Íslendingur - 19.10.1861, Blaðsíða 5

Íslendingur - 19.10.1861, Blaðsíða 5
93 X. Kreddur, sem sumir kalla bábiljur, hjegiljur, hjá- trú, kerlingabœkur, eða hverjum öðrum nöfnum, sem allt slíkt tjáir að nefna, sem eldri menn hafa lagt nokkurn trúnað á. [ 1. Víti, sem manni er sjálfrátt að varast. 2. Fyrirburöir, illsvitar og úrræöi, góðsvitar og fyrir- boðar fyrir ýmsu. 2. Fyrirboðar um veðráttufar og árferði, bæði í lausu máli og ljóðum. 4. Venjur við hátíðahöld, tyllidaga og glaðninga. XI. Leikir og töfl, þjóðleikirnirfornuog lýsingaraf þeim, sem enn kunna að loða eptir, dansleikar (vikivakar), dansleikakvæði, og eins allir þeir leikir, sem eldri og yngri temja sjer enn og hafa tamið. Hjer ríður ekki einungis á að fá öll þau kvæði og kvæöabrot (leik- kvæði), þulur og formála, sem hverjum leik heyra fyrir sig, og taflvístir, heldur einnig hvað annað, sem skýrt geti sem nákvæmast alla aðferðina í leiknum og ganginn í taflinu1. XII. þulur og barngœlur alls konar, hvort heldurþað eru formálar fyrirleikum, barngœlur, sem mœður og fóstrur kveða og raula við börn, til að hugga þau og svæfa, eða þær vísur, sem börnum eru kenndar fyrst, til að hafa af fyrir sjer, eða önnur endileysa, sem svo er kölluð; sumar þulur eru og gátur. XIII. Gátur og þýðing þeirra, bæði í Ijóðtim og lausu máli. þar að auki væri vel að safnað væri orðskvið- um, málsháttum, heilræðum, sannmælum, spakmæl- um, snillyrðum. XIV. Kvæði og ljóðmæli, rímur hinar eldri og rímna- flokkar, söguljóð, helgra manna kvæði, dansleika- og vikivakakvæði (þau eru flest með viðlögum, viðkvæð- um), og önnur kvæði; kvæðasyrpur og vísur alls kon- ar, hverju nafni sem nefnast, sem ekki eru áður prentaðar. Allar sagnir, og lýsingar, og kvæði, og hvað eina, sem hjer að framan er upp talið, óska jeg að safnendur taki sem næst verður komizt frásögn sögumanna, en kvæð- in orðrjett eptir þeim, án þess neitt sje úr fellt eða í auk- ið, nema annar viti gjör eða greinilegar, sem þá yrði að geta sjer í lagi; ekki ætti heldur að skrifa á sömu blöðin nema þær sagnir, sem hverjum flokki hlýða. Heimildir og sögumenn þarf að tilgreina alstaðar, og skýra þung- skilin og sjaldgæf orð neðanmáls, eptir því sem sögu- maður eða safnandi leggur í þau. Loksins tek jeg það fram, að menn Iáti sjer enga læging að þykja, að tína smált til í söfnum sínum, svo ekki sannist á oss hið fomkveðna: »því áttu svo fátt, að þú nýttir ei smátt«; því hvað smáar sem sagnirnar eru, verða þær fyrir þvt að góðu gagni, þegar margt kemur saman, og fylla þá opt hver aðra. Reykjavík, 10. dag októberuiánaiííar 1861. Jón Arnason, bókavörður við stiptsbókasafnið. Um Círímsey. Eitt af því, sem einkennir oss íslendinga frá mörg- um öðrum þjóðum nú á tímum, er það, að þar sem ein- 1) Vera mí, aí) ekki verfei fleiri en ellefu flokkar í safui því, sem ná er veri?) aí> prenta, sem þá kemnr til af því, aí> rúmib Jeyfl þa?) ekki eptir hinum umsamda arkafjiilda, en jeg býst vib allt fyrir ha&, a?) svo geti farií), aí) þrír flokkarnir, sem hjer á eptir eru taldir, ^eríit prentaíir seinna, og þv£ er mjer eins mikil þúkk á úlln þar ao Wtandi, eins og á viWkum vib fy»l flokkana ellefu, sem nú eru taldir. hver bráð finnst endrum og sinnum, hversu stopul sem hún kann að vera, þangað safnast menn eins og ernir að hræi, eigi alveg ólíkt villiþjóðum, er lifa á veiðum og dýrafœðu; þær hlaupa yQr grœnar grundir og bezta land út í einhverja afkima, þangað sem dýrin hafaflúið