Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.09.1885, Qupperneq 6

Þjóðólfur - 05.09.1885, Qupperneq 6
138 Nákvæmari reglur um kosningar verða settar í kosningarlögum. m. 24. Alþingi skal koma saman fyrsta virkan dag í júlímánuði annaðhvort ár, haíi landstjóri ekki til tekið annan sam- komudag sama ár. Með lögum má ákveða, að ið reglu- lega alþingi komi oftar saman eðr á öðrum tíma. 25. Samkomustaðr alþingis eríReykja- vik. t>ó getr landstjóri eftir atvikum skipað fyrir um, að alþingi komi saman á öðrum stað í landinu. 26. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess eða frelsi. 27. Alþingi sker sjálft úr, hvort þing- menn þess sé löglega kosnir. 28. Sérhver nýr þingmaðr skal vinna eið að stjórnarskránni, undir eins og viðrkennt er, að kosning hans sé gild. 29. Alþingismenn eru eingöngu bundn- ir við sannfæring sína og eigi við nein- ar reglur frá kjósendum sínum. Embættismenn þeir, sem kosnir eru til alþingis, þurfa ekki leyfi stjónarinnar til þess að þiggja kosninguna, en skyldir eru þeir til, án kostnaðar fyrir lands- sjóðinn, að annast um, að embættis- störfum þeirra verði gegnt á þann hátt, sem stjórnin telr nægja. 30. Hvor þingdeild á rétt á, að bera upp frumvörp til laga og ályktana og samþykkja þau fyrir sitt leyti; einnig má hvor þingdeildin fyrir sig senda konungi eða landstjóra ávörp. 31. Hvor þingdeild getr sett nefndir af þingmönnum til þess, að rannsaka mikils varðandi málefni. Þingdeildin getr veitt nefndum þessum rétt á að heimta skýrslur, munnlegar og bréfleg- ar, bæði af embættismönnum ogöðrum. 32. Engan skatt má á leggja, né breyta, né aftaka, nema með lögum; ekki má heldr taka lán, er skuldbindi landið, né selja eða á annan hátt láta af hendi neina af fasteignum landsins, nema slíkt sé með lögum ákveðið. 33. Ekkert gjald má greiða afhendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. 34. Jafnskjótt sem ið reglulega al- þingi er komið saman, skal leggja fyrir það frumvarp til fjárlaga fyrir fjárhags- tímabilið, sem í liönd fer. Með tekjun- um skal telja bæði ið fasta tillag og aukatillagið úr inum almenna ríkissjóði. Gjöld, sem ákveðin eru með eldri lögum, tilskipunum, konungsúrskurðum, eða öðrum gildum ákvæðum, skal, þang- að til breyting verðr á því gjörð með lögum, til færa í fjárlögunum, svo sem gjöld þessi hafa ákveðin verið. Frumvarpið til fjárlaganna og eins frumvörp til fjáraukalaga skal jafnan fyrst leggja fyrir neðri deild alþingis. 35. Hvor þingdeild kýs yfirskoðunar- mann, og skulu þeim veitt laun fyrir starfa sinn. Yfirskoðunarmenn þessir eiga að gagnskoða reikninga hvers árs um tekjur og gjöld landsins og gæta þess, að tekjur landsins sé þar allar taldar og að ekkert hafi verið goldið út án heimildar. Þeir geta krafizt að fá allar skýrslur þær og skjöl, sem þeim þykir þurfa. Síðan skal semja reikning fyrir fjárhagstímabilið, ogleggja hann fyrir alþingi ásamt með athuga- semdum yfirskoðunarmanna, til fulln- aðarúrslita. 36. Ekkert lagafrumvarp má sam- þykkja til fullnaðar, fyr en það hefir verið rætt þrisvar í hvorri þingdeild. 37. Þegar lagafrumvarp er samþykt í annari hvorri þingdeildinni, skal það lagt fyrir Iiina þingdeildina í því formi, sem það er samþykt í. Yerði þar breytingar á gjörðar, gengr það aftr til innar fyrri þingdeildar. Verði hér aftr gjörðar breytingar, fer frumvarpið af nýju til hinnar deildarinnar. Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deild- irnar saman í eina málstofu, og leiðir alþingi þá málið mikið til lykta eftir eina umræðu. Þegar alþingi þannig myndar eina málstofu, þarf til þess, að gjörð verði fullnaðar-ályktun á máli, að tveir þriðjungar þingmanna lir hvorri deild sé á fundi og eigi þátt í atkvæða- greiðslunni; ræðr þá atkvæðafjöldi úr- slitum um in einstöku málsatriði; en til þess að lagafrumvarp, að undan- skildum frumvörpum til fjárlaga og fjáraukalaga, verði samþykt í heild sinni, þarf aftr á móti að minsta kosti að tveir þriðjungar atkvæða þeirra, sem greidd eru, sé með frumvarpinu. 38. Meðan alþingi stendr, má ekki taka neinn alþingismann fastan fyrir skuldir án samþykkis þeirrar deildar, er liann sitr í, né heldr setja hann í varðhald eða höfða mál á móti honum, nema hann sé staðinn að glæp. Enginn alþingismaðr verðr krafinn til ábirgðar utan þings fyrir það, sem hann hefir talað á þinginu, nema þing- deildin, sem hann á sæti í, leyfi. 39. Ef sú breyting, er sviptir mann kjörgengi, verðr á högum þess manns, er löglega er kosinn, missir hann rétt þann, er kosningunni fylgir. 40. Ráðgjöfunum skal heimilt vegna embættisstöðu sinnar að sitja á alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í um- ræðunum, eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt hafa ráðgjafar því að eins, að þeir sé kosnir alþingismenn. 41. Hvor þingdeild og eins ið sam- einaða alþingi kýs sjálft forseta sinn og varaforseta. 42. Hvorug þingdeildin má gjöra á- lyktun um neitt, nema að minsta kosti tveir þriðjungar þingmanna sé á fundi og greiði þar atkvæði. 43. Heimilt er þingmanni að bera upp í þeirri þingdeild, er hann á sæti í, livert það málefni, er almenning varð- ar, er þingdeildin leyfir, og beiðast skýrslu um það. 44. Hvorug þingdeildin má taka nokkurt málefni til meðferðar á þingi, nema einhver þingdeildarmanna taki það að sér til flutnings. 45. Þyki þingdeild ekki ástæða til, að gjöra ályktun um eitthvert málefni, þá getr hún vísað því til landstjórn- arinnar. 46. Fundi beggja þingdeilda og ins sameinaða alþingis skal halda í heyr- anda hljóði. Þó getr forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpunum, krafizt, að öllum utan- þingsmönnum sé vísað burt, og skal þá þingið eða þingdeild sú, er hlut á að máli, skera úr, hvort ræða skuli málcfnið í heyranda hljóði eða eigi. 47. Þingsköp ins sameinaða alþingis og beggja þingdeilda skal setja með lögum.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.