Íslendingur - 19.10.1861, Síða 6
94
skemmda vatni, er menn þarneyðist til að lifa á. Ólavíu*
talar og um þennan sama sjúkdóm, og segir hann verði
opt að nokkurs konar holdsveiki, enda kvað Grímseying-
ar og eigi kemba hœrurnar, og er það sögn kunnugra
manna, að eyjan mundi eyðast af fólki, ef þangað flœkt-
ust eigi við og við ýmsir út frá landinu, er varla þykja
vistgengir.
Yjer liöfum fyrir nokkrum árum talað við gagnkunn-
ugan, skynsaman og skrumlausan mann, sem verið hafði
yflr 20 ár á Húsavík, þangað sem Grímseyingar sœkja,
um eyju þessa, og kvað hann raun til þess að vita, að
fólkið væri eigi tekiðburtaf henni, og flutt'í land, því að
slíka aumingja, sem Grímseyingar væru, hefði hann hvergi
sjeð hjer á landi, og var hann þó landi voru mjögkunn-
ugur. f>á gaf og hinum enska skipstjóra Commerell á
að líta, þegar hann sigldi þangað 1857, því að svo sagði
hann oss, að aumara fólk hefði hann aldrei sjeð á æfl
sinni, og að eigi gætu menn talið það sker byggilegt, enda
mun og fyrst hafa farið að ganga fram af honum, þeg-
ar hann sá prestssetrið og prestsskepnuna, sem þar hafði
þá verið látinn kúra um tíma.
|>að er að vonum lítill sómi fyrir land vort og stjórn
þess, þegar menntaðar og framandi þjóðir sjá slíka út-
legðarstaði, því þeir væru illhafandi fyrir óbótamenn,
og það ætlum vjer að allir menntaðir menn, sem af eigin
reynslu þekktu bæði Grímsey og Síberíu, mundu eigi
lengi þurfa að hugsa sig um, að heldur vildu þeir kjósa
Síberíu en slíkan stað, og er þó útlegðarstaður þessi al-
rœmdur um alla norðurálfuna. Oss virðist það engin bót
í máli, þótt það kynni að verða sagt um eyju þessa, að
þar sje góður afli með köflum, því að slíkt mætti og finna
á Jan-Mayen, og jafnvel á Spitsbergen, og mun þó eng-
um detta í hug, að flytja þangað bústað sinn, eða vera
valdur að því, að menn komist á slíka útlegðarstaði, eink-
um þegar um nóg landrými er að gjöra á meginland-
inu; það liggur í augum uppi, að góðu árin á Grímsey
munu vera hin langfæstu, þegar menn vita með vissu, að
hafísinn vitjar allra útkjálka landsins 7 sinnum á hverjum
10 árum, enda er hann og að dómi allra hinna beztu
vísindamanna allt af að verða smá-nærgöngulari og nær-
göngulari hinum norðlægustu löndum. Dœmi þessa má
finna í ýmsum lærðum bókum Bandafylkjamanna, því sök-
um kuldans við Hudsons-fíóann hafa þeir gjört sjer far
um, að komast að, hvort norðurheimskautsísinn fœri vax-
andi eða eigi, og sýnist allt að benda á, að svo sje, enda
má og sjá á ferðabók Graaes, að Norður-Grœnlendingar eru
allt af að fækka, og fœra sig suður á við, er þeirsegja,
að norður-sírendur Grœnlands verði æ óbyggilegri. það
sama mun og saga lands vors sýna, sje hún lesin vel
niður í kjölinn, og tjáir oss íslendingum á útkjálkum og
úteyjum lands þessa að norðanverðu lítt að berjast við
þessa óblíðu náttúrunnar, því kuldi og ís mun þar örðug-
ur fyrir alla jarðarrœkt, enda má og nærri því geta, að
hafísinn gjörir sjávaraflann á Grímsey mjög svo hvikulan
og fallvaltan.
þá eiga og vesalings-Grímseyingar, eins og allir vita,
mjög örðugt til allra aðdrátta frá kaupstöðum og megin-
landinu, og dœmi eru til í sumar, að Grímseyingar lágu
mörgum vikum saman í Eyjafirði, svo að þeir gátu eigi
komizt heim til sín, enda er það og opt með mestu á-
heitum, að þeir ná eyjunni eða landinu, þegar þeir fara
til lands, og munu þeir að öllum jöfnuði eigi þætta
á þetta nema einu sinni á ári, þegar lengstur er dagur.
Af því, sem hjer að framan er sagt, má nærri því geta,
hvernig híbýli Grímseyjarmanna eru. Rekinn er þar, eins
og alstaðar, allt af að minnka, og mest af því, sem rekur,
gengur til eldiviðar, eins og von er, þar sem varla er
annað að brenna en fugla- og fiska-bein, með þangi, sem
þó kvað allt fást af mjög skornum skamti.
