Þjóðólfur - 05.09.1885, Page 7
139
IV.
48. Landsdómr skal skipaðr dómend-
um ins æðsta dómstóls innanlands og
öllum þingmönnum efri deildar. Ryðja
má sá, er ákærðr er, allt að 5 menn
úr dómi, þó svo, að jafnan sitji dóminn
eigi færri en 2 dómendr ins æðsta dóm -
stóls. Jafnan skal tala dómenda á
stöku standa, og skal því, ef til kemr,
einn úr víkja eftir lilutkesti. Lands-
dómr velr forseta sinn. Endi kjörtími,
meðan á máli stendr í landsdómi, halda
þó efri deildar menn sæti sínu í dómin-
um. Réttarfarið við dóm þennan skal
ákveða með lögum.
49. Landsdómr einn dæmir í þeim
málum, er landstjóri eða neðri deild al-
þingis býr til á hendr ráðgjöfunum. Með
leyfi neðri deildar getr landstjóri einnig
kært aðra menn íyrir þessum dómi fyrir
glæpi, er einkar-hættulegirþykja landinu.
50. Skipun dómsvaldsins skal á-
kveða með lögum.
51. Dómendr skera úr öllum ágrein-
ingi um embættistakmörk yfirvaldanna.
Þó getr sá, sem þar um ieitar úrskurð-
ar, ekki komið sér hjá að hlýða yfir-
vaidsboði í bráð, með því að skjóta mál-
inu til dóms.
52. Dómsvaidið skal greina frá um-
boðsvaldinu með lögum.
53. Dómendr skulu í embættisverk-
um sínum fara einungis eftir lögunum.
Þeim dómendum, sem ekki liafa að auk
umboðsstörf á hendi, verðr ekki vikið
úr embætti nema með dómi, og ekki
verða þeir heldr fluttir í annað embætti
á móti vilja þeirra, nema þegar verið
er að koma nýrri skipun á dómstólana.
Þó má veita þeim dómara, sem orðinn
er fullra 65 ára gamall, lausn frá em-
bætti, en eigi skal hann missa neins í
af launum sínum.
‘V.
54. In evangelisk-lúterska kyrkja er
þjóðkyrkja landsins, og skal þjóðfélagið
því styðja hana og vernda.
Sambandinu milli þjóðkyrkju og
landstjórnar skal skipa með lögnm.
55. Landsmenn eiga rétt á að stofna
félög til að þjóna guði með þeim liætti,
sem beztá við sannfæringu livers eins.
Þó má eigi kenna eða fremja neitt, sem
er gagnstætt góðu siðferði og alsherjar-
reglu.
56. Rétt-indi trúfélaga þeirra, sem
frábrugðin eru þjóðkyrkjunni, skal á-
kveða með lagaboði.
57. Enginn má missa neins í af þegn-
réttindum sakir trúbragða sinna, né
heldr þeirra vegna skorast undan al-
mennri félagsskyldu. (Niðrlag í næsta M.).
Reykjavík. 5. sept.
— Próf í guðfræði á prestaskól. gengu ]>eir
undir í f. m. Ólafr Ólafsson og Pálmi Þórodds-
son; fengu báðir 1. eink.
— Embætti or/ sýslanir. — l.þ. m. var Fells
prestak. í Sléttulilíð veitt cand. theol. Pálma
Þóroddssyni' — 4. s. m. var Lundar prestak. í
Borgarf. veitt cand. theol. Olafi Olafssyni. Um
hvorugt þetta hrauð sóttu aðir.
— 29. júlí var cand. phil. Geir Zoéga og
kennara Þorv. Thoroddssen veitt sitt adjúnkts-
emhætti hvorum við latínuskólann, inum síðar-
nefnda frá 1. okt. að telja.
— 28. ágúst dócent sr. Helgi Hálfdánarson
settr fyrst um sinn til að þjóna lektorsemh. við
prestaskólann frá 1. okt. — S. d. séra ÞórhaUr
Bjarnarson settr til að gegna emh. séra Helga
(1. dócents) við sama skóla frá sama degi.
— 29. f. m. umhoðsm. Asm. Sveinssyni vik-
ið frá umhoðsstörfum (Arnarstapa umb.), en
kaupm., alþm. Holger Clausen falið að innheimta
umboðstekjurnar fyrst um sinn.
Hafnarfirði, 10. ágúst.
—Þilskipin. Fiskiskip „Palmen“, (dönsk eign)
skipli. Andresen, kom inu 7. þ. m. eptir rúma
5 vikna útivist með c. 10,000 af fiski.
Fiskiskip „Enigheden“ (Nikulásar i Norðr-
koti), skiph. Gisli' Þórðarson, kom inn 7. ]>. m.
eftir 6 vikna útivist með c. 5000 af fiski.
