Þjóðólfur - 20.04.1872, Blaðsíða 3
95
kvæðin; en þau munu færri vera, er þingið hefir
á fallizt, eða gjört neina serlega lukku með tilliti
til sjálfra málanna. |>að getr verið af þeim sök-
um, að eg enginn politikus er, en mér virðist þing-
tíðindin bera það með sér, að Alþingið og politik-
in munði standa jafnrétt eptir sern áðr, þótt sira
Helga misti þar við á þinginu, og fáir mundu hans
. þar sakna. Já nú býst eg við að eg segi heldr
rnikið, því að þá gæti þó hæglega svo farið, að
stjórnin misti eitt «j á i ð», og þegar eg fer að
hugsa betr út ( málið, þá skyldi aldrei sú verið
hafa ástæðan til launabóta Jrans, að hann hefir
verið svo stimamjúkr við stjórnina og konung-
kjörnu þingmennina í málunum á Alþingi. J>að
er reyndar ótrúlegt að stjórnin brjóti öll siðferð-
isleg lög, til þess að eiga sér vísa liðsmenn, hversu
liðléttír sem væri, og vér vonum og verðum að
vona, að stjórnin sjái að slik aðferð er miðr heppi-
leg, hvort heldr er fyrir hana sjálfa eða landið,
að slíkt er til að spiila siðferði lýðsins, og grafa
fætrna undan virðingu þeirri, sem lýðrinn á að
bera fyrir lögunum og stjórn sinni, og sem er
nauðsynlegt í hverju landi sem er, og hvaða
stjórnarform sem þar er.
UM JARDEPLARÆKT.
(Kafli flr brMl frá hr. Sighvati varaþingmanni Árnasyni í Ey-
vindarliolti 1. d. þ. mán ).
— Madama Ragnhildr Gísladóttii*, húsfrú sira j
Kjarlans á Ytri-Skógum, hefir um næstliðin ár,
öðrum fremr, lagt mikla stund á kartöflurækt og
fengið framúrskarandi uppskeru, einkum 2 næst- {
liðin ár; á næstliðnu hausti var athuguð kartöflu- I
yrking hennar, og uppskeran mæld af fulltrúum
húss- og bústjórnarfélagsins. Yið þessa skoðun
kom það fram, að madama Ragnhildr hefir öðr-
um fremr haft viðleitni á og ýmsa tilbreytni, til
þess að geta séð af eigin reynslu, hvað bezt ætti
við kartöfluræktina yfir höfuð, bæði í smáu og
stóru; enda reyndist uppskeran hjá henni, í þetta
sinn, belr en dæmi munu til vera almennt hér á
landi. Hún liafði í þetta sinn til útsæðis að vor-
inu l1/2 tunnu af kartöflum að stærð 8—6 lóða,
eins og hennar vandi er, í garð að innanrúmi
138 □ faðma og varð uppskeran þar af 31 tunna.
Vanalega setr hún það djúpt niðr, að moldin og
teðslan sem ofan á er látin sé kvart. þykt, en
millibilið hafði hún reynt ýmislegt 3 — 8 ferh. fet
um hverja kartöfiu, en jöfnust reyndist uppskeran
þar sem hver ein útsáðskartafla hafði um sig til
jafnaðar 6 ferh fet. Stærst kartafla var að þyngd
32 lóð en að meðaltali 12—16 lóða. 2—3 vik-
um áðr en sett er niðr, lætr hún kartöflurnar í
fjós þeim til lífgunar, eins og hér er siðr til, út-
breiddar í grunnum ílátum, í einu eðr tveimrlög-
um og stráir mold bæði á milli laga og yfir þær;
spíran þykir henni mátuleg 1—2 þuml. sem ekki
á að brotna af við sáninguna, og að þær komist
niðr í öndverðum Maí ef veðr leyfir, en gjalda
verðr varhuga við því, að ekki sé klaki í görðum
þegar sáð er, en til þess að fá klakalaust í tæk-
an tíma, er gott að stinga upp garðana fyrirfram,
því þá leysist klakinn miklu fyr úr jarðvegnum.
Líka reynist betr að hafa heldr minni garð vel
taddan, en stóran illa taddan, og bera í hann að
haustinu eða vetrinum, og slá áburðinum út jafn-
óðum og á er borið.
REÍKNINGR
yfir tekjur og útgjöld sjúkrahússins í Iteykja-
vík frá 6. Okt. 1869 til 5. Okt. 1870.
Tekjur. Rd. Sk.
I. Eptirstöðvar frá f. á.:
a, kgl. skuldabr. a 4% 2100r. »s.
b, í útistandandi skuldum 345- 10* 2445“ 10
II. Árstyrkr úr spítalasjóðnum . . 400 »
III. Vextir af höfuðstól félagsins 84 »
IV. Húsaleiga og gjafir .... 61 42
V. Borgua fyrir sjúklinga . . . . 882 38
VI. Tekjur við baðhúsið .... 19 30
3892 24
Útgjöld.
I. Til madame Thomsen . . . . 137 48
II. Skattar
III. Brunabótagjafd 47 83
IV. Sjúkrahald :
a, til sjúkrahalds á sjálfu sjúkraliúsinu
fyrir 65 sjúklinga i 1A57
daga............. 725r. 9s.
b, til læknis.........75- »-
c, — umsjónarmanns og
gjaldkera .... 100- »-
d, — innkaupa á áhöldum 28- 47- 928 56
V. Viðhald á lnisum félagsins . . . 101 62
VI. Óviss útgjöld......................... 94 56
VII. Eptirstöðvar:
a, konungleg skuldabréf 2100r. »s.
b, í útistandandi skuldum 462-21-
c, í peningum hjágjaldkera 2-60- 2564 81
3892 24
lleykjavík, 31. Desember 1871.
. J. Hjalta/ín,
p. t. formatir.