Íslendingur - 19.10.1861, Side 7
95
og til að sýna þetta, setjum vjer lijer vottorð skólastjór-
ans við latínuskóla vorn, dags. 6. októb. þ. á., en hann
hefur, eins og sjá má, þekkt 0. Gíslason í 8 ár; vottorðið
hljóðar svona:
»Eptir beiðni hlutaðeiganda vottast hjer með, að
“prestaskólakandídat Oddur Gíslason allan þann tíma, sem
»hann gekk lijer í skóla, nefnil. frá 1850 til 1858, var
"fremUr heilsutæpur og lingerður, svo að hann fleirum
»sinnum varð að vera burtu úr kennslutímum, í lengri
»eður skemmri tíma; einkum lá hann í fleiri mánuði í
»»typhus«; í annnað skiptið fjekk hann œxli, og opt var
»hann tálmaður af augnveiki. Af þessum lasleika hans
»orsakaðist, að hann dvaldi hjer lengur í skólanum, en
»annars hefði mátt viðbúast eptirgáfum hans og ástund-
»un; þetta vottast hjer með samkvæmt skólans proto-
»kollum«.
J. II.
Uettifoss.
(Hann er í Jiiknlsá í Axarflrbi, mikill og fagur foss).
1. J>ar sem aldrei á grjóti gráu
gullin mót sólu hlæja blóm,
og ginnhvítar öldur gljúfrin háu
grimmefldum nísta heljarklóm,
kveður þú foss, minn forni vinur,
með fimbulrómi sí og æ;
undir þjer bergið sterka stynur
sem strá í nætur-kulda-blæ.
2. Iíveður þú ljóð um hali horfna
og hetjulíf á fyrri öld,
talar þú margt um frelsið forna
og frægðarinnar dapra kvöld.
Ljósgeislar á þjer leika skærir
liðnir frá sól í gegnum ský;
regnboga-litir titra tærir
tröllauknum bárum þínum í.
3. (Egilegur og undra-fríður
ertu, hið mikla fossa-val,
aflrammur jafnt þú á fram líður
í eyðilegum hamrasal.
Tímarnir breytast; bölið sára
það brjóstið slær, er fyr var glatt,
en allt af söm þín ógnarbára
ofan um veltist gljúfrið bratt.
4. Stormarnir hvína, stráin sölna,
stórvaxin alda rís á sæ,
á rjóðum kinnum rósir fölna
í regin-köldum harmablæ,
brennandi tár um bleikan vanga
boga, því hjartað vantar ró,
en allt af jafnt um æfi langa
aldan í þínu djúpi hló.
5. Ulunda vil jeg í bárum þínum,
þá bleikur íoksins hníg jeg nár,
þar sem að enginn yfir mínu
önduðu líki fellir tár,
og þegar sveit með sorgarhljóði
syngur döpur of ann’ra ná,
í jörmun- efldum ítur -móði
yfir mjer skaltu hlæja þá.
Kr. Jónsson.
