Íslendingur - 25.10.1860, Qupperneq 6
110
um við á eigin lengd sinni. Yagninum er hœgt að stýra
með skapti nokkru, sem liggur vir gaffal framhjólsins beint
að sæti því, sem framan á vagninum er. llakar eru við
bæði apturhjólin og má ýta þeirn til með stóng, er !igg-
ur fram að sæti því, sem áður er getið. Gufuvjelin er
byggð á keri nokkru, sem er sívalt að lögun, en gufu-
ketillinn er þar yíir, en vjelin sjálf á milli kersins og
ketilsins, og kemst hvorki ryk nje óhreinindi að henni,
og getur sá, sem kindir eldinn, hœglega náð til að bera
feiti (olíu) á vjelina. í kerinu eru nær 400 pottar vatns,
og nœgir það yflr 10 mílur enskar. Ketillinn er gjörður
af stáli, og svo lagaður, að ekki sakar, þó yfir mishæðir
sje farið. Á vagni þessum þarf miklu meira gufuafl en
á járnbraut, til að flytja hinn sama þunga.
Eigandi vagnsins er jarlinn frá Caithness, og hefur
hann sjálfur ekið á honum víðsvegar um Skotland nvi í
sumar, og farið yfir mjög bratta vegu; en hraðinn hefur
verið nær 14 rnílur enskar á klukkustundu. Ilvar sem er má
stöðva vagninn á skemmri tímaen vagn með hestumfyrir.
Loptsigling. 1 enskum hlöðum frá 25. ágiistm.
þ. á. er sagt frá því, að prófessor Lowe í New-Yorlc í
Áorður-Ameriku liaíi smíðað skip, sem hann ætlar sjer
að stýra, ekki austur um haf, heldur í loptinu yfir láð og
lög til norðurálfunnar. |>;ið eru mörg hundruð milna.
Eptir því, sem frá er sagt, lúta allar líkur að því, að þetta
fyrirtœki muni heppnast, og má vel vera, að nú sje lopt-
sigling þessi komin til Englands. Sagt er, að loptskip
þetta muni verða 2 daga á leiðinni milli heimsálfanna.
J>að er 300 feta langt, og 135feta breitt, og þannig lag-
að, aðhleypamá því niður ásjóinn þegar vill, og þess vegna
eru menn á því, er kunna siglingafrœði og skipstjórn alla.
Innlendar frjettir. J>að, semafer okt.mán.,
liefur tiðarfar mátt heita aligott hjer á Suðurlandi. j>ó gjörði
mikið sunnanveður hinn fyrsta dag þ. m., og sleit þáupp
fiskiskútu suður í Yogum, rak á land og braut í spón;
um sama leyti lestist annað þilskip, er Njarðvíkingar eiga,
og þá var uppi í Ilvalfirði; rak það þar á land, en skemmd-
ist lítið. Menn sakaði enga. þ. 15. og 16. var hjer á-
kaflegt norðanveður, þó fjúklítið, svo að ekki festi, og er
hjer auð jörð í byggð til þessa dags, en fallinn er tals-
verður snjór áfjöllum. Mælt er, að vesturí Ilörðudal sje
fjenaður koininn á gjöf, og svo mikill snjór kominn á
Holtavörðuheiði, að menn hafi snúið þar frá með hesta.
Sannspurt er, að sumarið hafi verið svo votviðrasamt í
júngeyjarsýslu, að elztu menn muna ekki annað eins ó-
þurrka-sumar. Má þá nærri geta, hvernig heyskapur hafi
þar oröið. Ur Múlasýslum höfum vjer ekki frjett gjörla,
en að líkindum ræður, að í nyrðri hluta þeirra muni líku
hafa viðrað, sem norðan til í j>ingeyjarsýslu. Allvíða hef-
ur taugaveikin gengið og orðið sumstaðar mannskœð, og
mikill barnadauði geisaði í j>ingeyjarsýslu í sumar, og
vart hefur lians einnig orðið víða hjer á landi. Sauðfje
hefur nokkurt komið hiugað til skurðar að norðan og úr
Corgarfirði og Árnessýslu, verið heldur dýrt, sem við mátti
búast, veturgamaltfje á 5-6rdd., tvævetrirsauðirog eldri, sem
nú eru sjaldsjenir, á 7—8rdd., dilkær á 9rdd.; dilkar á 2—3
rdd. Iljer úr nágrenninu hafa verið skornir nokkrir dilk-
ar, er Reykjavíkurbúar áttu, oghafa þeir lagtsigá 4rdd.,
eptir meðalháum reikningi. Af nautum hefur fjölda mikl-
um verið slátrað í Reykjavík, og hafa þau kaupin þótt bezt.
