Lanztíðindi - 06.04.1850, Blaðsíða 1
LANZTIÐINDI.
185«
6. April.
15.
1. Ár.
(Aðsent).
I „frumvarpi því til grundvallarlaga Is-
lands“, sem nýkomið er út á prenti, er skorað
á lanztiðindin að segja álit sitt bæði um það
yíirliöfuð og liverja grein þess sjerílagi. 3>að
yrði oflángt mál og omögulegt fyrir oss sök-
um rúmleysis í blaðinu að fullnægja þessum
tilmælum að öllu leiti; en til þessþó að sýna
einhvern lit á jiví, viljum vjer fara um frum-
varp þetta nokkrum orðum.
Frumvarpið ber óneytanlega vott um ein-
lægan vilja og vifleitni höfundarins til að
gefa mönnum eitthvort sýnishorn af saman-
hángandi stjórnarlags skrá handa Islandi og
að þvi leiti sem frumvarpið, eins og hvað
annað, sem ritað er og ræðt í heyranda hljóði
um málefni þetta, getur verið meðal til að
vekja athygli manna á verkefni þjoðfundar-
ins í sumar, þá álítum vjer viðleitni þessa vel
virðandi; en að hinu leitinu þykir oss ísjár-
vert að senda allri alþýðu beinlínis uppástúng-
ur um svo mikilsvarðandi málefni, án þess að
koma með nokkra ástæðu fyrir uppástúngum
sínurn, og þó menn seigi, að uppástúngurn-
ar sjeu ekki annað og eigi ekki að vera ann-
að en umhugsunarefni fyrir aðra og meðhald
þeirra og mótbárur sjeu þær ástæður, sem
eigi að fella eða staðfesta það, sem uppá er
stúngið, þá er þó auðsjeð, að ástæðuleysi
höfundarins getur því fremur frestað því leing-
ur eða skemur, að uppástúngur hans verði
rjett dæmdar, sem það eru litlar likur til, að
nokkrum verði jafn fljótsjeð og honum sjálf-
um, hverjar ástæður komu honum til þess
að lagaj uppástúngur sínar svona, en ekki
öðruvisi. 5ó þessar ástæður vanti nú með
öllu af hálfu höfundarins, þá viljum vjer ei
að síður fara fáeinum orðum um þau atriði
frumvarpsins, er oss þykja á livað minnstum
rökum bygð og sem oss virðast bersýnileg-
ast geta orðið úrsliti málefnisins að slisum,
væri þeim ekki breytt; en sökum rúmleysis
getum vjer hvorki gjört athugasemdir við það
alltsaman, nje sýnt hitt, sem og er minna í
varið, hve ruglíngsleg niðurskipan efnisins er,
þar sem höfundurinn víkur frá grundvallar-
lögum Dana, sem hann auðsjáanlega hefur
haft fyrir sjer. I 17. gr. frumv., er stúngið
uppá, að 3 stjórnarherrar skipti með sjer
stjórnarmálefnum lanzins, er ekki getur mið-
að til annárs en þess, að hver stjórnarherra
fyrir sig fái fullkomna ábirgð á gjörðum sínum;
en seinast í grein þessari er stjórnarherrunum
ætlað að hafa í sameiníngu skólastjórn og
brauðaveitíngar, og að því leiti sem það er aðal-
galli allrar íjelagsstjórnar hjer á landi, að á-
birgð hennar hlýtur að verða þýðíngarlítil, þá
sjáum vjer ekki betur en að þessihluti grein-
arinnar komist i beina mótsögn við þá ástæðu,
sem hin fyrri uppástúngan er að líkindum-
bygð á. Vjer getum þó ekki ætlað, að höf-
undinum hafi þótt þessi stjórnaratriði svo lít-
ils umvarðandi, að hann í raun og veru vilji
þó ekki æskja þjóð sinni jafn skýlausrar á-
birgöar á þeim sem öðrum. Jiegar vjer ber-
uin saman 16. 26. 27. 30. 38. og 41.gr. frum-
varpsins, þá virðist oss hugmynd höfundarins
um löggjafarvaldið veranokkuð á reiki; í 30.
gr. er það einúngis tekið fram, að löggjafar-
valdið sje í höndum þjóðarinnar, og að þetta
löggjafarvald sje fólgið bæði í að semja og
samþykkja lagafrumvörp er auðsjeð af 38.
gr., svo eptir þessuin greinum liefur einúng-
is þjóðin eða alþíng löggjafarvald, en kon-