Íslendingur - 01.02.1861, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.02.1861, Blaðsíða 1
1. febrúar. M o $ llm síj orna rm áIeí'n i Islamls. (Framliald). Eins og vjer gjörðum ráð fyrir í næsta blaði »Islendings« á undan, viljum vjer nú leitast við að leiða rjett rök að því og skýra hugmyndir mannaum það, hvílíkan þátt oss Islendingum sjálfum beri að taka í til- búningi stjórnarbótar vorrar, er oss hefur heitin verið. En með því rjett úrlausn þessarar mikilvægu spurningar stendur í óaðgreinanlegu sambandi við það, aö hve miklu leyti vjer íslendingar höfum rjett til þess, aö vera þjóð út af fvrir oss, þá viljum vjer fyrst fara um þetta nokkr- um orðum. þess ber þá fyrst og fremst að gæta, að vjer af nátt- úrunni til höfum alla þá eiginlegleika eður einkenni til að bera, sem þjóð þarf að hafa tii þess, að luin geti mynd- að þjóð út af fyrir sig eptir almennum og almennt viður- kenndum grundvallarreglum. Yjer búum þannig í landi, sem umflotið erafsjó á allavegu, langt burtu frá öllum öðrum löndum. Vjermælum tungu, sem aðrar þjóðir ekki mæla. Vjer höfum þjóðlega siðu út af fyrir oss, er myndazt hafa í landi voru, og margir hverjir gengið í erfðir mann frá manni öld eptiröld, frá hinni fyrstu byggingu lands vors, allt fram á þennan dag. Hugsunarháttur vor, hugmyndir eg skoðanir á lögum og rjetti yflr höfuð einkennir oss frá öðrum þjóðum, og lilýtur ætíð að gjöra það, er land vort og landshagir eru svo ólíkir öðrum löndum og ligg- ur svo langt frá þeim, enda hafa og ýmsar sjerstaklegar og einkennilegar rjettarvenjur myndazt á landi voru, er sumar ná yflr það allt, en sumar að eins yflr viss hjeruð eða hluta þess, svo sín rjettarvenjan giidir á stundum i liverju hjeraðinu. Loksins höfum vjer íslendingar frá- brugðið lundarlag öðrumþjóðum, mjög einkenniiega þjóð- lega menntun og vísindaiíf. Allt þetta gjörir það og bendir til þess, að syo sje til ætlazt af skaparanum og náttúr- unni, að vjer sjeum þjóðtjelag fyrir oss, og verjum pundi voru, eins og aðrar þjóðir sínu, eptir heztu kröptum, og verndum og eflum af fremsta megni þjóðerni vort. Að vísu erum vjer íslendingar bæði fáliðaðir og fátœkir, en höfðatala og auðæfi eru ekki það, sem gjöra þjóðirnar að þjóðum, og sjá menn það bezt, ef menn vilja renna aug- um yflr hinar voldugu þjóðir, er svo nefnast, og hinar smæstu, og sjá þann fjarska-mun, sem er á þeim í þessu efni, enda munum vjer ekki fámennari, nje heldur ver að oss gjörvir, eður miður að heirnan búnir af forsjón- inni, ef rjett er að gætt, en sumar hinna smæstu þeirra, er einkenna sig að öðru leyti langtum minna sem þjóð út af fyrir sig, en íslendingar gjöra, og eru samt sem áður viðurkenndar sjerstök þjóðfjelög. Að vjer erum fá- mennir og fátœkir, getur því að rjettu lagi ekki leitt til annars, en að vjer verðum að viðurkenna, að þjóðfjelag vort sje stutt á leið komið, kraptalitið og lítils um komið, og að það sje sjálfu því fyrir beztu, að það standi i skjóli annarar voldugri þjóðar, er verndi oss fyrir árásum og ágengni annara út í frá, svo að vjer tálmunarlaust getum eflt framfarir vorar, og orðið sú þjóð, er forsjónin auð- sjáanlega hefur ætlað oss, ef vjer ekki liggjum áliðivoru, heldur notum mátt vorn og megin. Sá, sem