar erum vér á því máli, að beinasti og bezti vegrinn til þess, að veita hinum nngu stúlknm hæfilega mentun, sé sá, að koma á fót hér í Reyja- vík stofnun eða slióla, í hverjum þeim aé gefinn kostr á, að læra alhlconar Itvenntegar hannyrðir og heimilisstórf, sem við eiga á Islandi, svo og nauðsynlegt bóknám. Höfuðatriðin í fyrirkomulagi skólans ætti, að vorri ætlun, að vera þessi: 1. Að guðsorð sé haft um hönd, að minsta kosti á hverju kvöldi, til þess að viðhalda og efla hjáhinum ungu gott hugarfar og siðsamlega hegðun. 2. Að innræla þeim í öllum greinum reglusemi, áreiðanleika, þrifnað og skynsamlega sparneytni. 3. Að þær læri að halda herbergjum, hús- og búsgögnum hreinum og þokkalegum, hafa hvern hlut í röð og reglu; að búa til allan mat, sem venjulega er hafðr hér á landi, hreinan og hisprs- lausan, með hagsýni og sparsemi; að sníða og sauma allskonar fatnað, sauma allskonar útlendan og innlendan útsaum, baldýra; ennfremr: aðlita, vefa, prjóna ýmislegt (t. a. m. peysur), svo og út- prjón, að hekla og knipla, o. s. frv.; að þær læri skript, hið einfaldasta og nauðsynlegasta í reikn- ingi, að rita móðurmálið nokkurnveginn rétt, skilja auðvelda bók á dönsku máli, nokkuð í sögu og landafræði (þó fremr eptir frásögn eða fyrirlestr- um, en að þær þurfi að Iæra slíkt utanbókar); hið nauðsynlegasta í uppdráttar- og sönglist; þessutan hlýða á npplestr á kvöldum úr ýmsum fræði- og skemtibókum. 4. Kennslutíminn ætti að vera 3 ár, 9 mán- uðir á ári hverju. |>ó gæti skemmri tími nægt en 3 ár, eptir efnum og ástæðum. 5. f>ví að eins yrði reynt að stofna skólann, að völ væri á eigi færri en 10 stúlkum, og ekki yngri en 15 ara gömlum. Meðgjöf með hverri fyrir sig, hið fyrsta árið 15 rd. um mánuðinn, eða 135 rd. um árið. |>ó ætti meðgjöfin að geta orð- ið minni, hin síðari árin, fyrir þær, sem sýndi afbragðs-ástundun og hegðun í skólanum, svo framt efni og ástæður skólans ieyfði það. Fyrir þessa meðgjöf yrði stúlkunum veitt: hús- næði, fæði, eldiviðr, Ijós, þvottr," rúmstæði og rúmfatnaðr; tilsögnin yrði kauplaust. 6. Til þess að stúlkurnar gæli sjálfar eignazt það, sem þær vinna, væri nauðsynlegt, aðþærlegði til efni í vinnuna, t. d. ull í skammdegisvinnu, þegar aðrar hannyrðir verða síðr um hönd hafð- ar; sörnuleiðis efni í ýmislegan útsaum, baldýr- ingu o. s. frv. 7. Ein kona ætti að hafa á hendi alla. yfir- stjórn skólans, og sér til aðstoðar tímakennara — einkum konur — til þess að kenna ýmsar þær ment- unargreinir, er þar verða um hönd hafðar. Til þess nú að koma fótum undir slíka stofn- un, sem hér er um að ræða, þarf talsvert fé. Og þess vegna er það i ráði — svo framarlega sem vér verðnm þess askynja, að landsmenn finni þörf á þesskonar skóla hér í landi og löngun til að hann komist á fót—að senda svo fljótt sem verða má, boðsbréf út um landið, svo að þeir, sem styrkja vilja þetta fyrirtæki, geti þar á ritað tillög sín, er i fleiru geti orðið en peningum einum. Ef nú svo skyldi reynast, sem vér bæði ósk- um og vonum, að landsmenn taki málefni þessu vel, eins og það í sannleika á skilið, þá munum vér eigi láta þar við sitja, heldur einnig leita liðveizlu hjá vinum vorum og kunningjum erlendis, sem eflaust munu eigi láta sitt eptir liggja, ef nokkur áhugi á málefni þessu sýnir sig hér innanlands. J>es^ skal hérað lykttim getið, að á fundi þeim, sem að framan er nefndr, var nefnd kosin [Olufa Finsen, lngileif Melsleð, Hólmfríðr Þorvalds- dótlir, Guðlug Guttormdóttir, Thora Melsteð) til frekari aðgjörða í máli þessu. Skrifarastörf nefnd-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.