Menn mega nú nærri því geta, hvílíka æfi fólk á á
slíkum stað, og naumast skiljum vjer, hvemig það getur
sameinast mannúðlegri tilfinningu og kristilegum hugsun-
arliætti, að vita meðbrœður sína á slíku flœðiskeri, um
sama Ieytið sem menn á meginlandinu eru að kvarta um
vinnufólksleysi; en slíkar umkvartanir hafa þó komið fram
á alþingi voru á hinum síðustu árum. En þrátt fyrirþetta
hefur þó Grímsey talsmann sinn, eins og sjá má af »J>jóð-
ólfs« 18. árgangi, nr. 35—36; hann hefurkarlfuglinn fundið
sjer skylt, að furða sig á því, hvers vegna stiptsyfirvöldin
eigi hafi undir eins rekið þangað einhvern prest, allt að einu
og þessir bágstöddu eyjarskeggjar væru í nokkru veraldlegu
betur komnir, þótt einhver menntaður maður sampíndist
þeim þarna úti í reginhafi. Oss dettur nú eigi í hug, að
fara að verja stiptsyfirvöldin íþessumáli, því að þeir hefðu
sem œðstu landsins yfirvöld fyrir löngu átt að hafa stungið
upp á því við sljórnina, að fólkið yrði sem fyrst fiutt úr
þessum auma útlegðarstað, því að þetta var einmitt sam-
boðið mannlegri tilfinningu og kristilegri skyldu. Yjer
höfum raunar á seinni tímum, síðan með fjárkláðamálið
var svo farið, eins og það hefur verið í »J>jóðóIfi«, eigi haft
neitt sjerlegt álit á mannúðlegum og óvilhöllum framfara-
anda hans; oss virðist stefna hans að miklu leyti opt vera
sú, að slá einungis lýðnum gullhamra á ýmsa vegu; en
þótt hann gjöri þetta, ætti höfundurinn að varast að hag-
nýta sjer þetta gamla vopn óhlutvandra blaðamanna, sum-
sje það, að níða alla embættismenn, en tala þó um all-
an þorra lýðsins, eins og væri hann þeirra eina stoð og
stytta; verið getur raunar, að sumum falli þetta vel í geð,
en varla höldum vjer þó nokkurn mann svo einfaldan, að
hann meti mikils læknisattesti hans, eins og líka hver
einn heiðvirður læknir mun láta sjer það liggja í Ijettu
rúmi, þótt »J>jóðólfur« rengiþað, er hann segir eptirbeztu
sannfœringu sinni. Vjer getum þessa að eins með tilliti
til útásetningar »J>jóðólfs« á læknisattesti það, er kandíd.
Oddur Gíslason fjekk hjá landlækninum, þegar stiptsyfir-
völdin álitu sig að hafa vald til, að skikka hann út í Gríms-
ey, og sem lýtur að því, að það virtist „ótiltcékilegt“ fyrir
nefndan kandídat, að fara í þennan stað, því eins og það
liggur í augum uppi, að þetta er ótiltœkilegt fyrir hvern
mann, sem á nokkurs annars úrkosti, svo er það einkum
fýfir þann mann, er áður hefur heldur verið heilsulinur,
og er með öllu óvanur lífinu á slíkum stöðum sem Gríms-
ey, en það munu flestir þeir vera, er upp alizt hafa hjer í
Reykjavík, þar sem menn hafavanizt hreinlegum oghlýj-
um híbýlum og góðu viðurværi. J>að stendur auk þess
svo á fyrir þessum manni, að hann hefur fyrir gömlum
foreldrum að sjá, og mundi hann varla fœr að vinna fyrir
sjálfum sjer, hvað þá heldur fyrir þeim með, ef hann
missti heilsuna nú þegar á unga aldri, en það þykir oss
allir þeir eiga á hættu, er verða prestar í Grímsey, eink-
um sjeu þeir áður nærfellt óvanir hinum bágbornari ís-
lenzka lifnaðarhætti.
Orðatiltœki »J>jóðólfs« um heilsufar tjeðs kandídats eru
svo stýluð, að hann segir, »að flestir þeir, erþekkihann,
muni verða að œtla, að þá muni jafnvel enginn liafa
heilsu til að vera þar (í Grímsey) prestur, ef hann væri
ófœr til þess«. Oss er eigi auðið á að gizka, hvað les-
endur og vinir »J>jóðólfs« »ætla« eða »munu ætla«, og oss
þykja heldur óvissar allar þessar ætlanir herra »J>jóðólfs«,
þar sem um velferð og heilsu manna er að tefla. J>ær
koma og mjög illa saman við það, sem þeim, er þekkja
mann þann, er bjerumrœðir, einna hezt, halda og segja,