þekkir nokkuð að mun til lslands og Islendinga, mun ekki geta látið sjer detta í hug, að bera brigður á það, sem vjer nú höfum sagt, nema því að eins, að hann vildi ganga í berhögg við hreinan og beinan sannleika, er vjer eigi ætlum nein- um. Hvað svo sem menn segja og geta sagt um fram- faraleysi vor Islendinga, og hvað vjer stöndum langt á baki öðrurn siðuðum þjóðum að mörgu leyti, þá ber þó saga vor frá því fyrsta, að land vort byggðist, og allt fram á þennan dag oss órækt vilni um það, að vjer höfum haldið og aldrei glatað þjóðerni voru, og að vjer miklu fremur sjeum sú þjóðin af norðurlandabúum, sem höfum bezt verndað og varðveitt tungu og siðu forfeðra vorra ó- mengaða og óspillta fyrir áhrifum þeirra þjóða, er búa í suðurhluta heimsálfu vorrar, eins og vjer lika ætlum, að enginn muni svipta oss nje geta svipt oss þeim heiðri og sóma og þjóðlegu þýðingu, er oss íslendingum ber fyrir hinar fornu menntir vorar, er vjer ætlum að muni vera ómetanlegar, eigi að eins fyrir oss sjálfa, lieldur einnig 321 Fjalla-Eyvi ndu r. (Framhald). Öðrn sinni fóru tveir menn norður Kjöl, og höfðu skreiðarlest; rjeðust þeir íjelagar til móts við þá, og vildu ræna. En er skreiðarmenn sáu, hvað verða vildi, varð annar þeirra svo hræddur, að hann veitti enga mótvörn, en hinum varð ekki ráðafátt, þreif klaufliamar, og rak á kinn Arnesi, svo að sundur gekk kjálkinn. Ljet Eyvindur þá undan síga; en Arnes bar merkið til dauða- dags. Meðan þeir fjelagar voru á Hveravöllum, bar það til einn vetrardag, að Eyvindur sendi Arnes ofan í Skaga- fjarðardali, að ná sauðum til matar. Arnes fór, sem hon- um var sagt, og koin að beitarhúsi einu seinni hluta næt- ur. Hann hafði exi i hendi, allgott vopn, en maðurinn bæði sterkur að afli og áræðinn. En er hann kemur að sauðahúsi, ber sauðamann þar að í því bili. Sá var mikili vexti og hafði varreku í hendi. Arnes vildi komast í hús- ið, en sauðamaður varð fyrri, og komst fyrir dyrnar og varði Arnesi inngöngu. Sóttust þeir þar um liríð; en svo lauk, að sauðamaður fjekk slegið exina úr höndum Arnesi 322 og dregið að sjer. Var Arnes þá vopnlaus eptir, og með þvi hann sá, að hann mundi eigi fá sigrast á þessum manni, þá sneri hann frá, og korn slyppur heim til skál- ans aptur, og þótti för sín allill orðið hafa. Nú er að segja frá Norðlingum, að þeim þykir illur gestur kominn á afrjettinn, þar sem Eyvindur er; eiga þeir fund með sjer, og kemur ásamt, að safna liði og fara að honurn, og annaðtveggja reka hann af höndum sjer, eða veiða hann að öðrum kosti. Aðrir segja, að 4 menn fœru í eptirleit, og fyndu þeir þá Eyvind í þetta skipti. llalda þeir þessu næst til byggða Eyvindar, og koniu þeim fjelögum mjög á óvart; varð Halla handtekin, en þeir Eyvindur sluppu undan. Var það um haust, að þessi atför var gjörð; liöfðu þeir Eyvindur þá vel viðað að sjer, og er mælt, að Norðlingar hafi fundið þar í hrís- kesti einum 50 sauðarföll, er þeim þótti mjög haglega um búið. Tóku þeir þau og allt það, er þeir fundu þar fje- mætt, en eyddu híbýlum til grunna. Sumir segja, að þá hafi Ilalla verið sett í varðhald hjá Halldóri sýslumanni Jakobssyni, og víst er um það, að frá honum slapp hún »

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.