Íslendingur - 19.10.1861, Blaðsíða 2

Íslendingur - 19.10.1861, Blaðsíða 2
90 skilningi, svo enginn af greiðendum tollsins verði fyrir hinum minnsta halla, skal jeg láta mjer vera annt um, því það er sjálfsögð skylda«. Bæði brjef þessi fylgdu með nefndarálitinu. Nú er stiptamtmaður hafði tekið svo vel og mannúðlega undir þetta mál, þótti nefndinni að hinum þyngsta steini væri burt kastað, er allir máttu treysta því, að málið yrði fyllilega leiðrjett við næsta árs niðurjöfnun; hún stakk því einungis upp á, að þingið kysi tvo menn, til að yfir fara alla alþingisreikningana, og að forseti sæi um, að leiðrjettur yrði sá alþingiskostnaður, er landinu var ranglega talinn að greiða. Nú kom málið til umrœðu á þingi, og þá varð það, að forseti steig niður úr forsætinu niður á bekk þing- manna til þess að halda svörum uppi fyrir »J>jóðólf« sinn við nefndina og framsögumann, þingmann Borgfirðinga. Jeg var viðstaddur og hugsaði til hreifings, þar sem slíkir reikningsmenn áttu orðum að skipta. Forseti hafði það sjer til ágætis, að hann hafði lengi verið skrifari landfó- geta, síðan verið klausturhaldari nokkur ár, og síð- ast aptur önnur hönd landfógetans á uppboðsþingum og i ýmsum skuldaheimtum, og þótt jafnan reiknings- glöggur maður. Framsögumaður hafði það til að bera, að hann hafði lagt sig eptir hagfrœði í Höfn, og ritað all- mikið um landshagi og sýnt reikningslist sína á ýmsum talnaskýrslum. Margir munu hafa ætlað sem jeg, að hjer mœttist krangt veður og kollhetta; en fáir munu hafa orð- ið að lærðari eptir umrœður þeirra. Forseti byrjaði á því, að hœla stiptamtmanni fyrir hinar góðu og greiðu undir- tektir sínar, og nefndinni fyrir það, er hún hafði tekið rjetta stefnu í málinu, og endaði með því, að unga út því breytingaratkvæði, að setja stiptamtanni tvo menn til að jafna niður með honum alþingistollinum. Af því að for- seti hefur eigi rjett á, að bera upp breytingaratkvæði, þá gjörðist þingmaður Dalamanna guðfaðir að afkvæmi þessu. Framsögumaður byrjaði á því, að þakka forseta fyrir nefnd- ina og stiptamtmann, og endaði á því, að stinga upp á, að forseta yrðu settir tveir menn til þess að ávísa með honum alþingisreikningana, »ok kvað hann þess fremur þurfa munduii. f>á sagði forseti, að ýmislegir gallar væru á nefndarálitinu, sem vorkunn væri, því tíminn hefði verið of stuttur, og gjöra ætti mun á því, sem nið- ur væri búið að jafna, og hinu, er borgað væri í jarða- bókarsjóðinn. Framsögumaður svaraði, að tíminn hefði verið ónógur í slíku máli, eins og forseti hefði sagt; h'ka væri munur á því, sem óborgað og borgað væri í jarða- bókarsjóð eður ríkissjóð, sem forseti hefði tekið fram; en svo fór hann að tala um, hvað væri fjárhagslega rjett, er varð næsta mikil óheillaþúfa fyrir forseta um að þreifa. Jeg skal eigi um segja, hvort framar var sókn eður vörn; mjer fannst einungis sá munur, að forseti sagði meira en hann vissi, en framsögumaður minna. f>ingmenn töluðu eigi mikið nje margt. þaðerhœgt að skilja í, hvers vegna umrœðurnar urðu svona efnislitlar. Nefndin hafði gjört það, sem gjört varð á jafnstuttum tíma og með jafnmikl- um önnum, sem hún hafði; allir vissu, að of miklu hafði verið jafnað niður; allirvissu og flestallir treystu því fylli- lega, að það mundi verða leiðrjett við næsta árs niður- jöfnun; allir vissu, að stiptamtmaður hafði eigi jafnað of miklu niður af nokkurri eigingirni, með því að eigi renn- ur einn skildingur af alþingistollinum í gegnum greipar hans, eður af nokkru öðru en því, að hann vissi eigi full skil, hve mikið var greitt af alþingistollinum; allir vissu, hve fauta- lega »f>jóðólfur« hafði tekið í málið, ogallir þingmenn voru stiptamtmanni velviljaðir fyrir frammistöðu hans í konungs- fulltrúasætinu á þinginu. f>ví var eigi að undra nje að lasta, þótt nefndin og síðan þingið legði eigi