Þjóðólfur - 05.09.1885, Side 4
136
ig ekki aðrir' talað neitt í þessu máli
en H. Sveinss.
Yið atkvæðagreiðsluna var feld breyt-
till. M. St. og H. Sv.; en breyttill. nefnd-
arinnar allar samþykktar og hinar ein-
stöku greinar sömleiðis, flestar í einu
iiljóði. Að lyktum var frumv. vísað
til 3. umr. með 8 samliljóða atkvæðum
(Á. Thorsteinsson, L. Sveinbj. og M.
Steph. sátu).
3. umrœða 22. ágúst.
Fjarverandi vóru: P. Pjeturson, M.
Steph. og L. Sveinbjörnss. Af þeim, sem
ekki höfðu talað áður, talaði nú Sh.
Þorvarðarson og mælti með frumv. Að
öðru leyti urðu litlar umræður. Var
svo frumv. samþykkt með 7 atkv. móti
éínu (o: J. Pjeturss.).
Lög frá alþingi 1885.
X. L. um MuttöJcu safnaða í veit-
ingu hrauða (Niðrl.)...... 9. Ef að
minsta kosti helmingr safnaðarlima
þeirra í prestakallinu, er kosningarrétt
hafa, hafa tekið þátt í kosningunni og
einhver af umsækjendum hefir hlotið
að minsta kosti helming atkvæða þeirra,
er greidd hafa verið, verðr honum geflð
veitingarbréf af hlutaðeigandi stjórnar-
valdi, hafi kosningin farið fram eftir
3.—8. gr. laga þessara, eða séu eigi
þeir gallar á, sem eltir atvikum geti
liaft veruleg árlirif á úrslit hennar;
ella skal við veiting embættisins taka i
það tillit til þeirra óska, er hafa komið
fram af hálfu safnaðarins, er álitið
verðr að rétt sé. -— 10. Nú hefir laust
brauð verið auglýst á venjulegan hátt, |
og inn ákveðni umsóknarfrestr er út-
runninn, og hafi þá ekki nema einn,
er fullnægir inum almennu skilyrðum
fyrir að þjóna prestsembætti í þjóðkyrk-
junni, sótt um brauðið, þá skal eftir
kosningarreglum laga þessara leita til-
lögu safnaðarins um, hvort hann heldr
kjósi að brauðið verði veitt þessum eina
umsækjanda, eða prestsþjónusta í brauð-
inu verði fyrst um sinn falin á hendr J
nágrannapresti eða nágrannaprestum, i
verði því við komið, eða settr verði j
prostr til að þjóna brauðinu til bráða-
birgða, geti hann fengizt, .11. Kostnaði
við prestakosningnr skulu sóknarnefnd-
irnar jafna niðr á alla safnaðarmenn í
prestakallinu, þá er atkvæðisrétt hafa
samkv. 3. gr. Eindagi á því gjaldi er
inn fjórtándi dagr, frá því niðurjöfnunin,
og hverjum greiða skuli, var auglýst á
kyrkjufundi. Kærur út af fjárheimtu
þessari er heimilt að bera upp á hér-
aðsfundi prófastsdæmsins, og leggur
hann fullnaðarúrskurð á málið. Rétt
er að taka gjöld þessi lögtaki. — 12.
j Lög þessi öðlast gildi 1. dag janúar-
! mánaðar 1887.
XIV. L. um lögtaJc og fjárnám. —
Aðalefni stj.frvs. er áðr frá skýrt í
„Þjóð“. No. 27., bls. 106. Einu verul.
efnisbreytingar, sem á því urðu í þing-
inu, voru: að í 2. tölul. 1 gr. var sett:
„gjöld“ í stað: „eftirstöðvar af gjöldum";
svo var og bætt inn í sömu gr. nýjum
tölul.: „Álag eftir úttekt samkv. 1. 12.
jan. 1884. um bygging, ábúð og úttekt
jarða, þó með þeim afbrigðum frá fyrir-
mælum þessara laga, sem leiða af því,
að lögtakið á fram að fara tafarlaust
og framkvæmast af úttektarmönnum
(sbr. 1. nr. 1. 12.jan. 1884, 33. gr.)“.
