Þjóðólfur - 30.05.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.05.1874, Blaðsíða 2
— 118 — skapaði stjórn, lagasetning og sambúð manna, betri og betri hugsunarhátt og fegri siðu, en sh'kl siðgæði var þó mjög svo á reiki, hafði sterkan sérdrægnisblæ, var ekki alment, þvi lífsrótina vant- aði, fasta trúarskoðun og sannfæringu, auga fyrir hinu almenna, og mannelsku-il. Lifsskoðun manna var enn mjög svo í pörtum. Hug- sjónirnar voru enn huldar speki, skáldskap og listum, en komust ekki að hjörtunum. Lífið var enn eins og ókyrr straumr, sem einungis glampinn af sólunni speglast i, en ekki sólin sjálf. Hið borgaralega siðgæði forna heimsins var eins og tíminn Uemv poHtislu en praktiskt; það var fremr rlkisins vegna en sjálfs sin, fremr siðr en sannfæring (objectívt, ekki subjectivt, eins og lærðir menn segja). Einstaka framúrskarandi menn fundu þetta, og þráðu nýar framfarir í síðgæði. Vísdómr Sókratesar brýndi fyrir mönnum þann nýa lærdóm, að dygðin væri sín eigin umbun; Plató kendi mönnum, að eðli hins fagra og guð- dómlega væri miklu hærra en menn hefðu þangað til skilið, og að trú og siðgæði, listir og vísindi ættu óendanlega langt í land. Að sama skapi eíld- ust þá vísindi og allskonar listir og mentun. En allr þessi andlegi uppgangr dugði þó ekki, heldr misti aftr lífskraftinn; kom það sumpart af ytri orsökum, en sumpart af þvi, eins og áðr var sagt, að lifsrótina vantaði f vísdóm spekinganna, það vantaði lífskveikju kristindómsins. (>að var hann, sem kveykti nýtt Ijós i veröldinni, einkum Ijós al- mennrar mannelsku. hrátt fyrir alla heimsku, of- sóknaranda og aðrar syndir kirkjunnar; þrátt fyrir hið sffelda dogmatiska rifrildi kristinna manna, og misskilning á Kristi og kenningu hans alt til þessa dags, þá hefir enginn hlutr, nema koma og kenn- ing Lausnárans bætt að mun siðgæði og sam- komulag mannkynsins, ekki einasta í kristnum löndum innbyrðis, heldr og í viðskiftum við ó- kristna. f>að var Kristindómrinn, sem bæði hefir breytt og bætt þjóðernishugmynd vorra daga. Nú er mönnum ekki eins og forðum náttúrlegt að á- líta aðrar þjóðir óvini né rettlausa. Sumum þjóð- um hæltir að vísu enn við að álfla siua þjóð betri og rétlfyllri en aðrar, fara í manngreinarálit, hafa þjóðarrlg og jafnvel hatr á nágrannaþjóðnnum, o. s. frv. Menn heyja enn stríð, blóðug og grimmileg; en alt þetta er mildað og fer miklu fremr en fyr eftir föstum reglum. Menn herja ekki upp á sak- lausar þjóðir, þjá menn ekki né selja mansali; það sem þykir fáheyrt grimdaræði nú, þóttí fyrr- um algengt. Alt um þetta á þessi hugmynd enn langt 1 land til þess að verða hrein og hleypidómalauS) eða fullkomlega mannúðleg eða kristileg. SanO* þjóðernishugmynd hafa enn ekki nema hinir beíW menn þjóðanna. Að öðru leyti er sannast uð segja, að hinar sívaxandi samgöngur og viðskifh) hin sívaxandi innbyrðis þekking, hinn sívaxanó' samfélagsskapr í vísindum, sýningum, hlutaféióg' um, fréttaþráðum og ferðalinum, — alt þetta fram' faralíf verkar nú á tímum, þó hægt sýnist fara, eins og töfraöfl til þcss að burtrýma sérplægni og misskilningi, en byggja upp sameiningaranda (Syrö' paþi), ekki einasta hjá hverri þjóð sérstaktegai heldr milli fleiri þjóða. Þetta verkar aftr á þjóð- ernishugmyndina. Hennar bezta inntak og stefn^ er þá nú á dögum sú: Að verja og efla velferð og heiðr (frelsi) fóstrjarðarinnar fyrir lcraft föður' landsástarinnar og þeirra meðala, sem þjóðin hefir bœði serstakleg og almenn, þó svo, að menn skerð1 ekki rett ne heiðr annara þjóða, heldr bindi við þœr allan þann felagskap, sem varðar alsherjar' velferð, og sem þjóðernið, hversu dýrt sem það er> verðr að hneigja sig fyrir, enda grœðir oftmeir0 við en missir. I’etta skulurn vér gjöra skiljanleg' ra með dæmi: I’að hefir oft og löngum þótt rík1 þjóðerniseinkenni, að amast við öllu útlendu, eoú3 hefir sá hugsunarháttr verið einn af hinum rík' ustu hvötum þjóðanna, sem haldið hefir þeim vak' andi á verði fyrir frelsi þeirra og réttindum. En þetta hefir gengið of langt og úr hófi keyrt hj® mörgum: Tyrkir ( Evrópu og Kinverjar í As"1 eru helztu dæmin. l’egar þjóðirnar eru búnar a^ tæma það mentunarefni, sem liggr í þeirra noent' unarfyrirkomulagi (nationalkultur), þurfa þær aftf eins og að yngjast upp, og það verðr þá venjn' lega fyrir ytri áhrif, t. d. stríð og önnur stór-u01' brot. f’jóðirnar er líkt að skoða og einst3ka menn — með þeim aðalmismun, að þær geta kaslað ellibelgnum, og það oflar en einu sinI,,' Hver einstakr fellr eins og stráið, en þjóðin er skógrinn, sem yngist upp árlega meðan stofnal hans standa föslum fótum. En eins og hver elí,( stakr maðr þroskast fyrir tvennt : gegnum eigið eðlisfar og hið almenna eða þjóðlífið, þroskast hver þjóð gegnum tvennt: þjóðerni og viðskifti við heitnslífið. Hvorngl má annafS ^ vera. Margar þjóðir hafa og orðið ungar í sinn við innstreymi annara þjóða, við blönó1'0 , útlenda menn, sem lengra hafa verið kotnt111- mentun, enda hafa innleitt nýa siði, sem bef sil‘ ei°9 sit[ átt við þátíð landsins og þeirra fersku krafta, lie'1 J

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.