Þjóðólfur


Þjóðólfur - 18.05.1874, Qupperneq 5

Þjóðólfur - 18.05.1874, Qupperneq 5
— 113 — sljófgast ekki einasta sálin, heldr og öll skilning- arvit mannsins; augun hætta að sjá hina sönnu feg- urð og taka að elta hégóma, lislin verðr «móðr» og »móðrinn» rngl og prjál; heyrnin heyrir ekki lengr hinar hreintt harmóníur, guðs-ótta og hetju- Hfg, gleði og sorgar, sakleysis og ástar, og smekkr og bragð kannast ekki framar vlð neitt kryddmeti, og endirinn verðr— eyðilegging eða endrviðreisn. Hefir nú oss íslendinga hent þessi voði, hefir sæi- lífið spillt oss? vér ætlum eins mikið og eins opt eins og harðindin. Vér ællum oss ekki að rann- saka hér frekar, hvorki harðindi þjóðar vorrar um liðna tíð, né hóglífi hennar, til að vega nákvæm- legar afleiðingar hvers um sig. Vor dómr er sá, að hinar lakari afleiðingar hvors fyrir sig megi kalla eigi ójafnar, jafnari en margr hyggr, en um hinar betri afleiðingar þessara tveggja orsaka, ætl- um vér réttast að segja, að útsæði harðindanna hafi þjóðlífi voru verið hollara og betra en með- lætisins. Aldrei átta íslendingar betra en á II. öld, en aldrei varð þjóðlífi voru hættara en ein- ^nitt eptir þá sumardaga; sú öld var móðir Sturl- unganna með þeirra siðleysi og ofsa; sú sæla öld varð amma íslands ófrelsis. Hinu verðr ekki beinlinis svarað, hvort enn sé óveiktr lifskraptr vorrar þjóðar. Svari hún sjálf eða sýni það. Llún kemst ekki undan því, tíminn heimtar. ________ Framh. síðar. Úr bréfi frá Edinborg dagsett 16. f. m.) Lftið er nú tíðinda utanúí heiminum. Hér er sól og sumar, meðan allt ætlar að krókna af kulda á voru landi. Viðar ertt þó harðindi en á íslandi. Á Indlandi hefir verið hallæri mikið í vetr, og hefir stjórnin orðið að ala miljónir manna. Hér hefir og verið skotið saman of fjár Iudverjum til bjargar. Allt fyrir það hefir þó orðið mannfellir nokkur, en ekki þó að því skapi, er menn óttuðust. •— Englendingar unnu fullan sigrá blámönnnm þeim, er Ashanti (Ashantar) nefnast; það er í suðráltu^ þeir höfðu veitt árásir annari blámannaþjóð, er Fanti heita, og eru undir vernd Englendinga. Ashauti eru menn herskáir, en Fanti mestu lyddur, og urðu þeir bandamöunum sínum Englendingum að Htlu liði. Það sem erfiðast var við herför þessa var loptslagið, sem er mjög óheilnæmt, og örðug- 'eikar á flutningum malvæla og hergagna, því að hestar og eigi heldr múlar lifa þar. Urðu Eng- 'endingar þvi að nota landsmenn til áburðar, en Þeir reyndust bæði latir og svikulir; sönnuðu þeir hillkomlega nafn sitt, eins og það lætur i vorum eyum; þeir heila Fanti *g eru fantar. Gátu Eng- lendingar samt brotið sér leið gegnum óbyggðina og fram að höfuðborg Ashanta, er Kúmasi heitir, og brenndu hana til ösku. Hefir það verið land- hreinsun mesta, því að sagt er að staðurinn hafi verið fullur af mannabúkum. Ashantar eru blót- menn miklir, og blóta mönnum hundruðum sam- an og fleya hræum þeirra á víðavang. í’etta er og siður margra. annara blámanna. Iíonungur Ashanta heitir Koffí Kalkallí, blótmaðr mikill og grimmr. Hann hafði leitað frétta til um ófrið þenna, og hafði fréttin sagt, að hann mundi sigr hafa. En eptir hvern ósigr vildi hunn friðþægja reiði goðanna með mannblólum. En erborghans var lögð í ösku, leitaði hann friðar. Samdist svo, að hann skyldi stöðva mannblót, að þvi er hon- um væri unnt, hafa frið við bandamenn Englend- inga, og gjalda 6,250 merkr gulls vegnar. Land Ashanta er mjög gullanðugt, og landsmenn hafa áhöld og búsgögn úr gulli, er aðrir hafa úr eyri eða járni. Sir Garnet Wolsey heitir sá, er réð fyrir Englendingum í för þessari. f»ykir honum og mönnum hans hafa tekizt skörulega, og heppi- lega að því, að þeir biðu miklu minna manntjón, en við var búizt. Nú er Sir Garnet og hans menn komnir heim, og hefir þeim verið vel fagn- að. í Vestrheimi sýnist 1000 ára hátíð ísl. að hafa vakið talsverða eftirtekt. Á seinustu tveim mánuðum hefir þess opt verið minnst í blöðum Vestrheimsmanna. Er það einkum að þakka William Fiske bókaverði við Cornell University, Ithaca. Hann hefir verið við háskólann í Upp- sölum; var einn vetr i Khöfn og lærði íslenzku hjá Gísla Brynjúlfssyni. Hann gengst fyrir þvi, að safna bókum og senda stiftsbókasafninu í Reykjavík svo sem minningu frá Vestrheimi um 1000 ára hátíð íslands. Skrifar hann mér 27. Marts, að hann hafi fengið góðar undirtektir hjá mörgum, en beztar hjá skáldinu Longfellow og Lord Dufferin, landstjóra í Canada. Bækrnar verða líklega scndar af stað í Maí. ( einu Vestrheimsblaði stendr þessMitla grein: »»Ameríku-sóttin«« svo sem sagt er á norður- »löndum, brauzt út ( íslandi fyrir tveim árum, og »nokkrir fóru til Vesturheims. f sumar, er leið »fóru margir fleiri, og nú er íslenzka nýlendan »í Wisconsin og þar í kring hér um bil 300 að »höfðatölu. Svo sem landar þeirra almennt gjöra, • kynna þeir sig að siðgæði og greind. Fáeinir »lærðir menn eru á meðal þeirra. Einn af þeim »J6n Olafsson, sendir viku hverja, fróðlegan dálk,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.