Ný tíðindi - 02.06.1852, Blaðsíða 8

Ný tíðindi - 02.06.1852, Blaðsíða 8
52 sunnan - landsunnan, og brim. Á bátnum voru 4 menn, og týndust þeir allir. Formaðurinn Tar Jóhann bóndi á Stokkseyri. Vm loptsjón, er sást á nœstliönum vetri, Jiann 26. Octobris. Frá bóndamanni nokkrum Jóni Bjarnasyni í J>ór- ormstungu í Yatnsdal í Húnavatnssýslu (frsegum Ujer innanlands fyrir þekkingu sína og útreikninga í stjörnu- fræði, og annan fróðleik), hef jeg fengið tvö brjef um loptsjón, er á sunnudag hinn fyrsta í vetri sást í Húna- vatns og Eyjafjarðarsýslum. I fyrra brjefinu, dagsettu 23. janúarm. segir svo: „Á sunnudaginn fyrstan í vetri nær miðjum degi, í heiðriku lopti og glaða sólskini, sáu fá einar manneskjur mikinn ljóshnött líða frá austri til útvesturs (lágt á lopti) yíir norðurloptið. Hafði sá verið, að sagt var, vel svo mikill fyrirferðar á himni, sem tunglið er, og svo bjartnr, sem líkast væri að sjá til sólar gegn nm Jiunna bliku, og engin duna heyrðist til þessa". Síðara brjefið ritaði hann mjer eptir tilmælum mínum, þar jeg vildi fá meira, og greinilegra að vita um loptsjónina, hvar sjest hafi og af hverjum, og fleira. petta síðara brjef er dags. 13. aprílm. |»ar skrifar hann: „;þiið voru 3 menn í Grímstungusökn, sem þetta sáu: Bjarni Guðmundsson, bóndinn í Giihaga (nýbýli frá Haukagili), Jón Jóelsson í Saurbæ og Jón Jónsson Píorðmann í Grímstungu. Framvegis: unglingspiltur í Stóradal (í Svínadal í Svínavatnssókn) og nokkrir af messufólki út í Langadal, sem voru á leið til Holtastaðakirkju. Frá öllum þessum bar loptsjónina yfir lágt á norðurhimni, sem leið í'rá austri til útvesturs. Frá þessum er hana sáu, hef jeg fengið greinilegasta skriflega lýsingu frá Jón Jónssyni Norðmann, og er húti svo hljóðandi: Eptir að jeg kom auga á það, átti það hjer um bil tvo parta eptir ófarið af þeim vegi, sem vará milli fjallanna; það var sem eldur bjart, og á stærð við Iítið goluský; á- framhald þess var mikið, og myndir þess urðu margar; það gengu fram úr því oddar og dæld á milli; stund- um myndaðist það að mestu kringlótt, og var það þá minna og þykkra, og sem skýjamót á því; líka sá jeg það setja fram einn rana langan, og þynutist það þá og stækkaði. Eptir af því urðu sem neistar, stærri og smærri, og þá sem logandi þræðir á milli þeirra. pessir neistar fóru mun hægra; eyddust þá þeir litlu, en hinir fóru eptir áðurnefndom Ijósþráðum, og náðu svo hverjir öðrum, enda hertu þeir þá ferðina og svona hvarf það mjer. — Nokkrir menn í Eyjafjarðarsýslu sögðust hafa sjeð þetta, og fór það hjá þeini yfir þvert lopt frá austri til vesturs, ineð sömu einkennum, að því fráteknu, að þeim virtist það tæplega eins bjart og hinum, er sáu það fara neðar yfir lopt. Eu þeim heyrðist til þess um leið og það yfirflaug eins og nokkurs konar buldrandi niður eða suða, líkast því, sem heyra er til sjóðanda járns, þá það er tekið úr eldi". (Framhaldið síðar). JJestakaupmaðurinn enski, sem hjer er á minnzt að framan, er nú þegar búinn að ljúka erind- um sínum. Hann hefur keypt um 40 hross, öll í og kring um Reykjavík og á Kjalarnesi. Meðalverð hjá honum á ógölluðum áburðarhesti eru hjer um bil 20rbdd. Segja þeir, sem með honum voru nú, að svo sje hann viss að sjá aldurinn á tönnuin hestanna, að varla muni ári. Hann vill helzt unga hesta, órakaða á fax og tagl, og í ár sældist hann eptir skjóttum og gráuni. — Auk þessa enska skips, sem fór hjcðan aptur 30. d. f. ín. eru síðast komin skip til kaupmannanna: Svb. Jacobsens, M. Smith, Jóns Markússonar og Bierings. Ein frakknesk fiskiskúta hefur og komið hjer við, og hafði hún þá aflað 8000 af flski; frakkneskt herskip liggur hjer nú ;i höfninni, og hafa nokkrir skipverja ferðast austur að Geisi í Biskupstungum. Prestaköll. Óveitt: Stabur í Grunnavík, metiö 20rbdd., augl. 4. d. marzm. Stöð í Stö&var- íirði, met. 13 rbdd. 3 mkk, 4 skk., augl. 19. maím. Meöalla7idsþiny í Skaptafellssýslu, met. 22 rbdd. 2mkk., augl. s. d. Eyvindar- hólar undir Eyjafjöllum, met. 46 rbdd. 8 skk., augl. s. d. Mannalát. Sjera Brynjólfur Arnason prestur í Með- allandsþingum, dó 21. marzm. Sjera Maynús Torfason prestur áEyvindarhólum. dó l.maim. Jóhannes Zoeya, borgari og fátækrastjóri í Reykjavíkurbæ, fæddur 26. Jún. 1796, kvænt- ur 20. Maji 1822 Ingigerði íngimundardóttur, dó 20. Maji 1852. Hann átti 9 börn alls, og lifa 6 þeirra enn. Eptir skýrslum viðkomandi embættismanna var lausafjártíundarstofiúnn í vetur: i Vesturamtinu............12,701 cr í Noröur og Austuramtinu.....34,186 cr í Sufturamtinu (Reykjavík mefital.) 23,380 cr Samtals á öllu Islandi 70,267 cr Ritstjóri: M. Grímsson.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.