Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 3

Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 3
115 öllu landi, þegar þangað komnorður; gengu þeirRaeyfir á Wollastonland (5. maí) og stefndu austur á landið og allt þangað, er Simpson hafði áðnr komið og nefnt Vic- toríuland. Sá nú Rae, að hvorttveggja var sama landið. J>á könnuðu þeir Rae landið til vesturs, og allt að sundi því, er Mac Clure hafði setið fastur í veturinn áður; sneru þar aptur og suður að Koparnámafljótsósum. J>ví næst tók ís að leysa frá löndum; tók dr. Rae þátilbáta sinna, er hann flutti með sjer — en þeirvoru úr gutta percha, vó hver þeirra um 2 íjórðunga; mátti vefja þá saman og binda í bagga, en blása upp, þegar á þurfti að halda og hjelt fyrst austur með landi, þar til hann kom að A- lexandershöfða, þá hjelt hann aptur yfir á Victoríuland (það er austurhluti Wollastonlands). Svo segir ltae í ferðasögu sinni, að hefði hann þá verið í landaleit einni, mundi hann hafa haldið nokkuð austur fyrir Alexanders- höfða, yfir um Simpsons-sund og kannað King Williams- land, en þá hefði hann einmitt fundið það, er allir leit- uðu að — leifar FranMíns. En nú fór hann það eigi, heldur hjelt norður á Victoríuland og kannaði austurströnd þess langt norður. Sund eitt gengur ofan með því landi að austan breitt og ísum þakið allajafna; það heitir Vic- toríu-sund. þar fyrir austan er King Williamsland. Rae vildi komast austur yflr sundið, en varð frá að hverfa sök- um stórísa; lijelt hann þá aptur suður á leið, og fann í Parkersvík (hún er suðaustan á Victoríulandi) merkisstöng eirvafða með snœraslitrum á; hjelt hann það vera frá cptirleitarmönnum, en nú þykir ljóst, að verið hafi af skipum Franklins. Eptir þetta hjelt dr. Rae lieim til sín. Nú víkur sögunni austur til flota þess, er leggja átti inn Lankastersund. Penny varð þeirra fyrstur heiman bú- inn og var kominn norður að Disco-ey á Grœnlandi 2. dag maímán., áðúr hinir lögðu út frá Englandi. í Uper- nivík fjekk Penny tii fylgdar með sjer Karl Petersen, danskan mann, er mælti á tungu Skrælingja, og reyndist hann Penny og öðrum norðurleitarmönnum hinn þarfasti maður; var hann seinna í för með Mac Clintock 1857 1859, og hefur ritað fróðlega bók um þá frœgðarför alla saman. Litlu fyrir norðan Upernivík náði Austin skipum Pennys, og skömmu síðar komu þeir Jón Ross og For- syth til móts við þá; var nú haldin ráðstefna, og skiptu foringjar skipanna störfum með sjer þannig: Austin skyldi sjálfur halda tveim skipum með hinu syðra landi Lankas- ters- og Rarrovv-sunds, og leita þar allt vestur að V\al- hers-höfðaog þaðan til suðvesturs. Omanneij skips- foringi (hann var foringi fyrir einu af skipum Austins) skyidi sömuleiðis með tveim skipum kanna norðurströnd Lan- kasters- og Barrow-sunds vestur að Wellingtonsundi og norður í það. Jón Ross tókst á hendur að kanna strend- ur fyrir vestan Wellingtonsund allt vestur á Melville-ey. Penny skyldi freista að komast inn Jones-sund (það er norðar en Lankastersund) vestur að Wellingtonsundi og kanna síðan norðurhluta þess, en Forsyth skyldi leita í Prins Regent-sundi. Eptir þetta hjeldu skipin lengra a- leiðis, eptir því sem ráð var fyrir gjört. Omanney varð fyrstur inn á Lankastersund og leitar nú vandlega. En er hann kemur þar, er lýkst upp Wellingtonsund til norð- urs, gengur hann einhvern dag á land upp á nes eitt,^ ei Jliley-höfði lieitir. llann er þverhníptur að framan, 740 feta hár. þar fann hann ýmsar leifar eptir þá !• ranklín, t. a. m. tóm tinílát, er matvæli höfðu vcrið í geymd, fata- slitur, kaðlaspotta o. s. frv. Ey ein lítil iiggur þar fyrir 1) penar komit) er austan Lankastersu.ul inn ab sjest l.