Þjóðólfur - 14.09.1871, Blaðsíða 3
175 —
áhuga og alúð á að leysa sem rækilegast og
bezt af hendi þær rannsóknir og skoðanir sem
fyrir hann voru lagðar, því um það Ijúka aliir upp
einurn munni, þeir er nokkuð hafa af því að segja.
FJÁRKLÁÐINN Á VATNSLEYSUSTRÖND.
Seinni hluta f. mán. bárust hingað enn illar
sögur af kláðanum á Vatnsleysuströnd, helzt þar
miðsvæðis (um /luðna og Ásláksstaði). Fór þá
dýralæknirinn Snorri Jónsson þangað suðr, sjálf-
sagt eptir fyrirlagi yfirvaldsins, og lagði svo fyrir:
að allir fjáreigendr milli Kúagerðis og Voga-
stapa skyldi nú hafa viðbúning með að baða allt
sitt fé tvisvar, hvort baðið eptir annað. }>eir
höfðu nú haft fé sitt í heimavöktun að miklu leyti
síðan þeir böðuðu um Jónsmessuna, og fanst
þeim nú ógjörandi, að leggja fé sitt enn undir
tvö böð nú þegar og kosta til þess, og þó eigi
annað sýnna en að enn mundi sækja í sama horf-
ið eptir sem áðr, og yrði svo að reka, að öðr-
um 2 böðum eðr fleiri þegar vetraði að. J>eir
Strandarmenn réðu því af að farga nú öllu síuu
fé og gjöreyða þessum kláðastofni sínum en á ný,
og hafa allmargir rekið hér inneptir til sölu, og
eru þegar búuir að lóga öllu sínu fé, en hinir
sagðir staðráðnir í að gjöra slíkt eð sama, líka
búnir þegar að skera og farga yfirborðinu þótt
eitthvað fátt kunni þeir enn að eiga ófargað.
Ileyndar hefir einnig leikið orð á, að kláð-
ans hafi orðið vart í Grindavík nú eptir miðsum-
arið, og ætlum vér að þeim væri einnig skipuð
beimavöktun eptir vorböðin, en fremr hefir þó
leikið tvímæli á þessu, og hafi dýralæknir eigi
farið þangað um daginn, eins og sagt er að eigi
liafi verið, um leið og hann fór að finna Vatns-
leysustrandar kláðann, þá lítr helzt út fyrir að
yflrvaldið áliti þar kláðalaust. Grindvíkingar hafa
sagt hér, ajl yrði þeim skipað að baða nú í haust,
sakir kláðagrunar, þá væri þeir allir staðráðnir í
að gjöreyða þessum sínum litla fjárstofni'.
Hvorgi fyrir sunnan Vogastapa heíir orðið
kláðavart en sem komið er, né heldr hér fyrir
innan Hvassahraun, nema hvað þessar fáu kindr
á Fúlutjörn í Reykjavíkr þinghá, þykja eigi grun-
lausar, máske eigi heldr Kleppsféð, — þótt al-
l®knað þækti þegar um Jónsmessu og engi arða
hafi í því fundizt síðau, — af því uggvænt kann
1) Eptir því sem skilvísir menn þar lír sveitinni hafa sagt
°ss, voru þeir Griudvíkingar btinir aí) missa uni sumarmál í
vori úr „pest og anuari útjálgun“ : 40 lifossa og um 100
fjír.
að þykja að það hafi náð samgöngum við Fúlu-
tjarnarféð. Mosfellssveitarmenn smöluðu búfjár-
haga sína alla hér um daginn og svo lítið eitt
upp á heiðina, ráku það geldfé allt til Iíambs-
réttar og skoðuðu þar og könnuðu og fannst engi
kind með kláðavotti.
NOKKUR ORÐ UM SÁLMABÓK. Reyk/avík 1871.
(Kptir sira Stefán Thórareusen á Kálfatjörn).
Pað fer margt öðruvísi en ætlað er, og svo
er um það, að eg skuii verða meðal enna fyrstu
til þess, að setja út á þessa bók. En eg vona,
að allir geti nærri um það, að línur þessar eru
ekki skrifaðar í því skyni, að gjöra bókina óvinsælli
fyrir þær, heldr til þess, að því sem eg hefi föng
á, að bæta úr þeim annmörkum sem henni hafa
bætzt eptir að handrit hennar var komið frá nefnd
þeirri, er herra Biskupinn setti til þess að undir-
búa bókina undir prentun. Eg, sem var í þessari
nefnd, (inn það bezt sjálfr, hversu mikið vantaði
á, að við gætim svo sem skyldi leyst þetta ætlun-
arverk af hendi. En því sárara er það þó, að sjá
missmíðin fjölga, og það svo gífrlega, í höndum
annara.
Eptir samkomulagi við herra Biskupinn til tók
nefndin ekki lögin við sálmana í handritinu, heldr
að eins setti, til leiðbeiningar, milli sviga, það
lagnafn við hvern sálm, sern við hann var í þeirri
bók eða riti, sem við tókum hann úr. En herra
organisti P. Guðjohnsen var falið á hendr að til
taka lögin og nöfn þeirra og í því skyni var honum
afhent handritið vorið 1869. f>að mun hafa legið
undir hans aðgjörðum þangað til í vetr, eða tals-
vert á annað ár; þá var farið að prenta bókina.
Á þessum langa tíma hefði nú mátt mikið gjöra
við handritið, enda er það mikið að vöxtunum og
að sumu leyti helzt til mikið. En það er einna
lakast, að á þessum langa tíma virðist herra orga-
nistinn öðruhvoru hafa gleymt því, hvað það var
eiginlega sem hann átti að gjöra við handritið,
og gripið svo til þess að gjöra einmitt það, sem
hann átti ekki að gjöra. Hann átti að nafngreina
lög við sálmana, en hann átti eleki að snerta sálm-
ana sjálfa; það kom honum ekkert við.
Eg veit reyndar ekki hvað óhappalegast er af
aðgjörðum hans við bókina, en þó þykir mer það
hörmulegast að hann skyldi ekki gela látið sálm-
ana sjálfa vera í friði eins og nefndin hafði gengið
frá þeim. Nefndinni var bannað að gjöra aðrar
breytingar við sálmana en hinar allra nauðsynlegustu
t. d. ef einhver hending var svo mjög of löng, of
stutt, eða fráhverf réttum bragarhætti, að lagið
hefði ekki orðið haft við hana, óbreytt, nema rangt.