Íslendingur - 19.10.1861, Page 4

Íslendingur - 19.10.1861, Page 4
92 kominn; því síðan hef jeg jafnan vísað til hugvekjunnar í Norðra, og upp frá því hafa mjer víða komið bitlingar og drjúgar sendingar úr öllum áttum landsins, sem lúta að ýmsum greinum alþýðlegrar fornfrœði, og kann jeg löndum minum, sem svo vel liafa vikizt undir tilmæli mín, mínar beztu þakkir fyrir þá alúð og velvild, sem þeir hafa lagt við og sýnt þessu málefni síðan. Nú af því að það mun hafa verið ein með fyrstu hugvekjunum, sem Jón Borgfirðingur fjekk frá mjer og Ijet prenta, en jeghefsíðan breytt henni talsvert og bœtt i hana mörgu, sem áður vantaði, og jeg á hinn bóginn vil ekki dyljast þess, að það er jeg nndirskrifaður, sem safna öllum þeim sögnum og frœðum, sem hugvekjan í Norðra telur upp, þá læt jeg hana koma hjer enn fyrir almenningssjónir, með þeim tilmælum mínum: að aliir þeir, sem sinna slíkum frœðum, og eru fróðlega að þeim komnir, vildu sýna mjer þá velvild, að safna fyrir mig og senda mjer allt það, sem eptirfylgjandi hugvekja tel- ur upp. Já, þetta eru innileg tilmæli min við alla landa mína, hvort þeir eiga meir að sjer eða minna, enn þótt jeg sje kominn vel á veg með safn af alþýðlegri fornfrœði, sem jeg hef verið að undir búa nú í næstliðin 3 ár, og sem jeg vona að verði fullprentað, áður en langir tímar líða. Hugvekjan verður nú þannig löguð, eptir flokkum þeim, sem safninu er skipt í: I. Goðfrœðissögur, aðrar en eru í Eddu, en sem þó hafa tillit til Eddusagnanna að öðru leyti. 1. Alfasögur eða huldufólkssögur, um dísir og dverga (álfabruni). 2. Sögur um sæhúa og vatna, þ. e. um marbendla, sæmenn, sækýr og sænaut, sjódrauga, sjóskrímsli, nykra, vatnaskrímsli, o. s. frv. 3. Tröllasögur og landvætta, þ. e. um bergbúa, berg- risa, jötna, risa, skesstir eða tröllkonur, þussa, nátt- tröll (tröllriða, að tryllast); sögur um vættir eða ó- vættir, Grýlu, Leppalúða, Skrögg, Jólasveina, Jóla- kött, o. s. frv. II. Draugasögur og aðgreining á sjódraugum og landdraugum. 1. Apturgöngur. 2. Uppvakningar eða sendingar (aðferðin við að vekja upp). 3- Fylgjur, svipir og fylgidraugar (ættarfylgjur). III. Galdrasögur, og hvað galdur sje. 1. J frnáttúrlegar gáfur, skyggnleiki eða ofsjónir, of- heyrn, forspá, draumvitranir. 2. Töfrabrögð, sem til galdra hafa verið höfð, t. d. flceðarmýs, flnnabrœkur (skollabrœkur eðaPapeyjar- buxur), tilberar eða snakkar, sagnarandi, gandreið, þórshamar, glímttgaldur, brýnugaldur, galdrastaflr, sœringaþulur og bœnir, útisetur á krossgötum, á- kvæði, ummæli eða álög, o. s. frv. 3. Galdramanna-sögur. IV. N á 11 ú r u s ö g u r. 1. Dtjrasögur; hjer heyra undir öll þau dýr, sem ein- hverjar kynjasögur fara af eða hafa farið, t. d. ill- hveli, óætisflskar, t. d. blágóman, öfuguggi, loð- silungur, hrökkáll, o. s. frv., dýr, sem tala, og fuglar ýmsir, t. d. óðinshani, þórshani, keldusvín; óskabjörn, pjetursbudda, o. fl. 2. Grasasögur, um öll náttúrugrös, t. d. Brönugrös, eða Fryggjargras, Freyjuhár, Lokasjóð, Baldursbrá, skollafót, Maríustakk, o. s. frv. 3. Steinasögur af náttúrusteinum, t. d. óskasteininum, lífsteininum, steinamóðurinni, o. s. fr. 4. Örnefnasögur um þá staði, sem eitthvað kynlegt er við. 5. Sögur um lopt.s/ónir og himintungl, um friðarbog- ann (regnbogann), vetrarbrautina, norðurljósin, víga- brand, vígahnetti, hafgall, veðrahjálm, hjálmabönd, úlf og gýl, úlfakreppu, stjörnuhrap, stjörnunöfn norrœn. V. H e 1 g i s ö g u r. 1. Guð og kölski. 