Þjóðólfur - 14.09.1871, Blaðsíða 2
1 74 —
— Sýslumannsembættið í Húnavatnssýlu
var veitt í f. mán. sýslumanninum Bjarna Einari
Magnússyni í Yestmannaeyum frá næstkomandi
fardögum (6. Júní 1872).
—• Til p r ó f a s t s í Strandasýslu var, að und-
angengnnm atkvæðum héraðsprestanna, kvaddr af
biskupi landsins 31. f. mán. sira Sveinbjörn Ey-
ólfsson í Árnesi í Trékyliisvík.
— Prófessor Johnstrup og með honum Dr.
Lundgreen frá Svíaríki, er komu hér með póstskips-
ferðinni í Júní, fóru héðan með Fyllu 20. s.
mán. austr til Berufjarðar og svo norðr fyrir land
til Húsavíkr og Akreyrar (sbr. bls. 129 hér að
framan), keyptu sér hesta um þau héruð og
fóru þaðan fram eðr upp til Mývatnsöræfa og brenni-
steinsnámanna, og komu þangað fyrst til »Hliðar«
(þ. e. Reykjahlíðar) námanna 7. Júlí þ. árs. Hing-
að til staðarins komti þeir aptr 24. f. mán.1 og
sigldu héðan með Fytla 28. (ehld 27.) til Kaup-
mannahafnar.
Prófessor Johnstrup, fór þessa ferð eptir fyr-
irlagi lögstjórnarinnar og á opinberan kostnað
(landsjóðs vors eða ríkissjóðsins), og mun hún hafa
fengið honum nákvæmt erindisbréf er liaun skyldi
fylgja, og var því eigi við að búast að hann vildi
láta hér uppi nú þegar nákvæmt álitsitt um brenni-
steinsnámana þar nyrðra, og annað er hann skyldi
hér ransaka, fyren hann væri búinn að gjöra lög-
stjórninni sjálfri grein fyrir ferð sinni og ran-
sóknum og áliti sínu um það hve mikið hérmundi
um að vera af brennisteini í norðr-námunum, —
og svo einnig af silfrberginu í Helgustaðafjalli í
Suðrmúlasýslu2. því silfrbergsnáma þenna skoðaði
prófessor Johnstrup einnig eptir fyrirlagi stjórn-
arinnar, og kannaði eins og varð, og hvernig bezt
mundi að haga öllu fyrirkomulagi til þess að gjöra
náma þessa sem arðsamasta fyrir landið til fram-
búðar.
1) Bjúrn bdndi Björnsson á Breitbabdistöbuni á Alptanesi
var fylgdarmatir þeirra Johnstrnps alla leib, hafbi þab verib
eptir tilvísun og cndirlagt átlr en þeir komn, og líkaíi prófes-
sorunm mikib vei vií) hann í einn sem öilu, eptir því sem
honnm fórnst orþ nm þa?) þegar hirigab kom aptr.
2) Jörþin Helgnstaþir í Keyt'arflríli sem fjall þab er kent
vib er silfrbergsnámana heflr og liggr nndir jörþina, heflr nm
langan aldr verib bændaeign aí) 3/i en konnngseign eþr.þjób-
eign aí) ’/<; hún er at) fornu mati 12 hndr. af> dýrleika en
í Jartabókirini 1861 (Sofirmúlas. nr. 85) er hún 23.9 hndr.
et)r sem riæst 24 lindr, afi dýrleika. Leigutiminn á konungs-
hnlta námaiiria met) 20 rd. árs-eptirgjaldi var á enda mot)
ársloknm 1870,
f>ví þetta mun hafa verið ætlunarverk herra
Johnstrups eptir erindisbréfi hans; og til þess að
hann gæti gefið röksamlegt álit sitt um þetta, skyldi
hann einmitt skoða sjálfr og kanna námana sem
rækilegast. Nú þótt þessa nákvæmara álits verði
að bíða um sinn og þar til stjórnin gjöri það heyr-
um kunnugt eðr þess helztu atriði, þá mun hafa
mátt ráða svo mikið af viðtali við prófessor John-
strup , að hann álíti Hlíðarnámana vel auð-
uga af góðum brennisteini nú sem stæði og að
þar mundi mega hafa allríkulega eptirtekju enda
til frambúðar eðr viðvarandi, með forsjállegu fyr-
irkomulagi á yrkingu og tekju brennisteinsins;
Fremri námar virtust honurn eigi nærri svo auð-
ugir eðr ríkulegir, og mundi samt tilvinnandi að
yrkja þá jafnframt, — eins mundi vera um þeist-
! arreykjanámana, en þeir eru nú eigi eign hins
opinbera heldr Múlakirkju í Aðalreykjadal, — en
I Kröflu-námana áleit hann aptr svo snauða, að vart
mundi svara kostnaði að eiga við þá. Eigi mun
hafa þókt tiltækilegt að stjórnin sjálf færi til og
léti vinna brennisteininn á opinberan kostnað, heldr
að brennisteinstekjan væri seld á leigu gegn ár-
legu eptirgjáldi, en þó bundið þeim skilyrðum við
leigumann og eptirliti af hálfu stjórnarinnar, að
eigi megi leigumaðr misbrúka námana eða mis-
bjóða þeim svo, á meðan leigutími hans varir, .sjálf-
um sér í hag, að þær sé þá gengnar til þurðar og
uppurnaðr sem næst allr brennisteinninn.
Sömu skoðun virtist professor J. hafa á silfr-
bergsnámunum í Helgustaðafjalli, og mun jafnvel
hafa verið öllu fastari á því, að það væri sem
engi ársleiga þessir 20 rd. fyrir fjórða partinn eðr
sem svari 80 rd. fyrir alla námana, væri það nú ef
j svona skyldi mega brjóta upp allt silfrbergið tak-
i markalaust eptir því sem leigumaðr vildi og gæti
framast haft afla til í svipinn og á meðan á nægð
væri að taka, því eigi væri nein vissa fyrir, nema
með því móti yrði séð fyrir endann á silfrberginu
þar í námunum jafnvel á fáum árum; mun hann
því hafa haft í ráði, að leggja til, að stjórnin tæki
upp aðra og tryggari tilhögun á þessu framvegis,
svo því yrði séð farborða að eigi spilltist og eydd-
ist náminn gjörsarnlega, heldr væri hætt að taka
þar silfrberg um hríð eða þá leyfðr og leigðr nám-
inn með föstum takmörkunum og þó gegn rífari
ársleigu heldr en verið hefði nú siðast og fyr var
getið.
f>að mun eigi að efa, að tillögur prófessors
Johnstrups um þessi mál verði að því skapi vel-
hugsaðar og hagkvæmar sem hann lagði mikinn