Þjóðólfur - 05.09.1885, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.09.1885, Blaðsíða 3
135 þessar mótbárur landshöfðingjans geta engan veginn haft nokkur aptrandi á- hrif á mig í þessu máli.— Aðrir töluðu ekki og var málinu vísað til 2. umr. í einu hljóði. Önnur umrœða 20. ág. Þeir M.St. og Hallgr.Sveinss. komu með breyttill. um að veita konum kosningar- rjett til alþingis. En nefndin kom með þá breyt.till., að með lögum mætti veita konum kosningarrjett til alþingis. Ben. Kristjánss. talaði íyrst nokkur orð með málihu, en síðan tók H. Sveinss. til máls. Talaði hann fyrst með breyt.till. sinni og M. St. En síð- an gat hann þess, að þingmenn væru í vanda staddir í þessu máli, þar sem kjósendur þeirra á eina bliðina liafa lagt ríkt á við þá að framfylgja þessu máli hjer á þinginu og stjórin á hina hliðina sendi þinginu þann boðskap, að lnin sje gjörsamlega mótfallin iLverri breyt. á stjórnarskránni. Neðri deild hefur skipzt í meiri og minni liluta og hjer hefur nefndin klofnað. Minni hlut- arnir í báðum deildum vilja að eins biðjaum sjerstakan ráðgjafa. Hjerkem- ur þá vandinnfram, hverjum afþessum sundurleitu skoðunum á að fylgja. Pótt nú mikið væri fengið, ef það fengist, sem minni hlutinn fer fram á, þá vil jeg þó ekki með atkvæði mínu standa fyrir því að þingið geti komið fram með óskir sínar fyrir hans hátign konung- inn; „þó gjöri jeg það með nokkurum kvíða vegna byrðar þeirrar, sem land- sjóði hlýtur að orsakast af þessu“. ... „En þegar menn eru verulega fúsir að bera einhverja byrði, — og svoætlajeg að hjer sje, — þá eykst mönnum krapt- ur og þol“. „Þegar frumv. þetta er borið saman við frumvörpin 1871 og 1873, þá er aðaíhugmyndin sama, aðal- stefnan hin sama, að eins með nokkr- um mismun að forminu, aðferðinni að draga stjórnina saman í landinu sjálfu“, .. „og til grundvallar liggja sannindi, þau sannindi,að stjórnin er í þeim fjarska, að hún hlýtur að vera ónóg fyrir landið og henni er ómögulegt að stjórnaland- inu . . . eins vel og haganlega og hver íslendingur hlýtur að óska“. . . . „Jeg skil ekki í því að gengið sje ofnærri forrjettindum konungs með því að biðja hann að skipa landstjóra, sem komi fram í lians nafni og umboði“. Landshöfðingi talaði í sama anda sem fyr (sjá bls. 105, 115, 120, 121.) og sagði meðal annars, að þótt þetta kynni nú að vera vilji kjósenda, þá „eru það ekki óskir og vilji kjósenda, sem þingmenn eru bundnir við að fara eptir; það, sem þeir eiga að hafa fyrir augum, eru þarfir þjóðarinnar, og það, sem þeir eiga að fara eptir,... er þeirra eigin sannfæring ... og eigi reglur frá kjósendum sínum“. Einar Ásmundsson: Jeg er þakk- látur H. Sveinss. fyrir meiri hluta ræðu hans. Hann sýndi skýrt og glögglega fram á, að þessi stjórnarskrár breyting er sprottin af þörf og nauðsyn, þeirri nauðsyn, að húsbóndinn á þjóðbúinu eða ráðsmaður hans sje nærverandi á heimil- inu. 1 'etta er aðala triði málsins. Það er mín skoðun, að það þurfl sömu kosti og hæíilegleika til þess, að sínu leyti, að stjórna búi eða heimili og að stjórna ríki eða landsbúinu. Stjórnin verður að fara eptir sömu grundvallar- reglum, þótt stærðarmunurinn sje mikill. Vjer þingmenn erum flestir komnir úr fjarlægum