Íslendingur - 07.12.1860, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.12.1860, Blaðsíða 1
7. desemb. 9 Uin læhnaskipnn ogf læknamálefni Islands. (Framliald). Af því, er vjer nú þegar höfum sýnt fram á, vonum vjer að það sje auðsætt, að það væri hentugast hæði fyrir sjúkdómafrœði og læknisfrœði Is- lands, að læknakennsla gæti komizt á hjer á landi. þetta virðist og á síðari tímum lengi hafa vakað fyrir almenn- ingi, og mun það eigi alllítið hafa stuðlað að, að styrkja trú manna í þessu, að allir skvnsamir menn í landinu munu hafa þótzt sjá fram á, að þetta mundi hinn eini vegur, og hið eina undanfœri, er menn hefðu, til að auka læknahjálpina meðal almennings; en til vandræðanná á læknahjálpinni hafa menn fundið því meira, sem fólkið hefur aukizt eigi alllítið uin liinn síðasta mannsaldur. það er og sannast að segja, að seint á fyrri öld, þegar fólkstalan á öllu landinu eigi var nema rúmar 3Gþúsund- ir, þá var læknahjálp sú, er þá var til, fjórir hjeraðslæknar og landlæknirinn, langtum hetri, en hún er nú, þar sem nú eru eigi nema 5 hjeraðslæknar fvrir 67 þúsundir manns, eða nærfellt helmingi fleira fólk, en hjer var um 1786. A'jer ætlum og, að hugvekja sú, er stendur í »nýjum fje- lagsritum« 1843, um læknaskipunina og læknakennslu lijer á landi, og annað, er þar að lýtur, muni eigi alllítið hafa stuðlað að þvi, að menn fóru að liugsa meira um þetta mál eptir en áður. það var einkum árið 1847, að margar bœnarskrár komu til alþingis þess efnis, að menn kvörtuðu mjög yfir læknaleysi, og báðu alþingi þess vegna um, að sjá um, að úr þessu yrði bœtt hið bráðasta, og með því bœnar- skrár þessar og nefndarálit það, er þær gáfu tilefni til, er hin fyrsta alvarlega byrjun til að bœta læknaskipun landsins, þá viljum vjer nákvæmar íhuga viðgjörðir þær, er þetta mál ldaut á þinginu ; því að með því verður mönnum skiljanlegra, hvað það er, sem hefur hamlað því, að þetta hafl getað borið nokkurn árangur nú í 13 ár, jafnvel þótt hvert þing taki það að sjer hvað eptir annað. f nefnd þeirri, sem rœða átti þetta múl 1847, og segja álit sittumþað, voru þessir: „Jón SigurSsson, Jón GuSmundsson, Jón Thorstcnsen landlæknir, J. Johnsen og II. G. Thordersen (biskup)«. Nefndin bar álitsskjal sitt fram á fundi hinn 31. júlí, og er það hæði vel og greini- lega samið, og hefði að líkindum getað liaft góðan ú- rangur, ef menn hefðu eigi tvístrazt í tvo flokka, því að hinn þá verandi landlæknir Jón Tliorstensen skarst úr flokki hinna, og var ágreiningsálit lians stýlað til að ó- nýta alit málið. Vjer þykjumst sannfœrðir um, að hann hafi gjört þetta eptir sannfœringu sinni ogí góðu skyni, en eigi að síður hefur það haft þær hinar óhappalegu af- leiðingar, að það eigi að eins hefur hamlað framförum þessa mikilsvarðandi máls um langan tíma, heldur hefur það og hleypt inn slíkum hleypidómum hjá einstaka mönn- um, að þeir loða við allt fram á þennan dag. Jón Sigvrðsson, sem var framsögurnaður málsins, og sem líkast til hefur samið álit meiri hlutans að mestu, varði álitsskjal þetta með málsnilld þeirri, er honum er lagin, enda fylgdu og fleiri af nefndarmönnum lionum drengilega, einkanlega Ján Guðmundsson, landsyflrrjettar- dómari Johnsen og fleiri, og hefðu ástœður þeirra vel mátt sannfœra landlækninn, hefði þess verið kostur, en hann sat svo fastvið sinn keip, að þetta dugði eigi, enda má og vel vera, að það hafl fest hann í skoðun sinni, að eigi allfáir gjörðust til að fylgja honum, og var liinn þáverandi yflrdómari í landsyflrrjettinum P. Svein- björnsson, hinn núverandi yflrdómari í landsyfirrjettinum Þ. Jónassen, próf. sjera II. Stephensen, svili landlæknis- ins, og nokkrir fíeiri, eins og á báðum áttum við þetta langa skjal, sem minni hlutinn (o: landlæknirinn) kom fram með, enda er þetta nefndarálit ásamt þeim rœðum, er áttu að sanna ága:ti þess, næsta langt mál. |>að er allt að einu og minni hlutinn hafi verið að taka lífróður und- an einhverju ódæði, þar sem um sjúkrahús eða lækna- kennslu var að rœða. J>að átti eigi að vera til neins, J að koma á sjúkrahúsi í Reykjavík, því að bæði var sagt, 273 Drykkjurúturinn. Eptir Cli. Dichens. Snúií) úr ensku. Eptir Sigurð Jónasson. (Framhald). Vegur hans lá fram lijá búð. Hann stóð dálítið við, gekk fram hjá lienni, sneri aptur, stóð enn þá við stundarkorn, og laumaðist loksins inn. Tveir menn, sein hann ekki hafði tekið eptir, fóru í humáttina á eptir honum. }>að var að því komið, að þeir hefðu liætt við leitina, af því þeir voru orðnir vonlausir um, að hún hefði nokkurn árangur; en það vakti eptirtekt þeirra, þegar hann var að hangsa fyrir utan búðardyrnar, og þegar hann fór inn, fóru þeir á eptir lionum. iiViltu ekki drekka með mjer? góðurinn minn«, sagði annar þeirra, og bauð honum í staupinu um leið. »J>á vona jeg þú drekkir með mjerlíka«, sagði hinn, og hellti á staupið, jafnskjótt og það var tómt. Manninum kom til hugar, að hörn hans sveltu heima, 274 og að sonur hans var i hættu, en hvað var það fyrir drykkjurút þennan? Hann drakk, og varð út úr. »J>að ersuddakveld að tarna, Warden«, hvíslaði ann- ar þeirra í eyrað á honum, þegar hann loksins ætlaði að staulast af stað, eptir að hann var húinn að drekka fyrir helminginn af peningum þeim, sem líf dóttur hans, eftil vill, var undir komið, »Önrmr eins kveld og þetta eru nú ekki onýt fyrir vini okkar, sem fara huldu höfði, Warden nrinn«, sagði liinn í liálfum hljóðurn. »Tylltu þjer hjerna niður«, sagði sá maðurinn, er fyr hafði talað, og dró hann unr leið út í horn. »Við höf- um verið að skyggnast eptir strákhnokkanum. Við kom- um til að láta hann vita, að nú væri ölln óhætt; en við lröfum ekki getað fundið hann, því enginn gat sagt okk- rtr nákvæmlega, hvar lians væri að ieita. J>að er nú lield- ur ekki svo undarlegt, því jeg býst við, að hann lrefði ekki getað það sjálfur, fyrst eptír að lrann kom til Lund- úna; hefði hann?« »Nei, hann hefði ekki« svaraði faðirinn. 137

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.