Ný tíðindi - 02.06.1852, Blaðsíða 3

Ný tíðindi - 02.06.1852, Blaðsíða 3
47 Um barnaskólasjóð Thorkilii. Einsog kunnugt er gaf rekt. Thorkelsen (Jón Jiorkelsson) árið 1759 allar eignir sínar eptir sinn dag til bamaskólastofnanar í Kjalarness- þingi, nema nokkrar bækur, sem hann gaf kirkjunni í Innri - Njarðvík. Gjöröi hann svo ráð fyrir í gjafabrjefinu, að stiptamtrnaðurinn yfir Islandi og biskupinn yfir Sjálandi skyldu annast um ráðstöfun þessa, og höfðu þeir þann starfa á hendi báðir saman, svo að fje stofnunarinnar var sumt í Ðanmörku, en sumt á Islandi. Vegna þessarar tvístrunar á fjenu er og ekki. bægt að segja, hvað inikiö það hefur vérið að uppliæð í fyrstunni. Að undanfömu var talsverðu af fje þessu í nokkur ár varið til þess, að halda við barna- skóla á Hausastöðum á Alptanesi, en seinna, eptir það að sá skóli lagðist niður, til barna- skóla í Reykjavíkurbæ og Selfjamaniess- hreppi. Árið 1848 gjörði þáverandi stiptamt- maður, Rosenörn, uppástungu um það til biskupsins yfir Sjálandi, að styrkur sá, sem barnaskólinn í Reykjavík hefði að undanföriiu notið afsjóði þessum, yrði ekki veittur hon- um framvegis. Færði hann það meðal ann- ars til síns máls, að tilgangi gjafarans yiði ekki fullnægt með þessari ráðstöfun, og bað jafnframt Sjálandsbiskup, ef hann væri á sama máli, að útvega úrskurð hins danska kanselli- is um það, aö styrkurinn til barnaskólans í Reykjavik bætti 1. dag janúarm. 1849, og fá leyti til þess, að stofna nýjan skóla sam- kvæman tilgangi gjafarans. Stjórnin sam- þykkti þessa uppástungu stiptamtsmanns í brjeli, dags. 15. júlí 1848, og leyfði þá einn- ig að verja mætti allt að 100 rbdd. af fjenu til bókakaupa banda kirkjuuni í Innri-Njarð- vík. I hinu fyr nefnda brjeíi frá 1848 hefur stiptamtmaður tekið fram fjárupphæð sjóðs- ins, og var hún þá við árslokin 1847 í Kaup- mannahöfn 4971 rbd. 66 skk., en á Íslandi 10,419 rbdd. 79 skk., samtals 15,391 rbd. 49 skk. I áður nefudu brjefi stjórnarinnar varbeðið um uppástungu um það, hvernig hinum nj'ja skóla mundi haganlegast verða fyrirkomið, pg sendi stiptamtm. álit sitt um það 6. d. febrúarm. 1849, en afsakaði sig þó jafnframt frá því að gefa nákvæina uppástungu um fyrirkomulag og skipun skólans. Fór hann því fram, að skóli þessi yrði stofnsettur á Bessastöðum á Álptanesi, en biskupinn yfir Sjálandi áleit skólanum betra að kaupa jörð, en leigja. Stiptamtm. tók það fram, að Bessastaðir væri svo hentugir fyrir skóiann vegna hússins, en áleit, sem von var, að sjóðurinn gæti ekki keypt jörðina. Hann hjelt og að jarðarkaup- ið væri ekki öldungis samkvæmt orðum gjafa- brjefsins, par eð það segði svo fyrir, að eign- um gefandans skyldi ölluui verða komið í peninga, og vextirnir af þeiin að eins ganga til skóluus. Að endingu bað stiptamtm., eptir nppástungu Sjálandsbiskups um, að biskup- inn yfir íslandi yrði gjörður að meðstjórnara sinum yfir sjóði þessum, í staðinn íyrir bisk- upinn yfir Sjálandi. Stjórnin samþykkti þetta og í brjefi frá 21. septemberm. 1849, og tók þá biskupinn yfir Islandi við meðstjórn Thorkilií- sjóðins. fsamabrjefi bað stjórnin enn um ná- kvæma uppástungu um fyrirkomulag og skipun hins nýja skóla, eða um það, hvernig fjenu yrði varið samkvæmt tilgangigjafarans. Stipts- yfirvöldin rituðu þá stjórninni aptur 20. d. fe- brúarm. 1851, og tóku það fram, að sjóðurinn væri þ'á hjer um bil 17000 rbdd. (12000 á ísl., en 5000 í Khöín), og að þau gætu engan veginn fallizt á, að skólinn leigði sjer jörð, þar eð það ætti með fram að kenna í honum jarðyrkju og búnaðarfræði; því þá þótti þeim mega gjöra ráð fyrir, að skólinn sætijörðina vel, og bætti hana talsvert, og væri þá ósann- gjarnt að skólinn nyti þess ekki sjálfur. 3>au efuðust og um, hvort Bessastaðir væri hent- ugjörð til að kenna akuryrkju og jarðarrækt á, þar eð hún væri fremur landlítil. Enn fremur tóku stiptsyfirvöldin það fram í brjefi þessu, að þeim virtist ekki ráðlegt að stofna skólann fyr en sjóðurinn væri orðinn 20,000 rbdd.; því þá ætluðu þau, að jörðin fengist fyrir hjer um bil 3000 rbdd., en leigunni af hinum eptirstandandi 17,000 rbdd., að upphæð 680 rbdd., yrði varið til meðgjafar handa læri- sveinunutn, þannig, að meðgjölin með hverj- um yrði 30 rbdd. Gjörðu þau ráð fyrir 10 lærisveinum, og gengu þá 300rbdd. til með- gjafanna á ári hverju, en ekki þótti þeiin meðgjöfin þó mega vera ákveðin lægri, þar eð kennarinu ætti að sjá Iærisveinunum bæði fyrir fæði og klæðum, og tóku fram að hún væri jafnvel of lág. Kennaraiium ætluðu þau í

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.