hjeruðum, og höfum yfirgefið lieimili vor og bú og það er hægt að geta nærri, hversu hentugt það er fyrir oss að vera svo langt frá heimilum vor- um og vita ekki, hvað þar fer fram. Vjer höfum víst sett ráðsmenn fyrir búum vorum í fjarveru vorri. Hvert mundi það nú vera hagkvæmara að þessir ráðsmenn vorir væru hjer hjá oss, — lijer suður í Reykjavík, svo að þeir geti ráðgazt um búskapinn við oss og sent svo með pósti brjefskeyti um, hvað gjöra skyldi heima, eða hitt að þeir væru á búinu og gætu sjeð með augunum, hverju fram fer, og sagt fyrir með orðunum, hvað gera skyldi. Allir hljóta að játa, að betra væri að þeir væru heima. Aðalhvötin til þeirrar stjórnarskrár breytingar, sem hjer er farið fram á, er nú sprottin af þeirri þörf, að húsbóndinn: Hans Hátign konung- urinn, láti ráðsmanninn á þjóðbúinu vera hjer lieima, vera í landinu, en ekki í 300 mílna fjarlægð hjá honum sjálfum. Þetta er viðurkennt af öðrum þjóðum, sem oss er engin minnkun að taka oss til fyrirmyndar. í stjórnar athöfnum þurfum vjer ekki að taka Dani oss til fyrirmyndar, því að stjórnarhyggindi eru ekki þeirra sterka hlið. Þar á móti ættum vjer að taka Englendinga oss til fyrirmyndar, því að þeir eru álitnir stjórnfræðingar miklir. í aukalöndum sínum hafa þeir landstjórn líka þeirri, sem hjer er farið fram á, og löggefandi þing; landstjórarnir í aukalöndunum staðfesta lög þingsins, nema í sjerleg- um merkismálum má skjóta staðfesting laganna heim til móðurlandsins. Þessi stjórnarregla er og við höfð á sumum smáeyjunum í kring um England, t. d. Mön, svo og á 2 eyjum fyrir sunnan England. Á annari þeirra liefur land- stjórinn neitandi vald, en á hinni ekki. Þegar þetta er aðgætt, er mjer alls eigi skiljanlegt, hvaða torveldleikar geta ver- ið á því, að ísland geti liaft svipaða stjórnarskipun eins og þessi aukalönd Englendinga, sem skipta tugum í öllum heimsálfum. Þegar jeg svo lít til sögu íslands, var vegnun þess og velgengni mest þeg- ar landið átti með sig sjálft, þegar lnis- bóndinn va-r heima, þegar stjórnin var í landinu. En nú um 600 ár hefur hús- bóndinn verið út í löndum, og um þann tíma hefur oss þokað aptur á bak. Jeg álít ekki tilhlýðilegt að vantreysta því að stjórn og konungur failist á frumv. þetta, og í því trausti lýsi jeg yflr, að jeg er fastráðinn í að fylgja þessu máli fram. Ben. Kristjánss. þakkaði H. Sv. fyrir undirtektir hans undir þetta mál. Hann svaraði landsh. mjög greinilega og vel, og sagði meðal annars: „En úr því að vjer megum ekki fara eptir vilja kjósenda vorrra sannfæringarlaust, — sem er alveg rjett, — hví er þá hvað eptir annað verið að ota að oss skoð- unum og vilja stjórnarinnar ? Eiga þá þingmenn fremur að fylgja skoðunum hennar og vilja ? Jeg segi nei. Þing- menn eiga að lialda því fram, semþeir telja liappasælast, æskilegast og bezt“; og það munu allir þingmenn gjöra „þótt eigi sjeu þeir áminntir um það“. Landshöfð. svaraði aptur og kvaðst ekki vera að ota fram skoðuuum stjórn- arinnar, heldur að eins lýsa yfir skoðun hennar. Með frumvarpinu töluðu einnig Sigliv. Arnason, Jak. Guðmundss. og Ascjeir Einarss. Af liinum konungkjörnu liöfðu þann-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.