Þjóðólfur - 05.06.1873, Page 4
— 124 —
leg samtök væri komin á stað i öllum sveitum
sýslunnar í þessu efni, enda lofuðu allir sem á
fundinum voru að styðja þetta mál hver í sinni
sveit.
4. Stjórnarbótarmálið. Fyrst var lesið npp
bréf frá þingmanni sýslunnar til varaþingmannsins,
síðan voru kosnir 2 menn til fingvallafundar, og
urðu fyrir kosningu: Sighv. Árnason í Eyvindar-
holti með öllum atkv. og Jón bóndi þórðarson í
Eyvindarmúla með 14 atkv. þar næst gaf fundr-
inn þeim skriflegt umboð til að mæta á þingvalla-
fundinum 26. Júní næstk. fyrir hönd kjördæmis-
ins, og jafnframt samin og samþykt af fundinum
bænarskrá til Alþingis um stjórnarbótarmálið og
afbent þessum mönnum til framfylgingar.
Inngangr bænarskrárinnar hljóðar þannig:
«í öllum sveitum Rangárvallasýslu hefir nú
hreift sérmegn óánægja yfir þeirri stjórnarskip-
un og stjórnarathöfn, sem nú er að komast á í
landi voru, og hefir alment komið fram áhugi
um það, að reyna að sameina álit sitt og vilja
til þess að sporna við þvf, að slík stjórnarskip-
un nái að gangast við, og til þess að fá nýa
stjórnarskipun sem allra fyrst, samboðna þörf-
um og þjóðréttindum lands vors. Um þetta varð
sú niðrstaða á sveitafundum i sýslunni, að hvert
sveitarfélag fyrir sig fól þetta mál 2 — 3 mönn-
um úr sínum flokki til meðferðar á sýslufundi,
til þess þar í sameiningu að framfylgja því
kröftulega til næsta Alþingis samkvæmt ósk og
vilja allra sýslubúa yfrr höfuð. Yér sem ritum
nöfn vor hér undir og sem erum nú þannig hér
saman komnir úr öllum sveitum sýslunnar, 2—3
úr hverjum hreppi, f umboði sveitunga vorra,
leyfum oss að láta hér með í ljósi samhuga á-
lit vort og eindreginn vilja innbúa Rangárvalla-
sýslu um þetta alsherjarmál þjóðfélags vors».
En niðrlagsatriði bænarskrárinnar eru svo lát-
andi:
»1. Að þingið taki einart og vel fram, hversu
réttindum vorum er misboðið með stjórn
þeirri sem nú er fylgt fram í landinu og
mótmæli kröftulega öllu því sem kemr i
bága við þau, og að það sendi hans hátign
konunginum til staðfestingar, fullkomna stjórn-
arskrá fyrir ísland, hvar í sé Ijóslega tekið
fram :
a, að fulltrúaþing þjóðarinnar í öllum innl.
íslenzkum málum hafi löggjafarvald og full
fjárhagsráð.
b, að öll framkvæmdarstjórn í innlendum
málum fari fram í landinu sjálfu, og að
yfirstjórn landsins hafi fulla ábyrgð stjórn-
araðgjörða sinna fyrir fulltrúaþingi þjóð-
arinnar, og yfir höfuð allt það tekið fram,
sem réttr landsins steudr til.
En gæti það ekki öðlazt allra hæstu stað-
festingu konungs vors, þá að fylgja því fram
að nýr þjóðfundr verði samankallaðr hér í
í landi samkvæmt kosningarlöguin 1849 og
konunglegu fyrirheiti 23. Sept. 1848, sem
en. hefir eigi verið fullnægt.
2. Að þingið ráði frá öllu því sem lýtr að ný-
um skatta- eða tolla-álögum, meðan þjóð-
félag vort fær eigi uppreisn stjórnarmála
sinna, og að öðru leyti veri eigi óþarfatíma
til þingmála».
f>essa fuudarskýrslu bið eg yðr, háttvirti rit-
stjóri, samkvæmt ósk fundarmanna, að auglýsa
sem fyrst í «{>jóðólfi».
Eyvindarholti 17. Maí 1873.
Sighv. Árnason.
— 1 1. o g 1 2. biað «Göngu-Hrólfs» er út kom
hér fimtudag 29. f. mán., hefir enn að færa fyrir
almenning: fyrst fjölorða skýringu og útskýringu
rilstjórans hr. J. Ó. sjálfs, yfir og um allt sem
gjörðist inilli þeirra Landshöfðingjans og bans á
sættafundunum og frá helztu orðaskiftunum er þeir
hafi þar áttzt við; svo einnig af sóknar útlistun
þeirri er hinn skipaði sækjandi af Landshöfðingj-
ans hendi, hafi þegar beitt í fyrstu sóknarskjölum
sínum, þá er bceði málin féllu í rétteðr áttu stefnu-
dag 15. f. mán. útaf þeim 2 greinum í Göugu-
Hrólft'" 10., 26. Apr. er leið: «Lanchhöfðingja-
hneykslið» og «Hœstarettardómar», sérstaklega sá
kafli þeirrar síðari greinarinnar er þykir bera Lh.
á brýn að liann «fari með róg» o. s. frv.1
|>ar næst er í síðari hluta þessarar sömu
greinar G.-IIr. 29. f. mán. en tekið sig upp og
vaðið enn af nýu upp á herra Hilmar Finsen, þar
sem á 86. dálki blaðsins neðarlega er einhermt:
„Eg (ritst. J. 0.) segi þ»í her, at) í þessari umtuiuþu klúg-
„UII2 flnuast lognar sakargift i r1-3.
1) Jrab málib er eiimig hnfbab eftir tilhlutuu Lh. eu ekki
aiutmanus ab úbrn en þ«í, ab haun heflr veitt þar g|af6Ókn-
ina og skipab setudúmara og talsmanu eins og í hitt málib.
— 2) Næst á uiidan þarna á sama Sfi dálki G-Hráfs er um-
talsefnib um „klogun yflr dámara“, er stiftamtm H. „hafl sent
stjúrninni", og hvartneb „hann hafl fengib hana til af afsetja
dúmara áu dúms og laga“; — og getr her vart verib omtals-
mál nm abra klögnn eu þá er gekk frá stiftamtinu á r i b
1 8 7 0 yflr Benedikt assessor Sveinssou og olli afsetning0
hans hib sama haust. — 3) þessi 2 orb „lognar sakargiftit'