Þjóðólfur - 05.09.1885, Síða 2

Þjóðólfur - 05.09.1885, Síða 2
134 Nei! hann breyzka falli frá frelsa vann og aumka ])á, leið þeim beindi’, og líknar hjá liknar föðurnum biður. Huggaðu’ aldrei þig yið það, þetta liafi yerskuldað sá þ(i beinir illu að og æfir á mannvonzkuna. „Hver sem syndum frí er frá“, frelsarinn mælti, „komi sá og fleygi steini fyrstur á fáráðs-hórkonuna“. Orðin helgu hans á ný hjarta jjínu vektft í, um eilifð vita ]>ú skalt þvi ]>au fá brugðizt eigi: „Minstw brœðrum hvað sem hér í heimi gjörðuð mínum þér, gj'ört það vera mun ég mér meta’ á efsta degi“.1 * * * Kétt um messutíma-byrjun í dag sá ég eina fjóra götustráka elta gamlan karl upp strætið fyrir framan glugg- aua lijá mér með snjókasti og erting- um. Gamalmennið kendi auðsjáan- lega sársauka, því að snjókúlurnar riðu um höfuð og andlit honum; hann var og orðinn reiðr, því að hann tók grjót úrgarðinum oghenti eftir strák- unum, en hæfði ekki. Svo tók hann tvo allstóra steina og hljóp á eftir strákunum, sem hörfuðu suðr í Ing- ólfsstræti; karlinn á eftir. Þegar hann kom fyrir suðrhornið á húsi mínu, fékk hann snjókúlu í augun, svo hann blind- aðist í svip. Hörfaði hann þá grát- andi inn i skúrinn hjá mér til að forða sér. Eg sagði honum að sleppa stein- unum og setti honum fyrir sjónir að hann mætti ekki henda grj óti í dreng- ina, enda væri hann ekki bættari með því að vinna sér til hegningar með að limlesta þá. En hann kvað sér á sama standa, „grjótið skyldi í þá“. Ef karlinn, fáfróðr, varnarlaus, vit- lítill undir og viti fjær af reiði, hefði nú limlest eða drepið einhvern strák- inn, þá virðist mér sem in siðferðis- lega ábyrgð fyrir það hefði hvílt eigi siðr, nema fremr . væri, á strákunum og þeim, sem þá hafa upp alið. en á honum. Með þessu móti geta þeir, sem erta til reiði fáfróða og geðstygga menn, unnið tvöfalda synd. Karlfuglinn var svo hræddr, að hann þorði ekki að halda heim til sín (upp 1) Viðburðrinn er sannr og kvæðið er eftir íöðr minn, séra Ólaf Indriðason. J. Ó. í Þingholt ofarlega,) fyrr en ég lofaði honum að ég skyldi hafa auga á, að honum yrði ekkert gjört á leiðinni. Strákarnir biðu úti eftir honum. Eg náði í einn þeirra, sem ég þekki að er ósiðlegr götustrákr, og gaf honum alvarlega ráðningu með stafnum mín- um. Hvort það hafi verið helgidagsbrot eða ekki, veit ég ekki. En að fullorðið fólk skuli geta staðið á götunum eða í gluggunum á hús- um sínum og haft ánægju af að horfa á illa innrætta og illa uppalda götu- drengi hrjá og hrekja gamalmenni, svo þau gangi grátandi undan þeim, og það án þess að þessu fólki verði að vegi að skerast í að skakka leikinn, það er að minsta kosti slíkum áhorf- endum til litils sóma. Þessi viðburðr i dag minti mig á viðburð þann, sem ég hefi skrifað upp hér að framan, og það því fremr sem drengrinn, sem verst gekk fram í dag, hét sama nafni, sem piltrinn, sem var að erta gamla Þórð Skelli. Mér datt i hug, að einhver unglingr (og, ef til vill, sumir, sem eldri eru) kynni að hafa gott af að lesa þennan gamla viðburð, sem var mér svo minnis- stæðr, og því fór ég og skrifaði þessar línur. Annan í páskum 1883. Jón Olafsson. Stjórnarskrármálið á alþingi 1885. Eptir Heyranda í Holti —0— VI. (Framh. frá bls. 129.) Nefndin klofnaði eins og í neðri deild. Meiri hlutinn (Sighv. Árnason, form.; E. Ásmundss., skrifari; Ben. Kristjáns- son framsögum.; og Skúli Þorvarðss.) fjellst á frumv. í öllum aðalatriðum eins og það kom frá neiðri deild; en all- mörgum orðahreytingum stakk meiri hlutinn upp á. En minni hlutinn (Jón Pjetursson) gat ekki orðið minni hlut- anum samferða, heldur stakk liann upp á, eins og H. Kr. Fr. í neðri deild, að alþingi sendi nú konungi ávarp „og beiddist þess þar í, aJ ísland fengisjer skildan ráðgjafa, er mœtti á alþinginulí. Hinn 18. ág. fór fram síðari hluti 1. umr. í efri deildi. Ben. Kristjánsson: Þar sem lands- höfðingi tók það fram við fyrra hlut þessarar umr., að þjóðin gætiundirhin- um núgildandi stjórnarskipunarlögum tekið nægilegum og fullum framförum, ogþegar skoðað er liverjar framfarir einni þjóð eru nauðsynlegar, þá eru þær með ýmsu móti: framfarir í hagsæld og vel- gegni, ímenntun og lærdómi, og það sem mest er í varið, hinn andlegi þroski þjóðarinnar. Til þess að iiver einstak- ur maður nái þessum kjörgripi, segi jeg að þurfi sjálfsforæði. En það getur eigi dafnað hjá þjóð, sem hefuráttvið hörð kjör að búa, nema utan að komandi áhrif og atvik gefl henni hyöt til að tileinka sjer sjálfsforræðið. Stjórnar- skráin hefur eigi svo mikla hvöt í sjer fólgna sem mest má verða fyrir þjóð- ina til að komast til sjálfsforræðis; þetta var ætlun landsmana sjálfra þegar er þeir fengu stjórnarskrána; og þóttvjer tækjum þakklátlega á móti henni, erum vjer ekki skuldbundnir til að una við hana um aldur og ævi, og það því síður sem sumum ákvæðum hennar hef- ur verið beitt þjóðinni til óhagnaðar t. d. þar sem einn og hinn sami maður er bæði dómsmálaráðgjafi Dana og ráð- gjafl íslands eða þessi maður hefur Is- lands mál sem aukaverk við önnur yfir- gripsmikil störf. En þegar nú einu sinni eitthvert fyrirkomulag er fast orðið þg það á annan hátt, en beinast lá við eptir lögunum þá, er ekki við því að búast, að breyting geti fengizt á því fyrirkonmlagi, nema önnur laga ákvæði komi í staðinn fyrir hin fyrri, og þess vegna þarf að breyta stjórnar- skránni. Jeg get ómögulega verið á því, að með þessu frumv. sje reynt að draga valdið úr liöndum konungs, eins og landshöfðingi skilur það, heldur er konungurinn sjálfur færður inn í land- ið með því að hann setur lijer landstjóra sem umboðsmann sinn, enda kemur slíkt alls eigi í bága við rjett nokkurra, hvorki Dana nje annara, því að einmitt Danir losast þá við margt ónæðið af að vjes- ast og vandræðast með mörg vor mál- efni, er þeir getalátið sig engu skipta. Kostnaðinn tel jeg ekki ískyggilegan; get jeg heldur ekki sjeð að tíminn sje óhentugur. Skoðanir manna hafa held- ur eigi verið á reiki að því, er stefn- una í þessu máli snertir, svo að allar

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.