Þjóðólfur - 14.09.1871, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.09.1871, Blaðsíða 4
17G — Eptir þessu leitaðlst nefndin, svo sem henni var unnt, að breyta, enda yfirfórherra Biskupinn með henni að síðustu allar breytingar hennar áðr en hún skilaði handritinu. Eg veit það einnig með vissu að hann varaði herra organistann við að eiga neitt við sálmana og tók það fram, að hans ætl- unarverk væri eingöngu það, að nafngreina lögin við hvern þeirra og þá um leið sjálfsagt að setja þau lög með nótum í bókina, sem þörf væri á. J>að yrði þó of langt mál hér að telja allar breyt- ingar organistans á sálmunum. Til leiðbeiningar um þær læt eg nægja að geta þess, að við flesta þá sálma sem hann hefir ekki getaö séð í friði, er það einkennilegt, að þeir eru, ef svo mætti segja, orðnir höttóttir. Ilann hefir nl. breytt að eins i. versi þeirra, þó hin versin, eins og nærri rná geta, hafi ekki færri eða skárri hljóðfallsgalla (því þá hefir hann þókzt vera að laga). Annað hvort hefir hon- um, svona í snatri, ekki dottið í hug að syngja ætti nema 1. vers þéssara sálma, eða honurn hefir þótt þeir eitthvað höfðinglegri og álitlegri þannig hettubúnir afsjálfum honum. Eg skal varastaðdæma um það hvernig honum hafi tekist breytingarnar; þó get eg ekki dulizt þess, að sem nefndarmaðr hefði eg hvorki viljað þiggja það lof né búa undir þeirri niðrun, sem þessir óboðnu gestir organistans kunna að útvega nefndinni, heföi annars verið kostr, þó nú verði svo að vera sem komið er. Eg verð einungis að minnast eins af þessum aðskotadýrum og vísa því heim til sín aptr. það er breytingin á 1. versi sálmsins: «Yakna, Zíons verðir kal!a». f>ar hefir hann í stað hendingarinnar: «Lát brenna hlys» komizt svona að orði: «Láttu blys brenn’»! — það er þá ekki heldr afkáralegtað marki, nema það sé svona! í staðinn fyrir <■ lát» þarf að setja hið hvernsdagslega og drumbslega «láttu» ; béunum (í «blys», «brenna»j þarf að dengja svo saman, að einnig geti orðið lýti að þeim, og í staðin fyrir «brenna» þarf að setja brenn’ (!!); — a-inu stingr maðrinn svona hjá sér að skilnaði. Hin versin (2. og 3.) eru, í sömu hendingu og breytt er í l.versi, alveg með sömu hljóðföllum og hending 1. versins óbreytt. En af því skiptir hann sér ekki. Hvers vegna gat hann þá ekki, eins og hann álli að gjöra, látið 1. versið ósnert líka! Hefði hann viljað haga sör siðsamlega og sómalega, þá hefði honum verið hægt, að skrifast á um þessa breytingu við nefndina eða þann hennar sem hann gat séð at' registrum handritsins, að lagt hafði út sálminn; þá hefði hann hvorki leyft sér þessar né aðrar breytingar sinar nema með samþykki hennar, eðí fyr. en nefnd- in hefði útvegað leyfi til þess l>já iilutaðeigandi höfundi ef hann þá væri lifandi. En þessa einu breytingu hef eg nú nefnt af því hún er hrapar- legust þeirraallra og af því eg cinnig á þar frernr skylt mál um að tala eu allar hinar. Eg lýsi þann sem komið hefir þessum umskiptingi inn í sálms- útleggingu mína óheimildarmann að því um leið og eg bið alla þá sem sáimabókina eignast, að breyta hendingn þessari í samt lag aptr, sem hún var áðr í, og þykist eg eiga ftdlan rétt á, að svo verði gjört. þegar eg nú þessu næst vík máli að því, sem organistinn átti að vinna að sálmabókinni, þá er leitt að þurfa að segja það, að það er í flestum greinum svo óáreiðanlegt og sjálfu sér ósamkvæmt, að furðu gegnir. Hann hefir sett nótur í bókina við suma sálmana, en þær eru því miðr víða ekki alskostar réttar. I leiðréttingunum aptan við bókina segir, að fyrsta nótan við nr. 96 sé rangsett d, en eigi að vera e (næsta nóta fyrir ofan d) og þurfa allir eigendur bókarinnar að leiðrötta þetta. |>ar segir og, að fyrir laginu nr. 165 vanti hið þriðja b í a-sæti, og er það satt að vísu, en þó þetta sé lagað, verðr lagið allt rammvitlaust, því í leiðrétl- | ingunni hefir gleymzt að geta þess, að þau tvö b, | sem fyrir laginu standa, eru ekki á réttum stöðum. Fyrir laginu eiga að vera 3 b: hið efsta' í e-sæti (ekki f-sæti), mið b í h-sæti (ekki f c-sæti) og hið neðsta b, eins og áður er sagt, í a-sæti. Fjórða | nóta við nr. 62 er einnig er röng (d); hún á að. vera f (lerz hærra en d); þannig er það hjá höf- undi Iagsins, prófessor Breggreen («Melodier tii Psalmebog for Kirke og Huus-Andagt nr. 49). í Iaginu nr. 166 á að standa b fyrir áttundapartsnót- unni á h-sæti yfir atkvæðinu af orðinu «pálmavið». Síðasta nótaí nr. 349 getrvarla verið rétt og mun eiga að vera d. í laginu nr. 168 er réttara að breyta hálfnótunni c yfir orðinu «nær» (í efstu lfnu bls 127) í fjórðapartsnótu, og næstu tveim nótum, sem eru áttundap. nótur, einnig í íjórðapartsnótur. Nótu villurnar er fyllsta nauðsyn á að allir þeir lagi í bókum sínum, sem ætla að nota nóturnar. En þær geta verið miklu fleiri en þær sem eg enn af tilviljun hefi orðið var við og talið hér upp; þó held eg að allar hinar háskalegustu sé hér nefndar. Lagatáknunin er mjög á reyki og frágangrinn á henni yfir höfuð hvergi nærri góðr og væri nauð- syn á að bæta úr þessu þegar bókin verðr næst gefin út; eptir því gætu eigendr 1. útgáfu, þeir er það vildi, lagað hana. Stuudum er sama lagið ekki alstaðar nefnt eins. Sumstaðar er t. d. lagið «Guðs vors nú gæzku prísum» rétt nefnt; en opt (t. d. við nr. 430, 500 506) heitir aptr: «Gæzku guðs vérprísum». Lagið við nr. 374 nefnir orga- nistinn: «Nú legg eg augun aplur», en ættu-þó reyndar eptir þeim táknunargrundvelli, sem liann hefir lagt í sálmasöngs og rnessubók sinni, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.