undan þeim; en þegar veiðin er uppi, þá liggur ekkert fyrir nema sultur og seyra, eymd og volæði, hallæri og mann- dauði. Veraldar-reynslan er margbúin að sanna það, að ekkert það land, þar sem jarðarrœktin eríbarndómi sín- um, eða er harðla ófullkomin, getur nokkurn tíma náð neinum talsverðum fólksfjölda, hversu frjóvsamt sem slíkt land kynni að vera í sjálfu sjer. það, að annað eins eyðisker og Grímsey hefurnokk- urn tíma byggt verið, og er byggt enn þá, þar sem ágæt svæði standa í auðn uppi um sjálft meginlandið, verður eigi öðruvisi skilið en svo, að menn hœnast of mjög að slíkum stöðum, þar sem einhverja bráð er að fá um stundarsakir, án þess að íhuga, hversu hverful og ónóg slík bráð er, til að menn geti haft þar nokkurn veginn jafnt viðurværi og h'fsuppeldi. Vjer viljum nú nokkuð nákvæmar íhuga eyju þessa, og skýra frá henni samkvæmt ritum kunnugra manna. Grímsey liggur eins og kunnugt er, úti í reginhafi, 12 mílur frá Akureyri á Eyjafirði og 16 mílur í útnorður undan Húsavík. Hún er norðurundir 67.mælistigi norð- lægrar breiddar, og er talin 1800faðmar á lengd, og900 faðmar á breidd; í eðli sínu er eyja þessi nokkurs konar stuðlabergstindur, sem jarðeldur hefur skotið upp úr sjón- um; hún er að miklu leyti mjög jarðvegslítil, ogtjáist að vera mjög sendin og eydd af hafróti og ísagangi. Öllum ber saman um, að henni hafi á síðari öldum farið mjög svo aptur, og Ólavíus, sem ritaði ferðabók sína 1780, fer þar um svo felldnm orðum: »Fyrir 50 til 60 árum segja menn að verið hafi 11 býli á eyju þessari, og mátti á þeim hafa 24 kýr, og að þv/ skapi af ásauð«; en nú segir Johnsen í bók sinni um jarðatal hjerálandi: »Túnrœkt, svo nokkru nemi, verður hjer varla komið á vegna ísa og bráðviðra meiri en nókkurstaðar annarstaðar á land- inu. Reki sá, sem staðnum ber, hrökkur eigi nærri til nauðsynlegs viðurhalds húsanna, og það því síður, sem menn neyðast til, að hafa hann með fram til eldsneytis vegna staklegasta eldiviðarskorts, þó sparsemi mesta sje við höfð; enda rekur sum árin ekkert«. það er mælt, að á Grímsey sjeu nú 4 nautkindur, og hjer um bil 80 fjár, og er þetta þá allur bústofninn fyrir 56 eyjarbúa, er þar eru nú, en að öðru Ieyti draga þeir fram Iífið með fugla- veiði og fiskiveiðum, þegar gæftir eru. Fugl sá, er þar fellur, er rita og fílungi, og til þess að skilja, hve aðgengilega og heilnæma fœðu Grimseyingar verða að leggja sjer til munns, þarf eigi annað en lesa ferðabók þeirra Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar, bls. 625, en þar segir svo: »Til að ná lýsistegund þeirri, er fugl þessi (sumsje fíl- unginn) spýr frá sjer, er bundið fyrir hann framan og aptan, svo ekkert spillist, og er fitutegund þessi etin í stað smjörs við hörðumfiski«, og má slíkt vel kallaneyð- arkost, og engu betri en þann, er Skrælingjar leggja sjer tilmunns, og er honum þó viðbrugðið. þá er nú sagan litlu betri, þegar um vatnið er að tala, því það kvað að vitni þeirra fjelaga bæði vera óhreint og mjög daunillt, og mjög opt er sagt það verði skemmt og rotið, og halda menn, að skemmd þessi valdi sjúkdómi þeim, er allir framandi fá, sem neyðast til að lifa á eyðiskeri þessu. Bjarni Pálsson segir, að sjúkdómur sá, er aðkomume,nn fái á eyju þessari, sje nokkurs konar vatnssýki í öllum Iík- amanum, sem hlaupi út í sár, og líkist holdsveiki, og held- ur hann, að þetta komi af hinni óheilnæmu fœðu og hinni

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.