Íslendingur - 16.02.1861, Blaðsíða 2

Íslendingur - 16.02.1861, Blaðsíða 2
170 tímum að kanna. Menn vildu nefnilega komast fyrir suð- urodda Grœnlands og þar vestur úr fyrir norðan Ameríku til kyrra hafsins, en þá var greiður vegur til Iíínaveldis og Indlands. Um aldamótin (1600) varsámaður uppi, er ílinrik tludson er nefndur; hann var enskur að ætt og uppruna; siglingamaður liinn mesti. Hann fengu Ilollend- ingar árið 1609 til að fara austurleiö, norðan um Asíu ; en svo fór, að hann snerifrá fyrir ísum, oghjelt tilvest- urs; sigldi hann lítið eitt fyrir sunnan Grœnland og kom við Ameríku norðarlega. J>ar gekk fjörður mikill af hafi vestur í landið. Sá heitir síðan IJudsonsflói. HjeltHud- son fyrst, að þar mundi leiðin vera fundin vestur úr, en það brást. Ári síðar, 1610, kom hann aptur á sömu stöðvar og kannaði betur þennan mikla flóa. þá vildi það til, að hann þraut vistir. Gjörðu þá skipverjar uppreist gegn honum, ljetu hann og son hans og nokkra menn aðra í hát og hrundu frá borði, og hjeldu sína leið; hef- ur aldrei til Iludsons spurzt síðan. Löndin fyrir vestan og sunnan Hudsonsflóa eru við hann kennd, og heita Hudsonsfjarðarlönd; þeirra austast er Labrador (Hellu- land); en norðan að flóanum gengur Baffimland, og er Baffinsflói milli þess og Grœnlands að austan. Sex ár- um síðar sigldi Vilhjálmur Baffin, enskur maður, norður í höf; við hann er kenndur Baffinsflói, sem nú var nefnd- ur. Baffinsflói er yfir 200 mílur á lengd í norður og suður og um 70 mílur á breidd. Baffin kannaði flóa þennan í allar áttir og fann, að sund liggja af honum bæði norður og vestur. Sund það, er af honum gengur lengst til norðui-s upp með Grœnlandi, heitir Smithssund, en vestur úr flóanum gengur norðar Jonessund, hjer um bil á 76° norðl. breiddar, en litlu sunnar Lancastersund, er það síðan orðið mjög nafnkennt, því það er inngangur til íshafsins mikla fyrir norðan Ameríku, og mun þess síðar getið. En er þeir Baffin komu að Lancastersundi, var það allt ísum þakið og engum manni fcert að leggja inn á það; varð hann þá frá að liverfa við svo búið. Nokkru síöar, enhjervar komið, hófst fjelagþað, er kennt er við Húðsonsfjörð, og nafnkennt er orðið um víða ver- öldu af hinni miklu skinnavöru- og grávöru-verzlun, sem það er eigandi að1. Fjelag þetta sendi á hverju ári skip norður með landi, bæði til verzlunar og til að kanna höf- in, hvort eigi yrði komizt vestur úr isum fyrir norðan Ameríku, en því optar sem það var reynt, því minni líkur 1) Menu segja, ati verzluu Ijelags þessa neuii árlega hjer uui bil 2'/, milít'ín ríkisdala. þóttutilþess vera, og um aldamót (1700) voru menn svo að kalla horfnir frá því. Öndver&ega á 18. öld fóru menn að nýju að gefa norðurförunum gaum, og Pjetur mikli, Rússakeisari, sendi í þeim erindum danskan mann að nafni Behring norðanvert austur eptir Asíuströndum. því þá hjeldu menn almennt, að álfurnar, Asía og Ame- ríka, væru samfastar þar norður frá. En Behring komst að því, að sund Iá norður úr á milli Asíu og Ameríku, og sigldi hann þar milli landa. það sund var síðan kailað Behringssund, og eru þar 13 vikur sjóar milli heimsálf- anna. þangað fór Behring þrjár ferðir; á hinni síðustu rakst hann fyrir stormum að lítilli ey, þar sunnarlega á sundi þessu; sótti liann þá bæði sjúkleiki og vistaskortur, og þar ljezt hann 1741. Sú ey heitir nú Behringsey, frekar 30 vikur í hafi austur af Iíamtsjatka. Behrings- sund nefnist öðru nafni Kooks-sund fyrir þá sök, að Kook, enskur maður, og allra manna frægastur meðal sjófar- andaáfyrri öldum, kannaði það (1776), og ætlaði að kom- ast þann veg austur um haf fyrir