Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR. 28. desember. Ferðalög1 inaniia mn norðnrstrendur Arneríkii og ishalið J>ar f'yrir norðan. (Framhald, sjá ísl. nr. 7. annaö ár). Nú liðu svo 2 ár, að ekki spnrðist til Jóns Franklíns; gjörðust þá marg- ir hugsjúkir um ferðir hans og hjeldu, að eitthvað mundi að vera; báru menn þá ráð sín saman, hvað gjöra skyldi, og varð sú niðurstaðan, að hin enska stjórn gjörði út menn í prjár áttir, að leita hans og þeirra fjelaga; skyldi ein leitin fara landoeg, en tvœr sjóveg. Leitum þessum var þannig hagað: ein skyldi halda norður í Baffínsflóa og inn um Lankastersund til vesturs, þá leið, er Franklín hafði átt að fara; önnur suður um Ameríku, norður með henni vestanverðri og norður úr Beringssundi og leita þaðan í austur; liin þriðja skyldi fara landveg norður á Ameríku-strendur, og kanna þær á báða bóga með sjó fram. Menn gjörðu sjer mestar vonir um þá leitina, er halda skyldi vestu'r um Lankastersund; var hinn víðfrægi James Ross fyrirliði hennar, og margir vaskir menn í för með honum; þar voru þeir Mac Clure og Mac Clintocli, er síðar urðu mjög frægir. James Ross lagði af stað tveim skipum (Entreprise og Investigator) á öndverðu sumri 1848. Iíomust þeir inn Lankastersund og vestur undir Leopolds- ey, en þar festust skipin í ísum og sátu þar hinn næsta vetur; könnuðu þeir þá alla Sommerset-ey og fundu ekki. Sumarið eptir freistuðu þeir að komast norður um Well- ington-sund, en það var þá alit ísum lagt, og isinn yflr 7 álna þykkur; gátu þeir eigi, þó sagir þeirra væru 6 álna langar, sagað gegnum ísinn, og urðu frá að bverfa við svo búið. Iljelt James Ross heim aptur undir vetur- nætur 1849. Fyrir þeirri leitinni, er send var vestur í Berings- sund, rjeðu þeir Moore og Kellet, og stýrði sínu skipinu (Plover og Herald) livor þeirra; komust þeirnorðurúr Ber- ingssundi, sendu einn af undirforingjum sínum, er Pullen hjet, á bátum austur með landi; ljet hann þar vistir eptir á ýmsum stöðum, ef þeir Franklín kynnu þangað að leita, en hvergi varð hann þeirra var, og sneru þeir Moore og Ivellet aptur við svo búið suður í Beringssund haustið 1849, og Ijetu þar fyrirberast fyrst um sinn; töldu þeir víst, að Franklín og fjelagar hans mundu eigi liafa komið þar vestur á strandir. Hin þriðja leitin, er vjer nefndum fyr, hjelt norður eptir Ameríku; fyrirliðar voru þeir Jón Richardsson og Dr. Jón Rae, — hann kom hingað til lands með Shaffner í fyrra-sumar, og er oss því að nokkru kunnur. — Iíom- ust þeir alla leið norður að íshafl; hittu þar Skrælingja- þjóðir; hjeldu alstaðar spurnum fyrir um þá Franklín, en enginn kunni neitt til hans að segja. Sneru þeir Jónar því næst heim aptur, og undu illa við svo búið. Svo voru liðin 5 ár (1845—1850), að engar komu fregnir af Franklín; þótti nú sumum mönnum litlar líkur til, að hann mundi á lífl vera. |>ó hjet hin enska stjórn hverjum þeim manni 20,000 punda sterlings að verðlaun- um, er borgið gæti Franklín eður skipverjum hans, og hona Franklíns Iagði þar á ofan 3000 pd. sterl. Mundi nú flestum hafa horfið hugur og geflzt upp, að leggja líf og fje í sölurnar til þess að leita lengur út í slíka óvissu, sem hjer var, og eptir allar þær tilraunir, er