Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 4
116
til hafna, en straumar og veður tóku ísinn að nýju og
ráku suðnr í sundið; hraktist Haven þar fram og aptur í
ísnum, einatt í mestu lífshættu, allt fram undir jólaföstu,
þar til um síðir að ísinn setti hann um nýársleyti austur
og ut í Baffmsflóa, og í honum sat hann, það eptir var
vetrar, náði Grœnlandi um vorið og heim um sumarið
eptir; mátti segja um Haven, að margt fer öðruvísi, en
ætlað er.
Af því, sem nú hefur verið sagt, sjá menn, að tveir
af aðalforingjunum, Forsyth og Haven voru farnir heim á
leið, en þn'r, Austin, Penny og Jón Ross voru eptir í
ísnum undir Cornwallisey. Gjörði nú hörkur miklar og
varð allt samfrosta; bjuggust menn nú fyrir á skipunum,
sem bezt þeir kunnu, og höguðu flestu lil á líkan hátt
og Parry og Jón Ross höfðu áður gjört. Segl og rár og
siglustengur voru ofan teknar; segldúkar olíulitaðir og
vatnsheldir þandir sem þak yfir skipin; snjóveggur hlað-
inn umhverfis þau; ofnar og vermipípur settar í hólfum
öllum og herbergjum undir þiljum niðri. Um klæðnað
manna var engu minni fyrirhyggja höfð; yzt klæða gengu
menn í loðskinnshempum, með stóra vetlinga á höndum,
og tók laskinn á handlegg upp; klæðishettur á höfðum
og huldu bæði háls og eyru, en þar utan yllr bifurskinns-
húfur; klútar þykkir og bundnir í strút um háls og fyrir
vitum; grímur fyrir andlitum; grá stígvjel úr klæði á fót-
um með korki undir iljum; eptir þessu var allur útbún-
aður þeirra; allt fyrir þetta kól þó rharga til skemmda á
höndum og fótum og andliti, enda er frostgrimmdin ein-
att á vetrum þar norður fram úr öllu hófi, frá 20—40°
kulda á Reaumurs frostmæli, þó stundum sje nokkuð væg-
ar. Rigningar eru þar ekki miklar, og um skammdegið
jafnan heiðríkjur; sjást þá stjörnur jafnt nætur sem daga,
en sól er þar niðri, þar sem þeir Austin voru, frá 4. nó-
vember til 26. febrúarmán.; það er um 113 daga. Um
það ljetu foringjar þessir sjer hugað, sem allir aðrir fyrir-
liðar í norðurförum, að skipverjar hefðu jafnan nokkuð
fyrir stafni, annað tveggja nauðsynjastörf eður þarflegar
skemmtanir; því það vissu þeir gjörla, að iðjuleysið elur
deyfð sálar og líkama, en deyfðinni fylgir svefn og dauði;
fyrir því skiptu þeir störfum og skemmtunum niður á vissa
tíma. þegar nauðsynjaverkum var lokið á daginn, voru
teknir upp ýmsir leikar, söngur og hljóðfœrasláttur, eða
yfirmennirnir sögðu hinum til, sem miður voru að sjer,
í ýmsum þarflegum greinum. Prentsmiðjti höfðu þeir
Austin og gáfu út tvö tímarit; hjet annað þeirra »Norð-
urljósið" (Aurora borealis); hjálpuðust menn að af öllum
skipunum að rita í þau, og allt varð þessum ágætismönn-
um að vopni og verju móti frosti, myrkri og leiðindum.
þegar leið fram á veturinn, fóru menn að búa sig undir
ferðalög og leitir. Austin og Penny voru út búnir með
sleða og öll akfœri, en Jón Ross vantaði öll þau áhöld,
og þótti það súrt í broti. Austin sendi út alis sextán
sleða; hverjum sleða fylgdi einn yfirmaður og sjö undir-
menn, er skiptast skyldu til að draga sleðann; vó hver
sleði, þegar vistir og farangur allur var á hann kominn,
130 fjórðunga, en tómur sleðinn vó 11 fjórðunga; voru
sleðarnir svo gjörðir, að fleyta mátti sem kænum yfir smá-
vakir og voga. Mac Clintock, sem þá var einn af undir-
foringjum í liði Austins, sagði fyrir um allan tilbúning á
sleðum þessum og ferðalögum á þeim, og hefur enginn
af norðurfaramönnum þótt komast til jafns við hann í
slíkum hlutum. Austin skipti svo liði sínu, að annar
helmingur fór á 8 sleðum suður að Walkershöfða, og
skyldi sá flokkurinn Ieita þar á sjó og landi. Omanncy
var þar yfir settur. Rinn flokkurinn var sendur vestur á
Bathurstland og Melville-ey; fyrir honum voru þeir Ald-
rich og Mac Clintock. í miðjum aprílmán. (1851) lögðu
livorirtveggja af stað. Omanney og hans föruneyti kom
aptur til skipanna eptir 60 daga útivist. Hitti hann svo
mikinn ís við Walkershöfða beggja megin, að honum þótti
engar iíkur til, að þar mundi nokkru sinni skip hafakomið
í nánd. Mac Clintock kom eptir 80 daga vestan af Mel-
ville-ey; hafði hann þá farið fótgangandi 200 mílur vegar,
fundið stöðvar Parrys, og þar á meðal hjólin undan sleða
hans; en Parry kom þar 30 árum á undan, semfyrsegir.
