Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 8
120 sleppa við þetta eitur, og er það mjög eptirtektavert, hvernig gömul reynsla hefur hjer vísað mönnum á liinn rjetta veg og kennt þeim að umBýja hættuna. |>að munu flestir hafa tekið eptir því, að slepjaður flskur, t. a. m. slepjuð ísa er langtum óhollari en verulega úldin ísa, en þetta kemur afþví, að stœkjan (Ammonialtið) hefur eyði- lagt slepjueitrið, sem án efa gæti orðið bráðdrepandi, ef flskurinn væri jetinn annaðhvort ósoðinn eða illa soðinn. Jeg ímynda mjer því, að það sje einmitt slepjan í illa kösuð- um háf og hákall, senr geti orðið bráðdrepandi, og til þess að kornast hjá henni, eru þrjú ráð; hið fyrsta er að 7casa liáf og hákall vel, svo stækjumyndunin (Ammoníak- Dannelsen) verði fullkomin; hið annað, að purrlta hinn kasaða fiskvel og lengi, áður hann er jetinn, en hið priðja ráðið er, að eyða slepjueitrinu við suðu eða sterkan hita á rist eða steikarapönnu. Illa hertur háfur mundi alls eigi geta álitizt eitraður, ef hann væri soðinn eða steiktur, áður hann er borðaður, en eigi að síður getum vjer vel rmyndað oss, að nautn háfs eða hákalls eingöngu matar geti orðið mönnum og svo á annan lrátt að bana. Yjer gátum þess áður, að hlönduð fœða væri mann- inum hollust, en óblönduð væri óhollari og örðugri að melta. þetta á sjer nú einkum stað með alla strembna fœðu, og því gildir það sjerílagi um háf og hákall; háf- ur og hákall jetinn eingöngu er varla manna-matur, og þó allt væri í lagi um tilbúninginn á slíkri fœðu, getum vjer þó vel trúað því, að slíkt gæti orðið mönnum að bana. það er náttúrueðli magans, að hann eins og lrasast upp á sömu fœðunni, ogþví verða menn leiðir á flestum þeim mat, er menn borða lengi eingöngu, nema því að eins, að sulturinn reki því harðara eptir, og yfirgnæfl þann- ig náttúrueðli mannsins. Maginn hættir að geta melt þunga fœðu, þegar honum er ofboðið, en verði hann magnlaus, og eins og gefi frá sjer, þá hættir hjartað líka verki sínu, og getur þannig allt það, sem hleypir magnleysi í mag- ann, valdið hráðdauða\ þannighafa menn sjeð fólk hníga niður steindautt eptir snögglega drukkinn kaldan drykk, og margir munu minnast þess, hversu illt manni getur orðið, ef menn drekka mikið af kaldri mjólk í einu. þetta sam- band milli magans og hjartans kemur af því, að mæn- urnar (Nerverne), sem ganga til hvorstveggja, standa í nánu sambandi, og hafa því bæði þessi liffœri (Organer) sampíning, þegar annaðhvort veiklast. Jeg ímynda mjer, að nokkurn veginn mætti koma i veg fyrir bráðdauða af hákallsáti og háfsáti, ef menn gildu vel varhuga við því, að vanda meðferðina á hvorutveggja, og álít jeg kösunina hinn rjetta undirbúning til slíkrar meðferðar, ef hún er vandlega gjörð, og fiskakyn þetta þar eptir vel þurrkað og eigi borðað eingöngu matar; þeir, sem sökum bjargræðisskorts neyðast til að lifa á háf, ættu jafnan að sjóða hann eða steikja vel á glóð, líkt og þegar roð eru steikt, og allir ættu að varast, að borða blautan eða slepjaðan háf og hákall. Hafi mönnum orðið illt af liáf eða hákall, er sjálfsagt að taka þegar inn uppsölulyf, og reyna til að gjöra sjer klýju með fjöður, er stungið sje niður í kokið, og að afstaðinni uppsölu á sjúklingur að drekka sterkt kaffi með brennivíni eða rommi í; en sjái menn mann þannig hníga niður, skal þegar ausa hann köldu vatni, um andlit, brjóst og kvið, og reyna að hella í hann kamfóru, hofmanns- dropum, rommi eða brennivíni, samt leggja hann upp í rúm, svo