hinn harð- asta dóm á aðgjörðir stiptamtmanns, fyrst tilgangi máls- ins varð náð engu að síður fyllilega. f>ær urðu nú mála- lyktir, að samþykkt var það breytingaratkvæði Jón9 Hjalta- líns, að þingið vottaði stiptamtmanni þakklæti sitt fyrir undirtektir sínar, er þinginu væru fullnœgjandi. Svo voru og samþykktar uppastungur 'nefndarinnar, en þó svo, að eigi skyldi kjósa þá tvo menn til að yfir fara alla alþingis- reikningana fyr en á næsta þingi (1863). f>að ereigisvo hœgt að skilja í þessum atkvæðahnykk þingsins, en það er þó Iíklegast, að þingmönnum hafi þótt ósamkvæmni í því, að þakka stiptamtmanni fyrir loforð sín og undirtektir góðar, og þó jafnframt setja nefnd manna nú þegar til að rannsaka reikningana, og hafi því viljað geyma sjer þessa nefnd sem Demókles-sverð yfir höfði stiptamtmanns. Viðaukaatkvæði þingmanns Dalamanna og þingmanns Borg- firðinga fjellu á þinginu, og þó þingmanns Dalamanna með fleiri atkvæðum en hitt. f>jóðólfur hefur nú í 34.—36. blaði tekið mál þetta fyrir að nýju, og farið með það á líkan hátt og áður, sem og var við að búast. Fyrst segir hann á 141. bls., að »nefndin hafi berlega lýst yfir því áliti sínu við stiptamt- ið, að fjórum skildingum hafi verið jafnað niður um of næstl. vor, og hefur stiptamtið þannig samsinnt og stað- fest þetta álit og yfirlýsingu nefndarinnar«. f>essa ályktun dregur »f>jóðólfur» líklega út úr þeim orðum í brjefi nefnd- arinnar, »að varla þurfi að jafna meiru niður að vori kom- anda en 4sk., en þyrfti að jafna 5 sk. niður, o. s. frv.«, og þeim orðum í brjefi stiptamtmanns, »áþann hátt, sem nefndin hefur tekið fram« (sjá brjefin hjer að framan). Eptir hugsunarreglum »f>jóðólfs« verður þá sama, hvortsem sagt er: ef jafna þarf 4 eður 5 sk. o. s. frv. (= eður enn fleirum sleildingum) niður að vori komanda, eður, 4 skildingum hefur verið jafnað niður um of næstliðið vor. En menn, sem eigi hafa lært slika hugsunarfrœði, álíta, að ef jafna þarf 4sk., sje ekki sama sem: nú þarf ekki að jafna meir en 4 sk., að 5 sk. o. s. frv. sje ekki sama sem núll eður gat, og að að vori komanda sje heldur ekki sama sem næstliðið vor (sbr. fjóðólf 141. bls., síð- ara dálk). Hefði nú »f>jóðóifur« viljað segja satt og rjett frá, hví tók hann þá eigi þá 5% sk., er nefndin sagðiað jafna hefði átt niður í vor eð yar? f>ar næst segir þjóðólfur á 147. bls., þar sem hann er aðfinna að jarðabókarsjóðs- reikningunum: »f>að er eigi svo vel, að jarðabókarsjóðs- reikningarnir sýni, hvað þeir (sýslumennirnir) eigi ógreitt, og fyrir hvaða ár«. Veslings-þjóðólfur, að koma því svona berlega upp um sig, að hann hefur eigi litið í reikninga þá, sem hann er að dœma og fyrirdœma! því að í öllum hinum síðari jarðabókarsjóðsreikningum er skýrlega sagt, hversu mikið hver sýslumaður hafi borgað í alþingistoll, og fyrir hvert ár það var; eins er þar getið, hversu mikið hafi verið greitt af lausafjenu í amti hverju ár hvert. Sömu aðferð hefur reikningsstofan í Höfn jafnan haft. f>á fer »f>jóðólfur« á 148. bls. að reikna, og slengirþar saman svo ógreinilega, sem honum er lagið, reikningum sínum og nefndarinnar. Hann segir, að eptir hafi staðið óborgað upp í alþingiskostnað 31. marz 1861 8,137 rd. 90 sk.; nefndin gjörirþað einungis 8000 rd.; þar næst segir hann, að greitt muni hafa verið í ríkissjóð fjárhagsárið 1860— 61 »að minnsta kosti 800rd.«. f>etta getur nú meir en vel verið; en hvaða samkvæmni og rjettsýni er í þv/, »f>jóðólfur« sæll, að vera að skúta aðra menn út fyrir það, að þeir sjeu að telja, hvað greitt sje af alþingiskostnaði í jarðabókarsjóðinn og ríkissjóðinn, en gjöra það þó einmitt sjálfur í sömu andránni? f>á dregur hannfrá þ(á 495 rd. 35 sk., er nefndin hafði bent á að eigi ættu að jafnast niður á landið, en dróg þó eigi frá í reikningunum að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.