Mest-allur sláturfjenaður hefur verið heldur rýr, einkum
á mörinn. Fiskivart hefur hjer orðið, og heldur vel í 2
daga, sem róið var, en 3. daginn, 18. októb., var fremur
lítið um afla, og þá fjekkst helzt fiskur upp á grunni.
— 19. þ. m. andaðist úr taugaveikinni Jón Steingrímsson,
bóndi á Seli hjer við Reykjavík, ungurmaður og efnilegur.
Frá Grœnlandi.
Enska herskipið Buldog, kapt. M’ Clintocl:, sem áð-
ur ernefndur í blaði voru, kom 19. j). m. hingað aptur frá
Labrador og Grœnlandi, og segir Clintock hin vestu tíðindi
frá Grœnlandi. Hann fór frá Julianehaab 3. þ. m., og
þá var að eins eitt skip komið tii Grœnlands allt sumarið;
liöfðu skip þau, er þangað áttu að fara, ekki náð höfnum
sökum hafíshrakninga þar umhverfis landið, og eitt, ef ekki
fleiri, farizt, með mönnum og öllu, er á var, þar við land.
Og svo sögðu Grœnlendingar, að annað eins óveðra-sumar
og hafísaár hefði ekki komið yfir þá hin síðustu 40 ár.
Clintock lenti í ísum og komst í mikinn háska, og hreppti
sífellda storma og illviðri á ferð þessari, og ekki varð hann
var við „Fox“, sem átti þó að vera kominn til Grœnlands
um þær mundir; getur hann þess til, að „Fox“ annað tveggja
hafi eigi komizt áleiðis sökum storma, eða hann sökum ísavið
Grœnland hafi haldið beina leið vestur til Hellulands. Hvergi
komst hann að landi á austurströnd Grœnlandsfyrir hafísum,
sem rak þarfram og aptur með landi afar-mikila, og svo löng
var ísbreiðan út frá landinu, að sumstaðar mundu 50 ensk-
ar mílur til lands. j>að eru 10—12 mílur danskar. Ruldog
tekur hjer steinkolafarm, sem honum er hjer geymdur,
1600 sk®, og heldur síðan heim til Englands.
219
um, og leituðust við að snerta líkklæði lians, sem þau
væru einhver dýrmætur helgidómur.
Hið rússneska herliö gat eigi skilið í, hver ástœða
væri tii, að Warschau-búixr skyldu sýna þessum ágætis-
manni slíka lotningu. Erfðaskrá hans lýsti ljóst ástœð-
unum til fjegirndar hans, sem svo virtist. j>ar var svo
kveðið á, að þeim hinum miklu lendum hans skildi skipt
í fimm hundrað hluta, og skyldi hver af þrælum hans
eignast einn hlutann, og verða frjáls bóndi. Umfangs-
mikinn og ágætan skóla skyldi stofna, og skyldu börn
hœnda njóta þar tilsagnar í ýmsum iðnaði. Sjóður var
ætlaður til styrktar hinum veiku og ellimóðu. j>rælar þeir,
er frelsi höfðu þegið, skyldu á ári hverju greiða lítinn
skatt, og skyldi því fje varið til þess smásaman að kaupa
frelsi nágrönnum þeirra, er dœmdir voru til harðrar og
óþakkiátrar vinnu.
Eptir að Staszic hafðiáþennan hátt sjeð fyrirbœnd-
um sínum, gjörði liann þá skipun á, að sex hundruðum
florins ai fje hans skyldi verja til að stofna fyrir spítala,
sem hezt mætti verða, og allmikið íje gaf hann til upp-
220
frœðslu fátœkum unglingum, er til mennta væru settir.
En systir hans skyldi að eins fá árlega jafnmikið lje, og
hann hafði gefið henni, meðan liann lifði; því að hún var
kona hirðulaus og ósiðug, og sóaði öllu því fje heimsku-
lega, er liún fjekk í liendur.
Forlög Staszics voru næsta undarleg. Ilann varð að
þola hakmælgi og óhróður í lifanda lífi; en er hann var
látinn, var minning hans blessuð og mikils metin af mann-
fjölda þeim, er hann hafði sælan gjört.
Furðuleg varðveizla.
Árið 1562 í innanríkisóeirðunum milli katólskra og
reformertra, þá er herjað var á borgina Rouen, varð
Fransiscus Civile særður til ólífis og fjell, sem dauður
væri. Hermennirnir ætluðu hann dauðan, ræntu hanu
og köstuðu í gryfju eina innan um aðra fallna. Civile
þessi átti trúan þjón, er unni mjög herra sínum; fór hann
að leita hans um nóttina í þeim tilgangi, að veita honum
sómasamlega greptrun, en gat eigi þekkt hann. En í þvi