XV. L. um þjöðjarða-sölu — Ráðgj.
veitt heimild til að selja ábúendum þess-
ar jarðir fyrir viðsett verð:
1. Böggversstaði í Vallnahreppi, Kr.
ásamt hjáleigunni Árgerði . 6,500
2. Ásgerðarstaðasel í Skriðu-
hreppi..................... 900
3. Hrísa í Húnavatnssýslu . . 2,500
4. Brekku í sömu sýslu . . . 3,800
5. Akur í sömu sýslu .... 3,000
6. Skinnas'taði í sömu sýslu. . 2,250
7. Húsnstaði í sörnu sýslu . . 2,000
8. Hæli í söniu sýslu . . . . 1,950
9. Hafragil í Skagafjarðarsýslu 2,500
10. Skíðastaði í sömu sýslu með
hjáleigunni Herjólfsstöðnm . 5,000
11. Hafsteinsstaði í sömu sýslu 2,400
12. Veðramót í sömu sýslu . . 5,000
13. Svínadal í Leiðvallarhreppi 1,350
14. Gröf í sama hreppi . . . 1,200
15. Brekku í Rosmhvalaneshreppi 1,400
16. Eyðijörðina Efriströnd
í Rangárvallasýslu . . . 350
17. Vík í Dyrhólahreppi . . . 6,000
og er þar með úr gildi num-
inn 1. töluliður í 1. gr. laga
8. nóvbr. 1883. —
Enn fremr að selja Reykja-
víkrkaupstað:
18. Rauðará með afbýlinu
Lækjarbakka fyrir . . . 2,400
Heimild sú, sem veitt er til sölu
þessarar, gildir að eins til 31. des. 1890.
1N ENDRSKOÐAÐA
STJÓRNARSKRÁ.
Stjórnarskipunarlög um in sérstak-
legu málefni íslands, samþykkt af
báðum deildum alþingis 1885.
I.
1. í öllum þeim málefnum, sem varða
ísland sérstaklega, hefir landið löggjöf
sína, dómsvald og stjórn út af fyrir sig,
á þann hátt, að löggjafarvaldið er hjá
konungi og alþingi í sameiningu, fram-
kvæmdarvaldið lijá konungi og dóms-
valdið hjá dómendum.
2. In sérstaklegu málefni landsins
eru þessi:
1. In borgaralegu lög, hegningarlög-
in og dómgæzlan, er hér að lýtr.
2. Lögreglumálefni.
3. Kyrkju- og kenslumálefni.
4. Lækna- og heilbrigðismálefni.
5. Sveita- og fátækramálefni.
6. Vegir og póstgöngur landsins.
7. Landbúnaðr, fiskiveiðar, verzlun
og aðrir atvinnuvegir.
8. Skattmál bein og óbein.
9. Þjóðeignir, alþjóðlegar stofnanir
og sjóðir.
Meðan ísland hefir ekki fulltrúa á
ríkisþinginu, en það er komið undir
bæði alþingi og löggjafarvaldi ríkisins,
leggr landið ekkert til almennra ríkis-
þarfa. Enáhinn bóginn tekrþaðheldr
engan þátt á meðan í löggjafarvaldinu
um almenn ríkismál.
3. Konungr hefir ið æðsta vald yfir
öllum inum sérstaklegu málefnum lands-
ins með þeim takmörkunum, sem settar
eru í stjórnarskrá þessari, og lætr land-
stjóra, sem hefir aðsetr sitt í landinu,
framkvæma það.
4. Konungr skal vinna eið að stjórn-
arskrá íslands. Af eiðstaf konungs skal
gjöra 2 samhljóða frumrit, og skal senda
alþingi annað þeirra til geymslu, en
hitt skal geyma í leyndaskjalasafninu.
5. Konungr er ábyrgðarlaus; hann
er heilagr og friðhelgr.
0. Konungr skipar landstjóra og
víkr honnm frá völdum. Landstjóri