Þjóðólfur - 07.01.1874, Side 4
— 40 -
fyrir það, þótt þeim hafi átt að heita þjónað af
næstu prestum, enda færi það í alla staði að eðli.
|>að er auðsætt, að þetta má eigi svo búið
standa, og að hér má eigi horfa í nokkurn kostn-
aðarauka, sem af því leiðir, og hlýtr að leiða,
enda er það heilög skylda stjórnarinnar, að sjá
fyrir mentun og uppfræðingu landsbúa.
þegar ræða skal að öðru leyti um sameiningu
brauða hér á landi, er hún bundin miklum vand-
kvæðum í framkvæmdinrii, og er þar á margt að
líta, ef vel á að fara. j>eir, sem tala hér um sam-
einingu brauða, hafa, að oss virðist, einkum og
því nær eingöngu fyrir augum, að auka með því
tekjur prestanna, en líta minna á það, hvað söfn-
uðinum í því brauðinu, sem niðr er lagt, bezt hag-
ar, og hvernig honum sé í alla staði borgið, og
það, er hann á heimtu á f sáluhjálparefnum sín-
um og allri fræðslu, og það er þó aðalatriðið; því
að, eins og vér sögðum áðr, söfnuðirnir eru eigi
til fyrir prestana, heldr prestarnir fyrir söfnuðina.,
og því berviðslíkar brauðasameiningar sannarlega
að leita atkvæðis safnaðanna, að minsta ko-ti til
að fá sem ljósastar allar þær ástæður, serh kunna
að vera á móti sameiningunni. þetta er hin fyllsta
réttlætis- og sanngirnis-krafa; og fer fjarri, að nóg
sé, að fara einungis eptir áliti og ósluim hlutaðeig-
andi presta, sem sumir hverir munu mest líta
á sinn hag og tekju-aukning, en hafa eigi fyrir aug-
um sem skyldi sannan hag og hagræði safnaðanna,
þvf að, svo sem vér sögðum, hefir stjórnin eða
hið opinbera þeirrar skyldu aðgæta, að sjá ment-
un og uppfræðingu borgið; en þessari kröfu er
engan veginn ful'lnægt, ef sóknarmönnum er gjört
of erfittfyrir að nálgast prest sinn, þá er þörf gjörist;
en þetta vandkvæði kemrfram, ef sóknirnar verða
of víðlendar, og yfir ár og aðrar torfærur er að
sækja, eins og svo víða á sér stað, og þá kemr
fram hið sama, sem í sumum hinum rýru og af-
skektu brauðum, en sem eigi verða lögð niðr eða
undir önnur brauð, og þegar lil kemr, geta prest-
arnir alls eigi fnllnægt skyldum þeim, sem þeim
eru á herðar lagðar, svo vel sé; en það vill líka
svo vel til, að þegar hinum rýrustu og afskektn
útkjálkabrauðum er sleppt, er allr þorri brauðanna
hér á landi svo úr garði gjörðr, að þau, með góðri
bújörð, sem flestum fylgir, eru fullboðleg ungum
presta-efnum, sem út eru skrifaðirfrá prestaskól-
anum, ef þeir annars vilja prestskap taka, og oss
virðist gjört meira úr því, hversu bágborin kjör
presta sé hér á landi, en þau eru í raun og veru,
einktim í samanburði við kjör annara embættismanna
landsins; því að þótt brauðin sé eigi virt svo hátt
að dalatali, þá eru þó tekjurnar talsvert notadrjúg'
ari í reyndinni, ef vel er á haldið, og flestuin
brauðum fylgir góð bújörð, og prestunum er
ætlað að búa, og þeir þurfa því að vera búmenn,
lil þess að hafa hennar full not, og hún á að geta
borið þeim þann arð, sem ( henni liggr; en það
er eigi jörðinni að kenna, þótt hún sé illa notuð,
og því miðr brennr það víðar við en skyldi; því
prestsetrin eru víða setin miðr en vel, bæði að
húsum og hirðingu, og eru brauðin suinstaðar
orðin við það miklu óaðgengilegri, en ella þyrfli að
vera. Vér þekkjum þau brauð, sem hafa gengið
mikið úr sér, til a. m. varplönd spilzt og selveiði
lagzt frá, o. s. frv., eins og aptr á hinn bóginn
því eigi verðr neitað, að sumir prestar hafa bætt
brauð sín til mikilla muna, og þannig er það, að
góð brauð hafa eigi þótt girnileg vegna undanfar-
innar meðferðar á þeim, og rýrðarbrauðin, og það
á útkjálkum, þykja mjög aðgengileg sökum um-
bóta fyrri presta.
Eitt af þeim brauðum, sem nú erlaust, er Kjal*
arnesþingin; það er hægt brauð, og vel í sveit
komið; bújörð hæg og í betra lagi, ef henni
væri nokkur sómi sýndr, og tekjurnar erit taldar
340 rd., og eigi þarf þar um að kvarta, að það
brauð sé afskekt; en hingað til hefir þó enginn
orðið til að satkja um það. það hefir komið td
orða, að skifta upp þessu brauði rnilli Mosfells og
lleynivalla, þótt hvorugt þessara brauða þurfi þess
við, og nú mun það aftr hafa komið til orða, og
það því heldr, sem enginn sækir um það. Vér köll'
um þetta brauð fullboðlegt ungum prestaefnum, og
betra að tekjum, í raun og réttri veru, en sum
þau embætti, sem peningalaun fylgja, svo sem
kennaraembættin við latínuskóla vorn, og einktitn
þegar þess er gætt, hversu dýrar allar nauðsynjar
lífsins eru orðnar í IVeykjavík, og hversu mikln
meiri kostnaðr í ýmsu fylgir lífinu í Iteykjavík, efl
í sveitinni. Fari þessu fram, að enginn sæki un1
annað eins brauð, og Iíjalarnesþingin eru, Pa
verðr eflirleiðis heldr enginn hægðarleikr á Þvl'
aö fá presta í hin lakari meðalbrauðin, en hins
vegar varla ætlandi til, að stjórnin bæti þau upP’
enða virðist engin þörf á því; en þetta sýnir 08
sannar, að prestaefni vor frá prestaskólanuin
fleslir vilja eigi lúta að litlu, og þykir sér eigi a*1
bjóðandi.
Alt um það getum vér eigi lagt það lil»
þetta brauð verði lagt niðr , en teljum réttast, a
láta þjónaþví um stundarsakir fráhinum áðrncfu
A