norðan Ameríku, en varð frá að hverfa fýrir sakir ísa og illviðra. þegar hjer var komið, þóttust menn hafafengið fulla vissu um, að Amerika væri laus við önnur lönd, að aust- an (Baffinsflói og Smithssund þar norður úr) og vestan (Behringssund), en þá var eptir að vita, hvað henni leið að norðanverðu. Margir sögðu, að hún næði allt á heims- enda norður. það er: norður að heimsskauti. En á tímabilinu frá 1769 til 1789 frœddu þeir Samuel ILearne og Mackenzie menn um það, að heimsálfa þessi væri öll sæumflotin að norðanverðu, en sjórinn væri þar ísum þakinn, og ekki hugsandi til, að komast skipaleið þar með landi fram. þennan útsjó kölluðu menn norðuríshafið. Mackenzie fór fyrstur manna landveg alla leið frá Hud- sonsflóa og vestur að Behringssundi. Við hann er kennt Mackenziefljót. það er mikið vatnsfall og rennur vestar- lega á Ameriku norður í íshafið, skainmt fyrir austan norðvesturhornið áAmeríku, austanvert við Behringssund. það landhorn eiga Rússar. það er kalt land og gróð- urlítið, en dýraveiði mikil. það er nú, eins og menn vita, einkennilegt við hina ensku menn, að þegar þeir hafa fyrst komið sjer niður á einhverjum hlut, þá hætta þeir eigi við hann að hálfreyndu; þar af kom það, að þó hlje yrði á norðurförum þeirra um næstliðin aldamót og fram- an af þessari öld, — meðan ófriðarárin stóðu yfir — þá tóku þeir aptur til óspilltra málanna eptir daga Napóleons mikla, eptir að friðurinn komst á 1815. Um þærmundir 339 kirkjudyr og hlýða messu, en inn vildi hún eigi ganga, hvað sem þvi svo hefur valdið. þau Eyvindur eru bæði jörðuð að Staðarkirkju. Svo hefur sá maðar sagt oss, er þá var á Stað í Grunnavík, og sjálfur sá Höllu og man til hennar, þó hann væri þá barn að aldri. — Og lýkur hjer að segja frá Fjalla-Eyvindi. Prófasturinn og páfagaukurinn. Merkisprófastur nokkur, sem er alþekktur á Skollandi og er þar sóknarprestur við dómkirkju nokkra, hefur um seinni tíma varið frístundum sínum til að halda fyrirlestra um bindindi; styður hann að því, að út rýma allri nautn áfengra drykkja, og að því skapi er honum illa við alla tóbaksnautn. Fyrir skömmu gaf einhver prófastinum páfagauk mjög fagran, cn hann var illa vaninn, því þó hann gargaði á við hvern annan páfagauk, kunni hann ekkert orð að tala, sem vit væri í, sein þó er kennt öðr- um fuglum af þeirri tegund. Einhverju sinni var prófast- nr mjög að hcela fegurð fuglsins, en kvartaði um þennan 340 brest hans; voru þá viðstaddar tvær ungar stúlkur, dœtur biskupsins. Önnur þeirra svaraði heldur glaðlega: »Ef ekki brestur annað en þetta, þá getum við hœglega tek- ið að okkur að frœða hann litla Poll (svo hjet fuglinn); við skuhun taka liann heim með okkur, því við höfum páfagauk, sem talar mæta-vel, og mun fljótt koma iiorium á lagið, svo hann geti látið dæluna ganga allan daginn«. þetta líkaði prófasti vel, og var Poll nú fluttur á biskups- garðinn. Að fáum vikum liðnum var honum skilað aptur með þeim vitnishurði, að nú gæti hann talað á við hvern annan páfagauk. Var Poll nú látinn í stofu þá, sem pró- fastur hafði bókasafn sitt í. Um sama leyti var vísaðþar inn nefnd nokkurri, sem kom þess erindis, að biðja pró- fast ákveða dag, er hann hjeldi nýjan fyrirlestur á móti brennivíns- og tóbaks-nautn. þegar prófastur kom inn í stofuna, varð honum litið á Poll, sem hreykti sjer þar í gylltu búri og var að kroppa sjer linetur. »IIeyrið þið, herrar mínir«, sagði prófastur, »lítið þið á páfagaukinn minn; hann kom í morgun úr kennslu frá biskupsgarðin- um, og hefur lært þar að tala; fallegi I’oll!« Poll reigði

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.