gjörðar höfðu verið á þrjá vegu, árin 1848 og 1849, eins og frá liefur verið skýrt; en því fór fjærri. Nú tók Englendingum fyrst að vaxa hugur, og nú gjörðu þeir árið 1850 út skip og menn í aðra leit, miklu meiri og rausnarlegri en hina fyrri. Af leit þeirri, er gjörð var eptir Franklín árin 1848 —49, voru menn komnir að raun um, að hans varhvorki að leita í Lankaster- eða Barrow-sundi austanverðu, nje lieldur á því svæði um strendur Ameriku norðanverðar, er þeir Jón Richardsson höfðu um farið; hjeldu því marg- ir, að Franklín hefði komizt allt vestur að Melvilieey, hald- ið síðan þaðan eitthvað vestur í haf og stýrt norðarlega; þar mundu skipin síðan hafa orðið föst í ísum, og þar hefði hann, ef til vildi, orðið að láta þau eptir, svo mundi hann annaðhvort hafa tekið það tilbragðs, að dragakost- inn við skipshafnir sínar, til þess að treina þeim hann sem lengst, eða þá, ef hann hefði þótzt fyrir sjá, að vistir mundu eigi heldur með því móti endast, að hann hefði þá leitað sjer lífs mcð því, að halda suður að Ameriku- ströndum og ná Mackenzífljóti, og fara svo upp með því og suður til byggða; því það vissu menn, að Franklínvar flestum mönnum kunnugri á því svæði, því þær strendur hafði hann allar kannað og um farið fyrir nokkrum árum, eins og áður er sagt; þess var og tilgetið, að liann rnundi hafa reynt að snúa við aptur og komast austur í Lan- kaslersund á ísum og ná í hvalveiðaskip austur í Baffins- flóa, og bjarga þannig lífi, eins og Jón Ross hafði gjört árið 1833. þegar allt þettavar saman borið, þótti liinum vitrustu og kunnugustu mönnum: Parry, Jóni og James Ross og Sabine og fl., er um þetta voru spurðir, að verið gæti, að þeir væru enn á lífi, og fyrir því hlýddi eigi ann- að, en fara aptur af stað og leita betur. Fyrir þá sök varnú af ráðið, að senda megin-leitina norður í Lankas- tersund, reyna að ná Melville-ey, en kanna þó jafnframt Walkershöfða og allar strendur í nánd við hann, svo og Wellington-sund og Jones-sund á bæði lönd, en jafn- ldiða þeirri leit skyldi þó senda aðra leitarmenn, sem áð- ur, norður úr Ilerings-sundi, svo og norður á Ameríku- strandir, og leita þar allt frá Mackenzí-fljóti austur með sjó, sem auðið yrði. Skulum vjer nú í fám orðum skýra frá, hvernig mönnum var skipað í leitir þessar (árið 1850), liverjir voru fyrirliðar, og hver skip þeir höfðu til uinráða. 1. Frá Berings-sundi átti að hefjaeina ieitina; voru þang- að send 2 skip, Entreprise og Investigator. Yfir þessa leit var Collinson settur, og stýrði hann Entriprese, en Mac Clure gekk honum næstur og stýrði Investi- gator. Ilið þriðja skipið, Plover, sem áður var nefnt, átti að halda kyrru fyrir í sundinu, og hafa til taks vistir og ýms áhöld, er bresta kynnu handa hinum tveimur skipshöfnum, er vjer nú nefndum. 2. Norður á Ameríkustrandir voru þeir Pullen og dr. Rue sendir, og áttu að fara þar á bátum með landi fram. 3. Til Lankastersunds voru send 10 skip í 5 deildum. Hin fyrsta eður aðaldeildin var undir forustu Austins (Eysteins ?); hann hafði 4 skip, seglskipin »Resolute« og »Assistance«, og gufuskipin »Pioneer« og »Intrepid«. Önnur minni deild var undir yfirstjórn Pennys; 113

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.