ófti mikill lengst f vestur ÚtsuW, þab er Suíiur frá lionum gengur Prins of "VValeslaucL Leopoldsey, þá VVal kers h ö fí) i. eru ömefni þessi öll á%ur nefnd í þætti vorum. landi, hún heitir Beechey-ey, og er sumstaðar 900 feta á hæð; þar sáu þeir vörðu hlaðna, leituðu þar vandlega, en fundu ekki, og á hvorugum staðnum gátu þeir hilt nokkra skýrslu um ferðir Franklíns. Hefur það þó verið venja slíkra farmanna, að láta þar eptir skýrslur um ferðalög sín og fyrirætlun, er þá hefur að landi borið, öðrum til fróðleiks, er seinna kœmu. Inn á Wellingtonsund gat Omanney eigi komizt, því að það var þá allt ísum þakið; hjelt hann þá vestur á Cornwallisey, en þar fannst ekkert. Forsyth hjelt sem leið lá vestur í Prins-Regent-sund, en það var ailt ísum lokað, hversu sem hann reyndi að komast þann veg fram; hjelt hann þá norður að Riley- höfða, og fann þar skýrsiu um það, er Omanney hafði fundið; eirði þá Forsyth eigi útivistinni lengur, en hjelt jafnharðan af stað heim til Englands með tíðindi þau, er gjörzt höfðu, og er hann úr sögunni. Penny komst norð- ur í Jones-sund, sem honum var ætlað, en þar var ófœrt fyrir ísum fram að komast; leitaði hann þá til Lankaster- sunds og hitti Haven og þá Ameríkumenn þar úti fyrir. 25. ágústmán. hjelt Penny inn á Wellingtonsund, en ísar bönnuðu þar hvervetna allar leiðir. Lítið eitt norðar en Rileyhöfði, syðst í Wellingtonsundi, gengur nes fram í sundið, það heitir Spencer-nes. þar fann Penny ýmsar leifar eptir Franklín, en enga skýrslu; lagði Penny þá skipum sínum við Beechey-ey; komu þar Ameríkumenn og Jón Ross til móts við hann; sendi Penny menn á eyna til að kanna hana. Að litlum tíma liðnum, kom maður hlaupandi ofan af eyjunni og kallar hátt: »Leiði! Capitain Penny, leiðil vetrarbúðir Franklíns«! Nú var skjótt brugðið við á hverju skipi og gengið upp á eyna; fundu menn þar mörg mannvirki, sleðaför lágu þar aptur og fram, tindósir, sem matur hafði verið geymdur í, lágu víðsvegar svo hundruðum skipti, höggspænirog hefilspænir eptir smiði, steðji og kol eptir járnsmíði, lítill jurtagarður liafði þar verið gjörður og sett í skarfakál og fleiri jurtir; húsatópt mikil var þar og skammt frá og veggir að mestu ófallnir. J>ar fundu þeir og 3 leiði, og lágu heilusteinar á; voru nöfn þeirra, er þar hvíidu, rist á steinana og biflíu- greinar neðan undir. Af öllu þessu rjeðu þeir Penny, að Franklín hefði látið fyrir berast á eynni veturinn 1845— 1846. Leituðu þeir nú vandiega í allar áttir og fundu eigi meira en komið var, en engin skýrsla fannst um það, hvað Franklín hefði þá verið búinn að afreka, eða hverja fyrirætlun hann hefði þá haft fyrir sjer og sínu iiði. Dag- inn eptir kom Austin þangað til eyjarinnar. Eptir þessi tíðindi hjelt Penny að nýju norður í Wel- lingtonsund, því þá leið hugði hann Franklín farið hafa; komst hann nú lítið eitt lengra norður á sunðið, en hið fyrra skiptið, en þar mœtti ísinn honum, og var þar ófœrt fram að komast; sneri Penny þá við og vildi freista að komast suður að Walkershöfða, en það fór á sömu leið, þar var alstaðar fyrir óviðráðanlegur ís; hjelt hann þá aptur norður undir CornwalHsey og bjóst þar til vetrar- legu í höfn þeirri, ersíðan heitir Assistance-höfn; þangað kom Jón Ross skipi sínu nokkrum dögum seinna. Austin náði hvergi höfn um haustið, en lá í ísnum skammt þar frá. En það er frá Haven og þeim förunautum hans að segja, að hann þóttist eigi hafa heimild nje ástœður til að liggja úti vetrarlangt, bjóst því til heimferðar í miðjum septembermánuði. En er hann kom móts við Welling- tonsund, varð hann fastur í ísum og mátti þaðan hvergi hrœrast; ætlaði því að láta þar fyrir berastj; en litlu síðar gjörði á hann sunnanveður mikið, rak þá ísinn allan norð- ur í sundið og skipin með; gekk svo lengi; þar til sund- ið var því nær þrotið, og Ilaven sá land norður undan; nefndi liann það Grinnelsland. |>ar ætlaði hann að leita

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.