Fiskiskip „Geysir“ (Kristjáns sýslum. o. fl.)
skiph. Guðm. Olafsson, kom inn 7. ]>. m. eftir
5 vikna útivist með frá 3—4 þúsund af fiski.
Fiskiskip „Ane Mathilde11 (Klem. Egilssonar),
skipli. H. Árnason, kom inn 8. þ. m. eftir 5
vikna útivist með hálft sjötta þúsund af fiski.
Bréfaskrína „ Þjóðól fs “.
3. Getr það verið rétt, sem stendr í „Alman-
aki fyrir hvernmann“, að þeir einir sé skyldir
að gjalda presti dagsverk, og kyrkju Ijóstoll, sem
tíunda Va hundrað eða meira ? — Forvitinn.
Svar: Já, það, sem stendr í almanakinu, er
rétt1. En þar stendr: „Þö er enginn skyldr
1 í „Þjó(5ólfi“, aukahl. við XXXVI, 29, 30.
júli f. á. er leiðrétt prentvilla á 64hls., 3. — 5.
1. a. n. í Almanakinu; þar á að standa: „er
hú eðr hús halda og vinnuhjú, svo giftir sem
ógiftir, karlar sem konur; lausamenn og hús-
menn, þeir er eigi halda hjú, svo og vinnu-
hjú, gjaldi . . . “.
ljóstoll að gjalda, nema hann eigi að minsta
kosti Va hdr. (hvort sem hann tiundar það sjatfr
eða annar). Venja, sem þessu er gagnstæð, er
heimildarlaus að lögum“. Á hls. 236 og 237 í
kyrkjurétti Jóns Pétrssonar háyfirdómara getið
þér séð ljós rök fyrir, á hverju þetta er hygt,
og að það er áreiðanlegt.
4. Hvað á ég að gjalda presti fyrir að gifta
mig? Beykvikingr.
Svar: 6 álnir eftir varðlagsskrár meðalverði
(þ. e. í ár: 3 kr. 72 au.).
5. Eg á að horga presti dagsverk. Ef ég
vil vinna það af mér, þarf ég þá að vinna
meira en 1 dag lijá presti, þótt honum þyki verk
mitt ekki virði þess, sem í verðlagskrá stendr?
Og er prestr skyldr að fœða mig þann dag? F.
Svar: Þér verðið að vinna hjá presti 1 dag
um heyannir, og verðr verk yðar að vera með-
almanns verk eins og gjörist. Til rneira eruð
þér ekki skyldr. Þér eruð engin sök í þvi, þótt
dagsverkið sé of hátt metið i verðlagsskránni.
Prestrinn á að fæða yðr þann dag, er þér vinn-
ið honum.
6. Prestr minn jarðaði lík og hélt rœðu yfir
að bón minni. Hann tók fyrir það 7 kr. Atti
hann heimting á svo miklu? K.
Svar: Líksöngseyrir, sem prestr á heimting
á, er 6 al., og er það hátt á 4 kr. eftir verð-
lagsskránni i sýslu yðar. Fyrir likræðu ber
presti „sómasamleg borgun“. Þér hafið að eins
greitt honum liðugar 3 kr. fyrir ræðuna, og er
það svo litið, að vart getr heitið „sómasamleg“
borgun. Fyrir að yrkja grafskrift borgar varla
neinn minna en 10 kr., og prestrinn á sannlega
eins fyrir sina ræðu. Prestr yðar liefir því sett
yðr mjög ódýrt likræðuna.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.)
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Mjöfi- ódýrar útlendar hækur
fást með þvi að snúa sjer til undirskifaðs hók-
sala, sem sel hæði nýjar og brúkaðar bækur og
sem nýlega hefi keypt bókaleifar ýmsra stærri
hóksala, svo sem Riemenschneiders og fl., er
jeg sel með miklum afslætti; ihaust gef jegút
skrá yfir ýmsar bækur niðursettar. Þeir, er
óska, fá þá skrá senda ókeypis.
Jeg annast og kau pbóka þeirra, er jeg ekki
kann að hafa sjálfur: enskar, þýzkar og fransk-
ar hækur með miklu hetra verði en lijer gerist
vanalega.
Jeg leyfi mjer hjermeð að hjóða hinum mennt-
unargjörnu og fróðleiksfúsu Islendingum að eiga
kaup við mig um þær útlendar bækur, er þeir
vilja og þurfa að fá.
Menn geta sent pantanskrár sinar til nún
eða herra verzlanmanns Bjarnar Sigurðarsonar
á Oddeyri við Eyjafjörð, er min vegna gefur
þær upplýsingar, er með þarf.
Utanáskript til mín er:
Boghandler I. L. Wulff, Skindergade 22.
Kjöbenhavn, K.
Eptir 20. sept. n. k. er utanáskript hr.
Bjarnar Sigurðssonar líka: Skindergade 22.
255r.] Kjöbenhavn, K.