JTIainislíaði. Föstudag 11. þ. m. á áliðnum
degi lögðu 3 menn á báti úr Hafnarfjarðarkaupstað, og
ætluðu heim til sín suður á Yatnsleysuströnd. Báturinn
var að sögn nokkuð hlaðinn. Mennirnir á bátnum voru
þeir Guðrnundur Brandsson alþingismaður, og mágarhans
tveir, Magnús og Jón Egilssynir. Egill, faðir þeirra brœðra
°g Margrjetar, konu Guðmundar Brandssonar, er bróðir hins
oafnkunna vísindamanns, jþorleifs heitins Repps. Yeður
gekk að af norðri, og gjörði ófœrt, er leið á kveldið. Menn j
sáu bátinn sigla þvervindi suður með landi, en er kom I
suður undir Keilisnes, varð eigi lengur við ráðið; sjór gekk
í bátinn, honum hvolfdi, og þeir drukknuðu þar allir. Yarð
þar mikill mánnskaði, því auk þess, sem þeir brœður
Magnús og Jón voru nýtir menn og dugandi bœndur,
ungir að aldri, og áttu fyrir konum og börnum að sjá, þá
má með sanni segja, að Suðurland missti einn af sínum
merkustu og beztu bœndum, þar sem Guðmundur var
Brandsson. Hann hafði ágæta vitsmuni, skilningurinn
hvass og minnið óbilugt, skáldmæltur vel og smiðurgóð-
ur, bezti búhöldur, fylgismaður mesti, að hverju sem hann
gekk. Sem þingmaður var hann þjóðkunnur orðinn hjer
á landi, og þeir, sem rekja feril hans á þingum, geta
bezt sjeð, hve ötull og ótrauður þingmaður hann var, hve
skarpvitrar athugasemdir hans einatt voru, hve fljóturhann
var að finna hvern agnúa, sem á var málunum, og hversu
hann mundi út í hörgul hvað eitt, sem fyrir hafði kom-
ið á hverju þingi. Fyrir tveim árum gaf hann einum
af útgefendum íslendings dálítið ágrip æfisögu sinnarhjer
um bil þannig orðað:
»Jeg er fœddur 21. okt. 1814 á Kirkjuvogi í
Ilöfnum innan Gullbringusýslu. Foreldrar mínir hjetu
Brandur Guðmundsson og Gróa Ilafliðadóttir. Faðir
minn var sonur Guðniundar Brandssonar, Bjarnason-
ar, Halldórssonar, er lengi bjó á Víkingslœk í Rang-
árþingi, og verður ætt sú rakin að langfeðgatali til Höfða-
þórðar. Ætt móður minnar er mjer miður kunn. Allt
að tvítugs-aldri ólst jeg upp í Iíirkjuvogi hjá foreldrum
mínurn; nam jeg af föður mínum skript og nokkuð í
reikningi og töluvert í smíðurn. þaðan fór jeg eptir föð-
ur míns tilhlutun til Snorra kaupmanns Sæmundssonar í
Keflavík, og var lengst af í kaupstað þessum, þangað til
jeg giptist 21. maí 1840 konu minni Margrjetu Egilsdóttur,
Guðmundssonar, Iíöðvarssonar, Ilögnasonar, er var prest-
ur á Breiðabólstað í Fjótshlíð. Sama ár fór jeg að búa,
þar sem jeg enn er (í Landakoti), og var þá um liaustið
skipaður hreppstjóri; hafði þann slarfa á hendi rúm 3 ár,
en eptir eigi full 4 ár tók jeg aptur við hreppstjórn fyrir
beiðni sýslumanns og sveitunga minna, sagði henni af
mjer 1855, en tók við henni í þriðja sinn 1857 og hafði
á hendi um 3 ár. Fyrst þegar kosið var til alþingis,
varð jeg fyrir varaþingmannskosningu í Gullbringu- og
Iíjósarsýslu, en kom eigi á alþingi fyr en 1849, og hef
haft þar setu síðan, þegar þing hefur verið haldið; jeg var
og á þjóðfundinum 1851. Ár 1857 varð jeg fulltrúi bú-
stjórnarfjelags suðuramtsins, og samaár sáttagjörðarmað-
ur í Vatnsleysustrandarhreppi, og hef þann starfa á hendi
enn sem koifiið er. Börn okkar konu minnar eru þessi:
Guðmundur, Ilrandur, Egill, Guðmundur. Allir þykja drengir
þessir mannvænleglr, en ungir eru þeir og lítt reyndir«.
!§kólapiltar
í lieylijavíkur lœrða skóla í októbermánuSi 1861.
4. bekkur.
1. Þorsteinn Jónsson, sonur Jóns bónda þorsteinssonar
á Miðkekki í Árnessýslu.
2. Skúli Magnússon, sonur sjera M. heitins Jónssonar,
prests í Meðallandsþingum í Skaptafellssýslu vestari.
3. Jörgen Pjetur H. Gudjohnsen, sonur organsleikara
P. Gudjohnsens í Reykjavík.
4. Hjörtur Jónsson, sonur sjera Jóns Hjörtssonar á
Gilsbakka í Mýrasýslu.
5. Hallgrímur Sveinsson, sonur sjera Sv. Týíelssonar á
Staðastað í Snæfellsnessýslu.
6. Jónas Bjamarson, sonur Bjarnar bónda Guðmunds-
sonar á þórormstungu í Húnavatnssýslu.