2. Helgir menn, helzt innlendir. 3. Paradis og helvíti. 4. Refsidómar guðs. 5. Bjátrú úr pápisku og pápiskar bœnir. VI. Viðburðasögur. 1. Kirkjusögur, helgi kirkna og máttur til áheita, um klaustrin fornu og biskupsdœmin, o. s. frv. 2. Frá fornmönnum, sögur um hina fyrstu landnáms- menn og aðra fornfræga menn fram um 1400, hvort sem þeirra er getið í fornsögum eða ekki, og um fornstöðvar allar með nákvæmri lýsingu og máli, og helzt með uppdráttum af tóptum og öðrum mannvirkjum; þess kyns eru lýsingar á fornum byggðarlögum og bœjum, sem nú eru eyddir, en bœjanöfnin þó eptir og önnur örnefni, dregin af fornmönnum og bústöðum þeirra; hvernig bœirnir hafi eyðzt. J>á eru Jýsingar á öðrum fornvirkjum og fornmenjum, sem finnast kunna og fundizthafa, t. d. garðlög, göngugarðar, vörzlugarðar, stakkgarð- ar, hagagarðar, haugar, hvar þeir sjeu og við hverja kenndir, hvort grafið liafi verið í þá, livað í þeim hafi fundizt, og hvað sje af því orðið. Lýsing ná- kvæm á fornum þingstöðum, dómhringum, búðum, hofum, hörgum, blótsteinum, og kirkjustœðum forn- um með lengdarmáli, þvermáli og ummáli í álnum eða föðmum, á fornum laugum, brúm (steinbogum og öðrum brúm, sem gjörðar hafa verið), brautum, höggnum eða ruddum af manna-höndum. Glögg lýsing með uppdráttum af gömlum verkfœrum og áhöldum, fornum útskurði, byggingum, skálum og af húsbúnaði fornum, t. d. af útsaumuðum tjöldum, stólum, súlum, súðar- og þilfjölum, byrðum, örk- um, af vopnum, reiðtygjum, búningum karla og kvenna, sem menn vita að verið hefur til, með nöfnum og lýsingum. 3. Sagnir frá seinni öldum af merkilegum viðburð- um í náttúrunni, jarðeldum, vatnsflóðum, skriðum og skemmdum, af drepsóttum (t. d. svarta-dauða), dýrtíð, óárun, og auðnum þeim, sem af öllu þessu hafastaðið; af voveiflegum dauðdögum og slysum, af ránum og ránsmönnum, af morðingjum, af skemmt- unum, reiðum og reiðmönnum; af afreksmönnum, sterkum mönnum, sjóferðamönnum, göngumönnum, o. s. frv. VII. Útilegumannasögur hinar betri, sem hafa eitt- hvað einkennilegt og sennilegt við sig. VIII. Æfintýri, eða sögur af kóngi og drottningu í ríki sínu og karli og kerlingu í koti sínu (garðshorni). IX. Iíýmnisögur; þær sögur eru mjög meðýmsumóti; stundum skýra þær frá brögðum og hrekkjum, sem beitt hefur verið, til að komast sjálfur úr beyglum, eða til að blekkja aðra; stundum fer atburðurinn fram á þeim stöðum, sem kýmni á sízt við, ogverð- ur fyrir það enn hlœgilegri; stundum er undirrót sögunnar háskalegur misskilningur og fljótræði; sög- ur af hlœgilegum kvonbónaferðum, af heimskingjum og ílónum, af ginningarfíflum og nirflum.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.