Þjóðólfur - 17.05.1873, Page 2

Þjóðólfur - 17.05.1873, Page 2
— 114 — einstöku netamenn og heppnismenn kunni að hafa mun meira. Í Selvogi, Griudavík, Höfnum Mið- nesi og Garði, ætla menn að sé meðalhlutir um 200, eðr vel svo það; á Álftanesi og Seltjarnar- nesi, mun mega ætla á 200—250 meðalhluti þar sem þó nokkrir hafa þar 4—500 eðr þar yfm, víst að með töldum aflanum, þótt smærri fiskr væri innanum, síðari part þorrans og framanverða Gó- una. f þorlákshöfn munu taldir vel hundraðs- hlutir að meðaltali; á Eyrarbakka vel 300, að ísu- afla meðtöldum; í Vestmanneyum eru sagðir um 240 vertíðarafli, auk mikils heilafiski-fengs. Fyrir Stokkseyrar- og Loftstaðasandi, nálægt 200—150; meðalhlutir yfir 300—200 mest; en miklu mun minna sem austar dregr þar fyrir Söndum, og fyr- ir ekkert að telja undir Eyafjöllum og f Mýrdal, nema heilagfiski nokkurt fyrir og um sumarmál. ÚTLENEAR FRÉTTIR; Kh. 15. April 1853. (Frauihald frA 107 bls.). Eptir styrjöldina milli Frakka og Prússa gjörðu jafnaðarmenn í París uppreist, og náðu borginni á sitt vald, en voru þó brátt sigraðir og bældir niðr aftr; yfirráðin voru þannig eigi löng, en þó voru þau nóg til þess, að síðan hafa kenningar jafnaðarmanna náð meiri festu og útbreiðslu, og mun þess, ef til vill, eigi lengi að bíða, að bylt- ingar ryði sér til rúms í þá átt um allan heim. Hér í Danmörk, eða réttara sagt, í Kaupmannahöfn hefir borið nokkuð á þessum hreifingnm; hétu for- sprakkarnir Pio, Brix og GeleíT; reyndu þeir í fyrra að æsa skrílinn hér í Höfn til óróa, og urðu hér uppþot nokkur 5. dag Maímánaðar, voru þá þeir forsprakkarnir teknir höndum og kærðir; er dómr- inn nú nýlega kveðinn upp, og eru þeir dæmdir í betrunarhússvinnu, Pio til 6 ára, Geleff til 5 ára og Brix til 4 ára; þykir mönnum dómrinn allharðr; síðan foringjarnir voru handteknir hefir lítið kveðið að framkvæmdum jafnaðarmanna hér í Höfn. í sambandi við jafnaðarhreifingarnar standa «skrúfurnar», en svo kalla menn, þegar margir vinnumenn f verksmiðjum eða annarstaðar taka sig saman um að hættavinnu allir í einu til þess að fá hækkað kaup sitt; verðr þá húsbóndinn að láta verksmiðju sína standa aðgjörðalausa, þangað til ann- arhvor verðr að láta undan, hann eða vinnumenn- irnir, þvf að hvorumtvcggja er skaði að iðjuleysinu. Atvinnuvegr húsbóndans teppist, en vinnumennir ganga kauplausir með hendr í vösum og verða að eyða hinu litla er þeir hafa nælt áðr f þjónustu húsbóndans. Skrúfur þessar fara æ meir og meir f vöxt, og þetta ár hefir alstaðar kveðið mjög mikið að þeim. Mest hefir þó verið skrúfa sú, er vinnumennirnir í kolanámunum vest- an til á Englandi (í Wales) gjörðu í vetr; þegar þeir hættu vinnunni, neyddust margar þúsundir járnsmiða til að hætta líka vegna kolaleysis, og urðu þannig 60,000 vinnumanna allt f einu brauð- lausar; nú hafa þó vinnumennirnir loks orðið að láta undan og cru þcir nú teknir til vinnu aftr. Eigi var heldr alllítil skrúfa sú, er prentarar í Leipzig gjörðu, og er eigi séð fyrir enda hennar enn þá. þeirrar skrúfu má og geta, er viunumenn þeir gjörðu í Lundúnum er búa til brensluloft (gas) til Ijósa á strætum úti; urðu Lundúnabúar að láta sér nægja tunglskinið, unz vinnumennirnir létu undan. Nýlega hefir heyrzt af líkri skrúfu frá Nýju Jórvík í Yestrheimi. það lítr annars svo út, sem auðmennirnir eigi það skilið, að hinir fátækari nái til sín nokkru af auð þeirra, því að þeir eru víðast hvar gjör- spiltir; tæla þeir í gróðaskyni heimskan almúga til að stofna hlutafélög undir forustu sinni til ýmsra fyrirtækja, sem þeir sjá, að aldrei muni geta borg- aðsig; síðan eta þeir sjálfir upp alla þá peninga, sem inn koma. Vér skulum að eins taka fram eitt dæmi til að sýna fram á, hversu þetta keyrir úrhófi: í Wínarborg voru í vetr slofnuð 17 hluta- félög, að eins í Febrúarmánuði, og var skotið sam- an til þeirra alls 67,000,000 gyllina (= 6! millíó ríkisdala). Uelztu menn bæði f Prússlandi og í Bandafylkjunum í Vestrheimi hafa verið kærðir fyrir óheyrileg svik við hlutafélög, er þeir hafa staðið fyrir. Nú snúum vér oss þá að sögu hvers ríkis fyrir sig innanlands, og tökum vér fyrst: Spán, þvf að þar hefir verið sögulegast í vetr; vér sögðum í upphafi þessa máls, að friðr hefði verið um alla Norðrálfu, og áttum vér þar við, að svo hefði verið milli hinna einstöku ríkja, en dró- um þar eigi undir innanlands óeyrðir. Á Spán hefir einatt við og við borið á slíkum óeyrðum sfðan Prim var myrtr; var hann hinn eini, er nokkurn veginn gat haldið landsfólkinu f skefjum; flokkar eru þar í landi nálega eins margir og mennirnir eru, og allir hvor upp á móti öðrum. Amadeó konungr fann fljótt til þess, að Spán var eigi hans meðfæri, og er þó óefað, að vili hans var hinn bezti, að gjöra öllum sem réttast; Karlunga* vildu 1) Svo nefnast þeir er halda fram til ríkis 4 Spín K8r*‘ (Don Carioa), bróboraooar aynl Ferdínanda 7, abrir halá* fram íaabello, er fyr var drottning, diittur Ferdíuands, oí>

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.