Engar líkur þótti Mac Ctintock til, að þar hefðu menn
komið síðan. llvorugur þeirra Omanneys fundu nokkrar
leifar eptir Franklín.
Penny hjelt norður í Wellingtonssund á 6 sleðum og
með 40 manns; gekk för hans heldur ógreiðlega, sökum
illviðra, enda voru akfœri hans miður út búin en Austins.
þó brauzt Penny áfram, og komst norður fyrir Grinnels-
land, sá þar auðan sjó og evjar margar; sótti báta til
skipanna, kannaði eyjarnar, en hvergi komst liann á slóðir
Franklíns. Loksins þraut hann vistir; þá mælti Penny
sorgmœddur í huga: «Aldrei fmnamenn Jón Franldin«.
Við það sneru þeir Penny aptur og náðu skipum sínum í
júlímán. lok. Á meðan hafði Jón Ross með sína sveit
kannað Cornwallis-ey, og ekkert fundið. Menn voru
þannig, eptir alla þessa þreföldu leit, engu fróðari en áð-
ur um afdrif Franklíns.
það lætur að líkindum, að þeir Austin hafi, eptir öll
þessi ferðalög, leitt ýmsar getur að því, livort Jón Frank-
lín muni hafa haldið eptir hinn fyrsta vetur, er þeir nú
vissu, aðhann hafði dvaliztá Beechey-eyjunni. það þótti
mjög ólíklegt, ef eigi fráleitt með öllu, að liann hefði
haldið til vesturs, til Melville-eyjar, því þar fundust engin
vegsummerki, eða menjar eptir hann; að hann hefði leitað
suður og vestur að Walkershöfða, eða komizt suður með
honum, þótti einnig næsta ótrúlegt, sökum liinna afar-
miklu margsamanböröu hafísa, er þar lágu og virtust alls-
endis banna allar sjóferðir þar í nánd. Öðru máli var að
skipta, er menn litu á Wellingtonssund; bæði það, að
fundizt höfðu leifar eptir Franklín við sundið, lítið eitt
fyrir norðan Beechey-evju, svo og hitt, að Penny sá auð-
an sjó fyrir norðan sundið, á þeim tíma er Barrowsund
var ísum þakið, leiddi margan á þann grun, að Franklín
hefði brotizt eitthvað norður og vestur undir heimsskaut.
þp voru sumir, er hugðu, að eitthvað sjerlegt hefði mœtt
honum á Beechey-ey — allt laut að því, að hann hefði í
skyndi tekið sig upp og farið frá eynni — mundi hann
því hafa neyðzt tii, eptir eins vetrar útivist, að snúa heim
á leið aptur, og bæði skipin síðan týnzt í Baffmsflóa. Svo
er af öllu að ráða, sem Austin hafi sjálfur ætlað, að til
einkis væri að leita Franklíns lengur. þó hjelt hann gufu-
skipum sínum, þegar kom fram í ágústmán. og ísa leysti
sundur, norðurí Jones-og Hvals-sund, en fann þar ekkert.
Fór hann þá alldjarflega og hætti mjög skipum sínum.
Bar þá svo til einhverju sinni, að ísinn rak svo fast að
öðru skipinu, að hann lypti því upp allt að 20 álnum og
keyrði það upp á skáhallan borgarjaka; hjekk það þar því
nær liðlangan sólarhring, en skipverjar fengu þó loks
komið því aptur ofan á sjóinn. Um haustið (1851) hjeldu
öll skipin heim til Englands. (Framh. síðar).
Hafísinn vi^norðanstnrströnd íslands-
(Sbr. ísl. I. nr. 17; II. nr. 4. og 5.).
Eptirfylgjandi svar til spurninga dr. Hjaltalíns um hafís-
inn liefur varaþingmaður þingeyjarsýslu herra E. Ásmunds-
son góðfúslega sent oss, og leyfum vjer oss vinsamlega að
; mælast til, að menn einkum úr Múla- og ísafjarðarsýslum