honum hitni svo fljótt, sem auðið er, og láta hann selja upp. Loksins viljum vjer geta þess, að það er mjög hágt undir núverandi bjargarskorti, hversu þjóð vor sýn- ist skammt komin með að nota sjer ýmislega fœðu, er drottinn hefur lagt upp í hendur vorar, og munum vjer nákvæmar gjöra þetta að umtalsefni í hinu næsta blaði af »lslendingi«. Reykjavík, 23. des. 1861. J. Hjaltalín. Iílæði, sem eigi hrenna. llinn 4. nóv. síðastl. sýndi maður nokkur, Buvert að nafni, í viðurvist keisarans Napoleons og keysaradrottning- arinnar, að hann hafði fundið upp föt, sem bæði standast eld og vatn. Keisarinn ljet gjöra hús eitt í aldingarðinum »Compiegne«, og þar átti þessi maður að sanna upp- götvun sína; og á hinum tiltekna degi var kveykt í liús- inu að boði keisarans, en er húsið stóð í björtum loga, óð Buvert eldinn á alla vegu, og sakaði alls eigi. þegar liann hafði gjört þetta nokkrum sinnum, kallaði keisarinn sjálf- ur á hann, og sagði: »Nú er nóg komið, herra Buvtrt, meira en nóg; vjer trúum yður allir«, og að svo mæltu gekk keisarinn að honum og óskaði honum til hcilla fyrir uppgötvun sína. (Sjá Daily Kevieu 7. nóv. 1861). Sonur Napoleons. í hinu sama blaði, er vjer nú skýrskotuðum til, stendur eptirfylgjandi sögukorn um hinn uppvaxandi keis- arason: »Einn morgun (í haust) veit Napoleon eigi fyrri til, en sonur hans kemur inn til hans, búinn sem dáti, í öllum herklæðum með hjálm á höfði, sverð við síðu og tösku á baki, rjett eins og dátar eru búnir í orustum; »IIvert ætlarðu að fara«? spyr keisarinn. »Jeg ætla að fara að hjálpa páfanum«, segir keisarasonurinn; keisar- arinn brást reiður við, einkurn er hann sá, að drottning hans hló að þessu, og er mælt hann hafi sagt: »Mjer lízt svo, Madame« (þannig kallaFrakkar konur sínar), »sem yður mundi eigi ógeðfellt, að yfirgefa Frakkland og taka son yðar með yður«. Er mælt að fóstru drengsins eptir þetta hafi verið stranglega bannað, að láta drenginn nema annað en það, sem fyrir hann væri lagt, og að honum skyldi eigi leyft, að fara úr herhergjum þeim, er honum eru ælluð, nema því að eins, að fóstra hans hefði hlið- sjón með honum. — Nú er stórkanpmaíiur C. Fr. Sierusen, aí) láta gjöra hjer í R.rík hús, er gengur fram í sjó, jafnhliíia húsi því, erhanu áhur hefur látib smítia, og er ah slíkum húsum prýui fyrir Reykjavík, og til hœgh- ar og hagnatar fyrir aila þá, er skipta vib þennan kaupmann. — pat) getur veriíi spurning um, hversu rjett þaí) hafl verií) af bæj- arstjórn Reykjavíkur, a'b hækka upp Abaistræti, eins og gjiirt hefur verií) í haust, nema því ah eins, ab húsin meí) frain henni hefbu vev- ií) hækkuí) um leiti; en úr því gatan var hækkuí), hefhi þá eigi veriþ eins rjett, aþ gjöra renuu meb frain húsunum, og sieppa þessum kostu- legu þverrennum, sem sagt er at) muni hafa orþií) fulldýrar, eptir gagui því, sem af þeiin veríiur? Reykvíkingur. — Yjer biðjum alla þá, er eiga ógreidda borgun fyrir 1. árg. „Is!cndings“, að greiða hana við fyrsta tœkifœri, til Einars þórðarsonar prentara í Reykjavík. Utgefendurnir. Leiðrjetting;. í »íslendingi«, 2. ári, 13. blaði, hls. 102, 8. línu, er talan »2375 rdd.« rangprentuð, ogáaðvera: »3752 rdd.«. Útgefendur: Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, Ilalldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Pjetursson, ábyrgl&armaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentabur í prentsmiþjunni í Reykjavík 1861. Einar púrharson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.