Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 2

Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 2
114 v hann hafði tvö seglskip, er hjetu »Lady Franklín« og »Sophia«. Svo er sagt frá Penny, að hann hafi fyrst farið norður með hvalveiðamönnum, er hannvará 12. ári, og síðan 28 ár í sífellu, og hafði um mörg ár verið hvalaformaður; honum var við brugðið fyrir áræði og hvatleik og heppni. Fyrir priðju deildinni var Jón Ross öldungurinn; hann mátti eigi heima sitja, er aðrir fóru, þótt hann hefði 74 ár á baki; hann hafði eitt skip; það hjet »Felix«. Fjórðu deildina gjörði Lady Franklín út; sá hjet Forsyth, er þar var fyrirliði, en skipið »Prins Albert«. I finnntu deildinni voru Ameríkumenn á tveim skip- um, »Advance« og »llescue«; hjetsá Haven, erþeirri deild stýrði. fannig fóru 13 skip af stað til að leita Franklíns árið 1850, og að auki landleitin, sem áður var sagt, norður á Ameríkustrandir. Enska stjórnin gjörði út þá, sem fóru um Beringssund, þá, sem fóru landveginn norður, og þá Austin og Penny. Iíaup- mannafjelagið við Ilúðsonsflóa gjörði út skip það, er Jón Itoss stýrði. Lady Franklín gjörði Forsyth út, sem áður er sagt; og kaupmaður einn í Nýju-Jórvík í A- meríku, að nafni Henrik Qr.innell, gjörði Haven út, því stjórn Ameríkumanna, er Lady Franklín hafði skor- að á að ráðast í leitina með Englendingum, var svo lengi að velta því máli fyrir sjer, að Grinnell varð fyrri til, og aðstoð stjórnarinnar varð mestmegnis að eintómri endaleysu. Nú er þessu næst að minnast lítið eitt á norðurför þessara þriggja leitarflokka. f>eir Collinson og Mac Clure lögðu af stað í janú- armán. 1850, og voru um sumarmál komnir suður fyrir suðurodda Ameríku; þar skildust skipin að, og hittust aldrei síðan. Hjeldu þó hvorirtveggja í sömu áttina, norður Ind- landshaf til Beringssunds, og náðu þangað í ágústmánuði samsumars. Mac Clure varð á undan, þótt skip lians sigldi miður en Collinsons. Hjelt hann nú til austurs með Ameríkuströndum norðanverðum, festist einatt í ís- um og komst í mestu mannraunir, en brauzt þó jafnan áleiðis með ráðum og dáð; hafði endalaust íshaf til vinstri handar, en Ameríkustrendur á hœgri hönd; landið var víð- ast flatt, útgrynni mikið, Skrælingjaþjóðir hjer og hvar. Loksins, er hann var kominn lijerumbilá mótsvið miðja Ameríku að norðan, sá Mac Clure land í norðurátt; þang- að hjelt hann og nefndi landið Baringsland. í öndverð- um októbermán. urðu ísar allir samfastir, og fraus skip Mac Clures fast í þeim í sundi því, er gengur til norðurs austan með Baringslandi. Fyrir austan það sund er Wol- lastonland. Litlu síðar, en þeir festust algjört í ísnum, lagði Mac Clure af stað fótgangandi eptir sundi þessu norður á ísa, og hinn 26. dag októbermán. sá hann, að sund þetta þraut, og að annað sund tók við, er geklt þvert fyrir frá austri til vesturs. |>að var Melville- eða Parry-sund; gengur það vestur af Barrow-sundi, og fór Parry þá leið 30 árum áður, þá er hann komst vestur að Melville-ey. Sá nú Mac Clure Melville-ey til norðurs, hinu megin við Parry-sund; en landið, sem hann hafði fundið og kallað Baringsland, var reyndar allt hið sama, sem Parry hafði sjeð til suðurs frá Melville-ey, og kallað Banksland. En þannig liafði nú Mac Clure fundið norð- vesturleiðina, sem menn höfðu svo lengi leitað eptir, þótt ísinn bannaði honum að fleyta skipinu norður til Mel- ville-eyar. Sneri hann nú aptur til sinna manna, og Ijet þar fyrir berast um veturinn 1850—1851. Sumarið eptir kpmst hann á skipinu vestur fyrir Banksland og norður með því að vestanverðu, og loksins eptir dœmafáar mann- raunir fyrir norðurhöfða þess og inn á höfn þá, er hann kallaði Bay of Gods mercy (þ. e. guðs-miskunnarhöfn). J>ar sátu þeir Mac Clure ísfastir 2 vetur og eitt sumar, og komust loksins í miðjum aprílmánuði 1853 á önnur ensk norðurleitaskip, er þá lágu inni frosin í ísum 30 mílum austar, en þó eigi fyr til Englands en seint á sumri 1854. Iiefur Mac Clure og þeir fjelagar hans átt lengsta útivist af norðurleitamönnum norður á ísum, annar en Jón Ross. Er mikil saga og merkileg frá honum að segja. En svo fór honum sem Jóni Ross forðum, að hann varð að láta skip sitt eptir undir Bankslandi, og hefur það aldrei síð- an sjezt. Frá Collinson er það að segja, að liann varð á eptir Mac Clure, hjelt þó norður úr Beringssundi samsumars (1850), og komst lengra norður á þann bóginn, ennokkur annar hefur komizt, eður freklega á 73° norðl. breiddar, en ísar bönnuðu honum alveg, að komast austur á bóginn, og ljet liann því fyrir berast næsta vetur við Hong-Iíong, það er í Sínverjalöndum. Sumarið eptir hjelt hann að nýju norður úr Beringssundi og austur með landi, og lá vetur hinn næsta skammt þar frá, er Mac Clure hafði verið hinn fyrstavetur; kannaði þá landið (Wollastonland) að nokkru leyti, var 3. veturinn þar norður í ísum, og kom skipi sínu svo langt norður eptir sundi því, er Mac Clure sat fastur í veturinn 1850—51, að eigi voru nema röskvar 13 mílur vegar norður í Melville-eða Parry-sund, þar sem Parry hafði siglt vestur að Melville-ey. En svo hefur Coliinson sagt frá, að aldrei nnini mönnum auðnast að sigla um það litla hapt, svo kvað ísinn vera þar stór- gjörður. Collinson komst á ísum allt norður á Melville- ey, en það var merkilegt um þessa för hans, að hvar sem harm kom að landi og fór að kanna strendur, þá höfðu þar jafnan aðrir kannað á undan honum, annaðhvort Mac Clure, dr. Rae eða aðrir; en þó hann væri óheppinn að því leyti, þá var hann svo hamingjusamur, að koma skipi sínu heilu og höldnu til Englands sömu leið aptur, sem fram, sumarið 1853, og liann hafði siglt manna lengst urn norðuríshafið, og sýnt, að komast mátti sjóleið með ströndum vestan frá Beringssundi allt austur undir King Vilhjálms-ey. Hvorugur þeirra, Collinson eða Mac Clure, fundu neinar leifar eptir Franklín, þær er teljandi sjeu; hinn fyr nefndi fann að eins, sunnan til við Wollaston- land, lítið brot af siglutrje, og þó með þeim ummerkjum, að verið hefði á ensku skipi. J>að segja menn verið haft af skipum Franklíns, en Collinson hugði þá, að vera mundi af skipum einhvers þeirra, er í leitina voru sendir. Nú er að segja frá þeim Pullen og dr. Bae, er sendir voru landveg í norðurleitina. Pullen náði 22. júlímán. 1850 á bátum sínum ósum Mackenzífljótsins, en hitti hafís austur með ströndum, og komst að eins austur að Ba- thurst-höfða1, en úr því var ófœrt að komast lengra austur sökum ísa; sneri hann þá aptur vestur á leið, og hafði fengið skemmdir á bátunum. Árangur af lians för varð því einungis sá, að hann fann nokkrar smáeyjar fyrir mynni Mackenzífljóts. Dr. Rae komst samsumars ekki alla leið norður til sjávar, fyrir því að ýmsa hluti skorti til fararinnar; lagði hann upp vorið eptir (1851), og náði norður að Koparnámanjóti um sumarmál; þaðan hjelt hann norður við þriðja mann; höfðu þeir hunda fyrir sleðum og á vistir og klæði, en tjöld engin; hlóðu sjer snjóhús á kveldum og lágu í um nætur. Sjór var ísum þakinii fyrir 1) pat) er etór og einkennilegor liöffci norban á meginlandi (Ame- ríku); af honnm ejest Baringsland etia Banksland í norfcaustur. Fieiri oru nes og höftar uorban á Ameríku, en vítiast er landslagií) flatt og útgrynui meb ströndum fram ; kennir þá stórís ailur grunus, spölkorn utar en Doebarmál, og má því elnatt Deyta smáskipum milli ísa og lands.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.