Þjóðólfur - 14.06.1873, Side 3

Þjóðólfur - 14.06.1873, Side 3
131 Þykist geta látið sér nægja með það; landsþingið Sendi líka ávarp ti! konungs, er fór í gagnstæða ^!t við þjóðarþingsávarpið, og bað konung eigi gegna kröfum þjóðþingsins. Tók konungr i þann strenginn, og sitr allt við sama keip og áðr. það er ólikt, hvernig Gladstone fór að á Englandi, er hann !ét undan neðri þingstofunni, sem áðr er sagt, þó að eigi væri nema 3 atkvæðamunr; hér lítr svo út, sem stjórninni ríði á því meir en Iífinu að halda sér í sessinnm, og er það hlægilegt. En þetta gengr eigi til lengdar; það eru öll líkindi til, að Krieger og félagar hans verði eigi langlífir í ráðgjafasessinum, og að yfirgangr þeirra bæði hér í Daumörk og við oss íslendinga taki bráðum enda; óvíst er að betra taki við fyrir oss, en líklega verðr það þó eigi verra. Slésvíkrmálið, er Danir telja undir komið lif sitt eða dauða, er enn óút- kljáð, og er eigi líklegt, að nokkurn tíma verði úr því greitt; hefnist Dönum þar fyrir meðferðina á oss ; nota Danir líka hvert tækifæri, til að lýsa hatri sínu við þjóðverja, og er varla við að búast að þjóðverjar hliðri til, meðan svo er. þetta var það, er vakti fyrir hinu norræna þjóðskáldi, Björn- stjerna Björnssyni; réði hann Dönum í vetr, að stilla betr orðum sínum til þjóðverja, og reyna að vinna á með góðu; en hann hafði eigi annað fyrir góðvilja sinn, enn að dönsku blöðin keptust hvort við annað, að svívirða hann, og .sum skáld Dana ortu níð um hann. í Noregi og Svíþjóð fer allt vel fram; Óskar konungr 2. ætlar nú bráðum að láta krýna sig; varð talsverð umræða um krýningtina á þingi Svía, og þótti neðri þingstofunni hún óþarfi og hégómi einn; eigi hefir þó konungr farið að því. Norð- menn, frændr vorir, eru ötulir menn og starfsam- 'r> leggja þeir mikið kapp á að koma á járnbraut- Hm hjá sér, og eru að öllu leyti framfaraþjóð; sýnt hafa þeir og í mörgu, að þeim rennr blóðið 1*1 skyldunnar við oss; má þar til telja verzlunar- samlagið í Björgvin, er því miðr varð að hætta í vetr vegna verzlunartjóns; en nú eru þó öll líkindi að það rísi við aftr með nýu fjöri. í norsku blöðunum hafa'og einatt við og við í vetr staðið 8reinir um stjórnarmál vort, velviljaðar oss Islend- 'agum. I BandafyUijunum í Vestrheimi átti í fyrra ''aust að kjósa nýan forseta; var um tvo að velja, ®rant hershöfðingja, er áðr var forseti, og Dorace ^reeley; var þar hörð kosningarrimma, en svo *auk, að Grant hlaut kosningu; dó Horace Greeley skómmu síðar. Mörgum þykir ræða sú, er Grant L hélt til þingsins, vera ófriðleg; segir hann þar, að «Bandafylkin sé sú leiðarstjarna, er leiðbeinaskuli öðrum þjóðum, og að hinn mentaði heimr hallist að þjóðveldinu»; þykir mörgum þettagrunsamt, og uggir harðstjórana að eitthvað búi undir. Af rikjum þeim, er kölluð eru ómentuð, skul- um vér að eins minnast á Japan', vinna Japans- búar að því af hinu mesta kappi að komast til jafns við Norðrálfubúa; lætr Mikadóinn — en svo nefnist höfðingi landsins — leggja járnbrautir og rafsegulþræði í óða önn; sem dæmi þess, hversu Japansmenn venja sig að háttum Norðrálfubúa, má taka það fram, að þeir hafa lögleitt hjá sér tíma- tal Gregors páfa, er vér höfum, með sömu mán- uðum og mánaðanöfnum eins og vér. Björn Ólsen. — Framhaid útlendra fretta (frá enum sama fréttaritara vorum) dags. Khöfn 2 7. Maí 18731. Eg gat um það í síðasta bréfi, hverjar til- raunir «vinstri handar» flokkrinn hér hefir gjört til að steypa ráðgjöfunum úr völdum; þegar þessar tilraunir fórust fyrir, var ekki annað ráð eftir fyrir flokkinn, til að koma sínu fram, en að neita fjár- hagslögunum; varð þá stjórnin annaðhvort að fara frá eða slíta þingi. Flokksforingjarnir, J. A. Han- sen og Berg skólakennari o.fi., vildu takatil þessa neyðarúrræðis, en þegar til kom, skárust sumir úr flokki þeirra, er eigi vildu fara svo langt. Er því eigi líklegt, að ráðgjafaskifti verði um sinn að svo komnu. Af látnum merkismönnum vil eg geta Eng- lendings Stuarts Milns; var hann einhver hinn fræga6ti heimspekingr í heimi nú á dögum, og er mjög frægr fyrir rit sín t. a. m. um kvennfrelsi; þótti Englendingum hann þó of frjálslyndr í skoð- un sinni á stjórnmálum, og meiri þótti hann heimspekingr, en stjórnvitringr; hann dó 9. dag Maímánaðar. Sagt er og, að villumenn hafi drepið ferðamanninn Samuel Baker, er frægr er fyrir ferðir sínar og landa-uppgötvanir í Suðrálfu, en rúmið leyfir eigi að segja nákvæmar frá því; erog sú fregn eigi hin áreiðanlegasta; og er nú jafnvel borin til baka aftr. Rétt í því, er eg ætlaði að siá botninn í bréfið kemr merkileg fregn frá Frakklandi. Forseti þjóð- veldisins, hinn nafnkunni Thiers, og ráðgjafar hans 1) f>6 ab eigi sS í þessnm fr^ttapistli hyrjní) & Danmérku, heldr a sk/rsln uni alheima-sýningnna mikln í Winarborg, og fni Spáni og ö<brum syí)ri lóndum Norí)rá)funnftr, þykir 6amt bezt eiga vií>, vegna samhengisins, aí) taka hér nu þegar Danmerkrþáttinn, og þær afoar fréttir er þar á eftir fylgja.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.