Þjóðólfur - 05.09.1885, Page 5

Þjóðólfur - 05.09.1885, Page 5
137 hefir í umhoði konungs ið æðsta vald í öllum sérstökum málefnum landsins, svo sem mælt er fyrir í stjórnajrskrá þessari. Laun landstjóra skal ákveða með lögum. 7. Landstjóri tekr sér ráðgjafa og getr vikið þeim úr völdum. Ráðgjaf- arnir hafa á hendi stjórnarstörfin og alla áhyrgð á þeim. Áhyrgð þessa skal ákveða með lögum. Undirskrift konungs eða landstjóra í umhoði lians undir ályktanir þær, er snerta löggjöf og stjórn, veitir þeim gildi, þá er einn ráðgjafi eða fleiri skrifa undir með honum. Eáðgjafi sá, er undir ályktun ritar með konungi eða landstjóra, ber áhyrgð af henni. 8. Eáðgjafar skulu eigi vera fleiri en þrír, og skal einn vera æðstr þeirra. Landstjóri og ráðgjafar er landsráð og landstjóri forseti þess. í landsráðinu skal ræða lagafrumvörp öll og mikils- verð stjónarmálefni. Deyi landstjóri eða hindrist á annan hátt, stendr inn æðsti ráðgjafi fyrir stjórn, þangað til konungr nefnir annan landstjóra, eða landstjóri tekr aftr við stjórninni. 9. Landstjóri eða neðri deild alþing- is getr kært ráðgjafana fyrir embættis- rekstr þeirra. í þeim málum dæmir landsdómr. 10. Konungr eða landstjóri veitir öll þess konar embætti, sem konungr hefir veitt hingað til. Breyting má á þessu gjöra með lögum. Engan má skipa embættismann í landinu, nema hann hafi in almennu réttindi innborinna manna, og þar á ofan hafi fært sönnur á, að hann hafi fullnægt inum gildandi ákvæðum um kunnáttu í máli landsins. Hver emhættismaðr skal vinna eið að stjórnarskránni. — Konungr eða land- stjóri geta vikið embættismönnum frá, og fer þá um eftirlaun þeirra, svo sem lög mæla fyrir. Konungr eða landstjóri getr flutt embættismenn úr einu em- bætti í annað, þó svo, að þeir missi einskis í af embættistekjum, og að þeim sé gefinn kostr á að kjósa, hvort þeir vilji heldr embættaskiftin, eðaþá lausn frá embætti með eftirlaunum þeim, sem almennar reglur ákveða. Með lögum má undan skilja ýmsa embættismannaflokka, auk embættismanna þeirra, sem nefndir eru í 53. grein. 11. Landstjóri stefnir saman reglu- legu alþingi annaðhvort ár. Án sam- þykkis landstjóra má þingið eigi setu eiga lengr en 10 vikur. Breyta má þess- um ákvæðum með lögum. 12. Landstjóri getr frestað fundum ins reglulega alþingis um tiltekinn tíma, en þó ekki lengr en 4 vikur ,nema al- þingi samþykki það, og ekki nema einu sinni á ári. 13. Landstjóri getr rofið aðra eða báðar deildir alþingis, og skal þá stofna til nýrra kosninga, áðr tveir mánuðir sé liðnir frá því þingið var rofið, og skal þá stefna þinginu saman aftr næsta j ár á eftir, að það var roíið. 14. Landstjóri getr stefnt alþingi saman til aukafunda, og ræðr liann, liversu langa setu það þá skuli eiga 15. Landsstjórnin getr lagt fyrir al- þingi frumvörp til laga og ályktana 16. Undirskrift konungs eða land- stjóra þarf til þess, að veita ályktunum alþingis lagagildi. Landstjóri annast um, að lögin verði birt og að þeim verði fullnægt. Sé lagafrumvarp, sem alþingi liefir fallizt á, ekki staðfest á undan næsta reglulegu alþingi, er það fallið niðr. Staðfesting. konungs þarf til breytingar á stjórnarskránni eða við- auka við hana, svo sem síðar er fyrir mælt í 71. gr. 17. Þegar brýna nauðsyn ber til, getr konungr eða landstjóri gefið út bráða- birgðalög milli alþinga; þó mega slík lög ekki koma í bága við stjórnarskrána, og ávallt skulu þau lögð fyrir næsta alþingi á eftir. 18. Konungr eða landstjóri veitir leyfi þau og undanþágur frá lögum, sem tíðkazt Liafa, eftir reglum þeim, sem farið liefir verið eftir liingað til. 19. Konungr náðar menn og veitir almenna uppgjöf á sökum. Ráðgjöfun- um getr hann eigi gefið upp sakir fyrir brot á stjórnarskránni, nema því að eins, að neðri deild alþingis samþykki. II. 20. Á alþingi eiga setu 36 þjóð- kjörnir menn. Kosning þeirra gildir venjulega fyrir 6 ára tímabil. Deyi nokkur eða fari frá af þeim, sem kosnir eru til þingsetu, meðan á kjörtímanum stendr, skal kjósa annan í hans stað til þingsetu fyrir það tímabil, sem eftir er af kjörtímanum. 21. Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í efri þingdeild sitja 12 menn, er kjósa skal um land allt eftir ákvæðum þeim, er sett verða í kosningarlögunum. í neðri deild sitja 24 þingmenn, kosnir i kjördæmum. Tölu þingmanna mábreyta með lögum. 22. Kosningarrétt til alþingis Liafa: a. allir búandi menn, húsmenn, borg- arar, þurrabúðarmenn, og aðrir liús- ráðendr, sem greiða gjald til al- mennra þarfa; b. embættismenn, hvort sem þeir liafa konunglegt veitingarbréf eða þeir eru skipaðir af þeim, sem konungr liefir veitt lieimild til þess; c. þeir, sem tekið liafa lærdómspróf við háskólann, prestaskólann eða læknaskólann í Reykjavík, eða eitt- livert annað þess háttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekki sé þeir í embætti, ef þeir eru ekld öðrum háðir. Þó getr enginn átt kosningarrétt, nema hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri, þegar kosningin fer fram, hafi óflekkað mannorð, lnifi verið heimilis- fastr í kjördæminu eitt ár, sé fjár síns ráðandi og honum sé ekki lagt af sveit, eða, hafi hann þegið sveitarstyrk, að hann þá liafi endrgoldið liann eða hon- um liafi verið gefinn liann upp. Með lögum má veita konum kosn- ingarrétt til alþingis. 23. Kjörgengr til alþingis er hver sá, sem liefir kosningarrétt samkvæmt því, sem nú var sagt, ef hann 1. ekki er þegn annars ríkis eða er í þjónustu þess; 2. liefir að minsta kosti í síðustu 5 ár verið í löndum- þeim í norðrálfunni, sem liggja undir Danaveldi. Kjörgengi til efri deildar skal þó bundið við 35 ára aldr. Kjósa má þann mann, sem á heima utan kjördæmis, eða hefir verið innan kjördæmis skemr en eitt ár.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.