Þjóðólfur - 18.05.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.05.1874, Blaðsíða 2
— 110 — í*etta bréf vorra heiðruðu bræðra í norðrinu, kom oss Sunnanmönnum mjög á óvart. Að vísu hefði verið hentngra fyrir þá og aðra fjarlægari menn, hefði þjóðhátíð vor (guðsþjónusludagrinn) verið ákveðin fyrri; en fyrst er það, að vér vitum ekki betr en konungsbréf af 10. sept. f. á. sé komið út og fyrir löngu anglýst, konungsbréf, samið og útgefið eptir ráði synoduss og biskups og með vitorði þjóðvinanefndar þeirrar, sem kjörin var á þingvallafnndinum í fyrra sumar til þess að stýra þjóðhátíð vorri og liltaka daginn. Að vísu kom auglýsing vara-forsela þjóðvinafélagsins helzt til seint fyrir almennings sjónir, en úr því kohungsbréfið var löngu áðr orðið kunnugt, og úr því menn hlutu að eiga von á þessari aug- lýsingu þjóðvina-nefndarinnar, og úr því menn máttu vita að hún mundi ekki færa hátíðina fram fyrir guðsþjónustuhaldið, þá gátum vér með engu móti búizt við nefndu bréfi Norðlinga, enda er skjótt að segja, ófœrt að framkvæma áskorun þeirra. Guðsþjónustan er ákveðin og auglýst utanlands og innan, en með guðsþjónustu hlýtr j þjóðhátíðin að byrja. — Er ekki svo? — Hér var og engi tfmi orðinn til að fá nýar auglýsingar birtar í líma og allra sfzt í úllöndum, enda hefði ekki einungis birtingin orðið óformleg, úr því auglýsingarnar hefðu þá orðið ekki færri en þrjár, heldr hefði og hálíðin sjálf orðið ómynd, úr því tvfskiptingr og fom hefði komið f stað þess sam- heldis og stillilega fyrirbúnaðar, sem hátíðina þarf að skapa og prýða. J>að er því innileg von vor og áskorun, að vorir ágætu bræðr fyrir norðan, og hvervetna f fjærsveitum landsins, fallist héðan af móstmœlalaust á anglýsingu þjóðvinafélagsins, og haldi þjóðhátíðina, fyrst heima hinn lögboðna messudag, og siðan með oss á l’ingvelli við 0x- ará 6.— 7. Ágúst næstkom. Til ondirbúnings til vorrar fagnaðarstundar á Þingvelli, munuþeir, sem þann starfa hafa helzt á hendi, nota sem bezt þeir geta tímann, sem öðrum mun þykja nægi- lega tangr, en þeim mun ekki af veita, sem verkið eiga að vinna. Munu hinir tilkjörnu menn úr þjóðvinafélaginu vera nú þegar teknir lil að ráðg- ast um fyrirbúnað hátíðarhaldsins með tilslyrk htns ótrauða og ötula Sigfúss Eymundarsonar og Sigurðar málara Guðmundssonar. Hið sjálfsagð- nsta er gjöra þarf, er álitið þetta: að hreinsa vellina, brúa ána og gjðra vegabœlur umhverfis; setja upp 3 — 4 stór tjöld, sjá um að öll föng fá- ist á staðnum, sem bezt tilreidd og með sem vœgustu verði; svo er og talað um prótessiur, þjóðshemtanir, söngflokka, sigurboga á Lögbergi og i Almannagjá, o. fl. En á þetta þorum véf vart enn að minnast, þar sehi svo lítið fé er fyrir hendi, og þeir svo fáir sem enn starfa einhuga að þessu máli, enda er nálega allt komið undir dugnaði og lagi forstöðnmannanna. En hvað iil- kostnaðinn snertir, vonum vér að þjóðvinafélagið ekki inuni hopa á hæl fyrir honum, en bæði það og þjóðin öll, ásamt yfirvöldum vorum, álíta hitt mest um vert, að hátíðin verði landi og lýð til sæmdar. Að menn búi sig sem bezt undir há- tíðina með snotrum en áuðsungnnm smákvæðum iog ræðum, álítum vér mest vert, hvað skemtanir snertir. Allir íþróttainenn og afreksmenn (söng- menn, skotmenn, sundmenn, glímumenn og hreystimenn) ættu þá ekki heima að sitja, heldr ætti liver að leita við, að efla ánægju og orðstír annars við þetta tækifæri, sem enginn vor á oftar að sjá. BÓKAFREGN. NÝ KfUSTILEG SMÁRIT.— Útgefandi P. Pjetursson. Það er hvorttveggja að oss vantar enn rúm í blaði voru fyrir ítarlega ritdóma, enda hafa fá rit út komið nú um hríð, er oss er mikil gleði um að tala. Þó viljum vér mæla með hinu nefnda smáriti, að menn kaupi það og lesi; bæði erþetta rit hið eina kristilega tímarit, scm líklegt er að bjóðist á þessu merkilega ári, og svo hefir það meðferðis ýmislegt, sem lýtr að þjóðhátið vorrí í sumar. Megin-efni bæklingsins eru (útlagðar?) æfisögur (af Páli postula, Krysostomus og trúar- boðanum John Williams) allar Ijóslega og ein- faldlega skráðar. Þjóðhátíðarsálmr síra Helga Hálfdánarsonar finnst oss hvorki svo háfleygr né hjartnœmr, sem vér hefðum búist við af guð- ræknum kennimanni og skáldi. Þýðing hans á kristniboðssálminum hefir tekist vel. Hið bezta i kverinu mun þykja Hugleiðingin um forsjói1 Guðs, er vera mun eptir bisknp vorn sjálfa0- Meira lof dirfumst vér ekki að segja um rit þett®' því vér óttumst fyrir, að kristilegir framfaramenn mtini heimta meira en vér, enda þólt kirkjo^ vort eins og það nú er, eigi naumlega heimtinfi11 á öðru betra. — í Khöfn hefir þjóðvinafélagið útgefið nak hins íslenzka þjóðvinafelags 1875, 2 arkif 12 bl. broti á 16 sk. —Það hefir meðferðis mar£® konar smávegis -fróðleik, svo sem: íslands áfÞ^ 1873; verðaura og peninga reikning; töflu \ verð á fiski; reglur um fiskiverkun; nokkur læk0**

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.