Lanztíðindi - 06.04.1850, Blaðsíða 2
úngur ekki; en þó kemur sú mótsögn í 26.
gr., a& konúngur skuli leggja Jfyrir alþíng frum-
vörp til laga og tilskipana, auk þess sem
hann eptir 27. gr. má gefa bráðabyrg&ar lög
og eptir 16. gr. á hann eð gilda lögin með
eigin undirskrift, svo eptir þessum greinum
verður lögjafarvaldiö bæði i höndum konúngs
og þjóðarinnar, eins og lika mun vera öld-
úngis rjett í sjálfu sjer. -Eptir 41. gr. virðist
oss samþykki konúngs eða samkomulag hans
og þingsins um lögin verða næsta þýðíngar-
lítið, því þó t. a, m. eitt þíng og konúngur
verði ásátt um eitthvert laga frumvarp og
hann samþykki það, þá getur það ekki orð-
ið að lögum fyrren eptir 4 ár, að þíngið er
búið að tvítaka aptur samþykki sitt og virð-
ast oss það óþarfar vífileingjur þegar þíng og
konúngur. geta_á annað borð komið sjer strax
saman. Vjer ætlum þvi, að aðalefni allra
þessara greina hefði getað með minni mót-
sögnum og hrakníngi komist í eina grein lijer-
umbil á þessa leið: „lögjafarvaldið er í hönd-
um konúngs og þjóöarinnar þannig: bæði al-
þíng og konúngur hefur rjett á að koma með
uppástúngur til lagafrumvarps; uppástúngurn-
ar leggjast fyrir 1 eða fleiri lögfróða menn,
sem til þess eru settir að semja lagafrum-
vörp; frumvörpin eru síðan lögð fyrir þíngið,
sem þá ræðir þau og sendir þau síðan kon-
úngi með sínum breytíngum, en vilji kon-
úngur ekki fallast á frumvarpið, sendir hann
það þínginu aptur til meðferðar og má hann
svo gjöra tvisvar; en fallist hann ekki á það
í þriðja sinni, skal atkvæði þirigsins ráða“.
jþannig hefði þó greinileg meining orðið í
frumvarpinu; en isjárvert mun mörgum þykja
að veita alþíngi þvílikt vald, að það meigi
löggilda það, sem ríkisfundurinn í Danmörku
getur ekki gjört að lögum, efkonúngur neyt-
ar uin samþykki sitt.
Já virðist oss, að höfundinum hafi tek-
ist mjög óhappalega með þíngið og alla skip-
un þess; en ókostirnir'á þessari uppástúngu
frumvarpsins eru svo auðsjeðir, að vjer get-
um ekki ætlað þeir dyljist neinum þeim, er
frumvarpið les og nokkuð liugsar um málefni
þetta. 5ví atriði 31. gr., að kosníngar til
þíngsins sjeu ætíð einfaldar, erum vjer sam-
dóma, því vjer ætlum, að liver sú takmarkan
á kosníngarrjetti manna, er staðist getur með
því þjóðfrelsi, sem er nauðsynlegt til að glæða
starfsemislaungun og efla framfarir þjóðarinn-
ar, sje hin lítilfjörlegasta ábirgð fyrír því, að
kosningar takist heppilega, því þar sem nokk-
urt þjóðlíf er vaknað á annað borð, þá munu
það optast verða vissir flokkar og forgaungu-
menn þeirra, erhver berst fyrir sinni skoðun,
sem mestu ráða um það, hverja stefnu þorri
kjósenda tekur í kosníngunum, rjett eptirþví
sem hverjum þeirra tekst að gjöra ástæður
sínar sennilegar og sjáum vjer ekki betur en
þetta muni svo fara, hvort sem kosningar eru
einfaldar eða margfaldar og þó nxr að kosn-
íngar geti mistekist þegar svona er ástatt, þá
getum vjer ekki annað en veitt því meira
meðhald, að ötul starfsemi og lifandi áhugi
liinna einstöku ráði miklu, hehlur en að blind
hending ráði öllu, sem ekki veit, hvað hún
vill og af þvi vjer erum nú sannfærðir um,
að flestar takmarkanir á kosningarrjettinuin
tálmi mjög starfsemislaungun og framför al-
þýðunnar, en tryggi þó ei að heldur skynsam-
legt úrslit kosninganna, þá virðist oss ástæða
til að rýmka jafnvel þann kosníngarrjett, sem
nú er, með 25 ára aldrinum. Vjerálítum því,
að höfundur frumvarpsins liafi í þessu atriði
haldið því bandi, sem beinlínis skerðir eðli-
leg rjettindi manna, en getur þó að öðru leiti
ekki leitt gott af sjer. En þegar höfundur-
inn vill nú jafnframt þessum frjálsa kosn-
íngarrjetti ekki í neinu takmarka kjörgeing-
ina meira en nú er, þá virðist oss hann næsta
hugsunarlaus og skeitíngarlítill um það að
tryggja svo kosníngarnar, að öll likindi sjeu
til, að nokkurt verulegt vit geti orðið i þíng-
inu og gjörðum þess og þó mun höfuiidurinn
vera oss samdóma í því, að þessi tryggíng sje
nauðsynleg, ef það á að geta leyst sæmilega
af hendi það verkefni, sem hann ætlar *því
sjálfur. Af því vjer getunr bent á í síðasta
kaíla „Sundurlausu hugmyndanna“ í næsta
blaði Lanzt. lijer á undan, liverjir kjörkostir
og þíngskipan vjer ætlum sje hin tiltækileg-
asta til að tryggja nokkuð hyggilegar álikt-
anir og vandvirkni þingsins, þá leiðurn vjer
hjá oss að fara um það fleiri orðuin í þetta
sinn.
Ekki skiljum vjer neitt í, hvaðan höfund-
urinn ætlar að taka allan þann kostnað, sem
leiða mundi af þingskipun hans, þegar hann