Ný tíðindi - 24.12.1851, Page 3

Ný tíðindi - 24.12.1851, Page 3
3 fara sjer liægt; gjöra jafnvel gys aft homim, og haltla, aft ekkert liggi á. Yiftlíka hefur þeim opt farizt, sem hafa verið að reyna til þess aft vekja oss — eins og þeir segja —, og vjer liöfum opt og einatt ekki gjört ann- aft, en skopast aft þeim; vegna þess aft vjer bárum ekki skyn á, aft sjá það veruiega og sanna í fátyrftum þeirra. Ekki aft síftur liafa þó radtlir þessara manna miklu áorkaft; vjer höfum í mörgu farift eptir bendingum þeirra, og sjest þaft nú á ílesjtu í lantli hjer, að á hinum síftasfa aldarhelmingi eru landsmenn farnir að reyna til þess að rjetta vift apturog bæta hag sinn, með því aö hagnýta sjer fram- för tímans á ýmsa vegu. En það, sem nú kemur hvervetna fram oss til tálmunar og hnekkis i framförinni, er ávöxtur hins undanfarna tímabils apturfararinn- ar, fátæktin. jiaft hefur farift viftlíka fyrir oss, eins og þeim manni, sem erfir mikinn auft, og byrjar búskapinn meft skeytingarlaus- um sjálfbyrgingsskap; liirftir ekki um aft afla neins; því honum finnst alls nægt fyrir hendi, og heldur svo á fram búskapnum eptir ein- liverjum hugsunarlausum vana. Loksins eyft- ist erfða'fje hans, og börn hans taka ekkivift öftru eptir hann, en fátæktinni einni. En meft því þau hafa ekki vanizt við neitt annaft, en láta allt sóftast svona einhvern veginn, þá ráft- astþau ekki héldur í neitt annaft. jbegar aft niftjar þeirra sjá nú, hvar aft er komift fyrir sjer, og liverjum þaft er aö kenna, þá gengur slíkt afskiptaleysi yfir þá, og er þá öllu vel, ef þeir láta sjer ekki fallast allan ketil í eld, þegar þeir bera sinn hag- saman viö hag ná- búa sinna, sem einatt hafa átt dugandis menn í ætt sinni, og nú eru konmir fangt á undan þeim í öllu efta flestu. Hvaft á þá maft- uririn aft taka tif liragfts, til þess aft bæta sjer þaft upp, sem lrann er orftinn á eptir? Hann þolir engan kostnað; því harin er fátækur; fátæktin stendur lionum í vegi fyrir öllurn stórvægilegum nýbreytingum, sem hann er þó, ef til vill, viss um, aft sjer gætu heppn- azt, og orðift til ærins ábata, ef nokkuft væri fyrir, til þess aft leggja í sölurnar í fyrstunni. Vjer getum ekki betur sjeð, en að liinn eini viftreisnar-vegur fyrir hann sje sá, aft byrja hjer um bil þar, sem forfeftur hans hafttu, og .reyna til þess aft lifa upp allt búskaparlíf ná- búa sinna, frá því er forfeður þeirra voru á sama stigi og forfeftur hans. jþaft er samt auftvitað, að hann þarf ekki aft þræfta þaft allt í raun og veru; heldur einungis aö svo miklu feyti, sem nauðsynlegt er, til þess aft kom- ast aft sama mifti, og þeir eru búnir að ná; hann má því vífta eins og taka krók af sjer, meö því aft sneifta hjá ýmsu því, sem þeim varft til 'hnekkis, efta misheppnaftist. En hann verftur um fram allt aft gæta þess, að ldaupa ekki yfir neitt verulegt atrifti, og aldrei aft aflaga neitt af þeirra reynslu sjer í vil; því þá getur verift, aft hann reisi sjer hurftarás um öxl, efta olli sjer hnekkis í stað ábata og framfara. Líkt þessu er nú komið fyrir oss, Is- lendingar, vjer sjáum, aft hinar þjóftirnar, sem vjer vorum i fymdinni samferfta, eru nú komn- ar langt á undan oss í allri velmegun, t. a. m.: Norftmenn, Svíar, Uanir, Englendingar. Ef vjer viljum nú breyta hyggilega, þá ber oss fyrst aft athuga þaft, livern grundvöll þess- ar þjóftir hafa lagt, oghafttil þess, aö byggja á velmegun sína, sem nú er orftin; þar næst, livernig þær hafa haldift þessari byggingu á fram, og meft liverjum hætti þeim hefur tek- izt aft koma henni í þaft horf, sem nú er hún. En þó er enn' eitt atrifti, sem vjer hljótum einatt aft hafa oss hugfast, og þaft er hift einkennilega fyrir hvert land og hverja þjóð; hift sjerstaka, sem einatt kemur fyrir, og sem allt annaft verftur aft lagast eptir, t. a. m. loptslag og landslag. Undir eins og vjer gætum aft aftalgrund- velli allrar velmegunar, hvort heldur einstakra manna, fjelaga, þjófta efta ríkja, þá sjáum vjer, aft þaft er jörftin. A henni er öll vel- megun byggft, af henni lifa dýrin og af henni lifa mennirnir. j>aft er hift fyrsta velmegun- arstig aft yrkja hana og rækta, til þess, aft hún gefi sem mest af sjer, og beri sem ríku- legastan ávöxt. jþett.a hafa og allar þjóftir gjört, að þær hafa byrjað á jarftyrkjunni, eins og vissustu rót allrar velmegunar, og þau lönd eru auftugust, sem Jengst eru komin á- leiftis í henni. En sjerhver þjóð verftur aft laga jarðyrkjuna eptir því, sem bezt á vift hjá henni; taka þá grein henliar fyrir, sem hent- ugust er áhverjum staft. — Af þessum grund- velli velmegunarinnar vissu og forfeður vorir,

x

Ný tíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.