Þjóðólfur - 18.05.1874, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.05.1874, Blaðsíða 3
— 111 — ráð o. fl. Allir, sem nnna þjóðvinafélaginu, kaupa sjálfsagt almanak þetta. — Á Akreyri hafa í haust verið útgefin tvö ljóðasöfn, heitir annað GFtÝLA eptir Jón Mýrdal, en hitt eru þriðju SMÁMUNIRnir eplir Simon Dalaskáld. Vér höfum enn hvorugt lesið í kjölin, enda þurfum vér ekki að fara svo djúpt, til að sjá, að bæði kverin eru full af rusli og smekkleysum. Að vísu er ýmislegt í Grýlu, sem ber vott um töluverða gáfu og þekkingu, en því sorglegra er að sjá þar fleira af hinu, sem ber vott um ótil- hlýðilega meðferð á hvorutveggja. 1*30 er ekkert á móti því að ólærðir menn yrki og gefl út rit, en kasti þeir vísvitandi höndunum til skáldskapar- listarinnar, verðr dýrð þeirra minni en engin. Skáldskapargyðjan er ein harla fín frú; um kar- aktéra, titla, hempur og kjóla spyr hún að vísu ekki, en vilji menn ná hylli hennar, er ráðlegast að þvo sér fyrst um hendurnar, eða að minsta kosti setja upp sparivetlingana. Um skáldsögr J. M. skulum vér tala í annað sinn. — Smámunir Símonar hafa þegar fengið harða dóma, og sktil- um vér ekki taka málstað hans að mun. En bæði má lofa og lasta úr hóíi. Oss finnst það eiga ílla saman að sumjr slái Símoni gullhamra og kalli hann lalandi-skáld, en aðrir gjöri hann verri en hinn v versta leirvöðul. í stöku kveðlingum S. finnum - vér töluverð gullkorn (l. a. m. í flestum erindum “gamankvæðisins" bls. 15.111. Smám.) og hver veit hvað úr Símoni hefði orðið, ef sveitungar hans hefðu reynt til að gjöra úr honum mann, I stað þess að láta hann alast upp eins og hálf-fífl, og senda hann síðan út um víða veröld, syngjanda og spilanda? Vér skulum ekki breiða yfir smekkleysr og fautaskap S., en það segjnm vér, að margr *fínn« róman er lesin af yngisfólki, sem hættu- legri er saklausu hjarta, en allar hinar barnalega klúru Venusar-vísttr Símonar Dalaskálds. Annars skal hann varla vanta föðrlega hirtingu, ef hann e'gi bætir ráð sitt, gegnir heilsusamlegum áminn- ’ogum, og lætr optar «þrekk á þrykk út ganga». — E()li lands vors, pjóðerni og merkismenn. 1. ísland er hart land, kalt og hrjóstrugt, af- skekkt og erfitt, þakið jöklum og klaka, öræfum og e'ói, gjám og giljum, hraunum og hafnleysum; Sróðr er Ktill, skógar nær engir, né málmar né ; kornyrkja engi. Úllendir menn, sem líta Hjótlega til landsins, kveða gjarnan svo að orði: "l^od þetta vantar allt; það er of harl til þess að Vera fjölmennt; of fámennt til að leggja vegi og ^0föa upp rækt; of vega- og ræktarlaust til þess að koma upp auði, ogoffjærlægt til þess að aðr- ar þjóðir hjáipi því! «þeltaernú margra mál,jafn- vel sumra, sem þekkja betr til, en þeir bæta gjarnan við öðru, eða gefa því einu sökina; þeir segja: »Eymd landsins er mönnnnum að kenna». Hvort- tveggja þetta er bægt að segja, enda fer fjærri því að allt sé sagt með þessu. Hingað koma líka út- lendingar, sem annað segja: »land þetta er hart, segja þeir, og þó ekki ofhart; það er mikið land, frítt og merkilegt, jafnt hvað eðli þess og sðgu snertir. Það er land, sem einhver hin menntað- asta og merkilegasta smáþjóð hefir lifað á og lifir enn á með fullu þjóðareinkenni«. Þetta viljum vér heyra, og I þessa átt viljum vér stefna hug- vekju vorri,— ekki til að slá oss sjálfum gullhamra, heldr til þess að gefa Guði dýrðina, með því að dæma eins rétt og vér höfum vit á, samkvæmt þeirri grundvallarhugmynd, sem vér melum með sælu og verðleik manna, hvar svo sem þeir búa. Það er satt, ísland er hart land o. s. frv. en er það ofhart.1 það er þá orðið það á seinni timum, eða þjóð sú, sem hér býr, er nú orðin of lin. Til forna var landið ekki of hart, það sannar saga vorrar þjóðar, það sanna verk þjóðarinnar, það sanna hennar ágætismenn, það sannar þjóðin enn I dag, þvl hún er enn til og heldr enn sínu þjóðerni. Landið er hart, en oss er nær að segja, að það sé ekki enn of hart, þótt því kunni að vera aptr farið að landgæðum. Lítum á landið eins og það hefir verið. Það var frá öndverðu hart, en það hafði sína kosti og sín hlunnindi; það var hart og karlmannlegt, en forsjónin vísaði hingað engum örkvisum; það er hart, en þó með rettri herzlu, því það ól og framleiddi mikla menn og hrausta, og reyndist hin bezta fóstra frelsis og mannvits, drengskapar og hreysti. Forsjónin hefir lagt þvl marga líkn með þraul’. Berum ísland saman við Grænland; þar á náttúran olnbogabam. ísland og Grænland liggja svo að segja hvort hjá öðru á hnettinum, eins og systkynabörn. Annað syst- kynanna var snemma lítið vexti en bráðþrozkaj til sálar og líkama; hitt var tröll að vexti, en varð fáráðlingr. Iíöld og helstirð horfir hin risavaxna móðir yfir vesalinga sína, hlær kaldahlátr í storm- inum og segir: »Gaman er að börnunnm*. í samanburði við þetta heljar-land er Fjallkonan vor gott og blessað land, slitið úr hel-hlekkjum íssins, frjáls í faðmi hafsins, mögnuð eldi og — anda. íslands fæddist í sigrkufli lífsin, Grænland með náklæðum dauðans; það gjörði gæfomunin. 1) Berum saman, t. d. liafísinn aö norðan, og bita- strauminn að sunnan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.