Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 6

Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 6
118 reki þaðan fyrir straumum suður með landinu, því fyrir Múlasýslunum er harður norðanstraumur, eins og jeg gat um áður, og miklar straumrastir út af hverju nesi. 10. |>að mun fara að mestu eptir vindstöðunni, hvort ís- inn rekur nærri eða fjærri landi fyrir austan Langa- nes, en sjeu veður hœg og straumarnir einir ráði ferðum hans, ætla jeg hann muni reka utarlega. 11. |>að mun vera sjaldgæfara, en hjer við Norðurland, að svo mikil hafþök verði af ís fyrir Múlasýslunum, að ekki sjái útfyrir hann af hæstufjöllum,þó berþetta við, en venjulega er ísinn minni fyrir sunnan Gerpi. 12. Bæði Norðurland og eins Múlasýslurnar losast fljótast við ísinn, þegar veður stendur skáhallt af landi, og um leið móti liafstraumnum, því þá rekur ísinn beint til hafs. Á Norðurlandi er því bezt suðaustan- livassviðri til að fœra ísinn burt, en í Múlasýslunum sunnan- eða suðvestan-veður. 13. Enginn þykist hafa tekið eptir nokkrum breytingum á norðurljósum, meðan hafísinn er landfastur. 14. Meðan ísinn er við landið, er sjórinn miklu kaldari en ella. 15. Ekki þykjast menn hafa tekið eptir því, að meira rigndi að sumarlaginu fyrir það, þó hafísinn væri skammt undan landi, heldur þykir þetta fara mest eptir veðurstöðunni, því þegar lengi gengur austan eða norðaustanátt á sumrin, þá er hjer venjulega vætusamt; en meðan hafísinn er mjög nærri á vor- in, þá eru optast kuldanæðingar og næturfrost, en lírkoma lítil, svo jörðin getur ekki gróið. 16. Hið gamla máltœki, »að sjaldan sje mein að miðs- vetrarís, nje gagn að Góu-ís«, á að vera komið af því, að reynsla þykir vera fyrir því, að komi ísinn mjög snemma á vetrinum, þá fari hann snemma burt, en síður ef hann komi ekki fyr en seint á útmán- uðum; þó bregzt þessi reynsla opt. Gamall maður, sem man móðuhallœrið, segir, að hafísinn haíl þá verið búinn að fylla alla flrði á jólum, en hafi ekki rekið burt aptur fyr en unj hvítasunnu. 17. Almennt þykir vera kvillasamara á mönnum og skepn- um, þegar hafís liggur við, og eru það á skepnunum einkum óþrif og lús, sem þeim er þá hættara við; þá þykir og hættara við, að kýr og ær láti fangi, og á ísavorum deyr jafnan fjöldi unglamba. 18. Trje þau, sem rekur í hafís, eru því nær undantekn- ingarlaust sívöl. Nesi (í Htiftahverfl í pingeyjarsýslu) 7. oktúber 1861. E. Asmundsson. (Aðsent). Mjer kom það eigi óvart, að »íslendingur« varð til þess (í 13. bl. 2. árgangs), að vekja máls á nýrri kosn- ingu til alþingis fyrir Kjósar- og Gullbringusýslu, er Guð- mundur Brandsson, sem, eins og allir vita, var aðalþing- maður þess kjördœmis, nú er látinn. Á hinu hefði jeg fremur átt von, að grein sú, er í blaðinu stóð, hefði verið skýrari og skorinorðari um þetta mál, en hún var, því það má »íslendingur« þó vita, að þaðtjáir ei meðal vor íslendinga, og livað eigi sízt meðal vor Sunnlendinga, að fara um almenningsmálefni hinni svo kölluðu ílöielstungu; hannveitvíst ofur-vel, að það verður að arga og sarga, ef eitthvað á að troðast inn í eyrun á yfirvöldunum, er til slíkra framkvæmda horfir, sem þau, ef til vill, hafa ekki sjálf hugsað sjer að fyrra bragði, og eins hefur hann líka að ætlun minni rekið sig á það, að almenningur slær eigi sjaldan skollahlustunum við því, sem þó bæði er auðsætt í sjálfu sjer, og mikils umvarðandi. Jeg ætla nú að vera svo djarfur að biðja hinaheiðr- uðu útgefendur »Islendings«, að ljá fáeinum orðum um þetta mál rúm í blaðinu. J>að, sem mjer virðist að menn þá fyrst eigi að líta á í þessu efni, er það, hvort alþingistilskipunin skipi svo fyrir, að kjósa eigi að nýju, er aðalþingmaður fellur frá, eins og hjer á sjer stað. Áminnzt grein i »íslendingi« sker eigi úr þessari spurningu, sem mjer finnst þó vera aðalatriðið. Hún segir að eins, að málið sje vafasamt, en það er engin úrlausn. Greinin í alþingistilskip., sem skipar um þetta mál, er 6. gr., og hún held jeg sje með öllu vafalaus. |>ar segir svo: »að fyrir sjerhvert kosningarumdœmi kjósist einn varaþingmaður, sem á að kallast til alþingis, þegar alþingismaðurinn hindrast frá (er forhindret) að koma pangað. Nú getur maður hugsað sjer tvennt, ergjöri,að aðalþingmaður eigi mœti; eitt er það, að hann sje hœttur að vera alþingismaður, sje t. a. m. dauður, eður á ein- hvern annan veg laus við þingsetu, og hitt annað, að hann sje enn þá alþingismaður, en mœti þó ekki einhverra or- saka vegna. Innibinda nú orðin »hindrast frá« þetta hvort- tveggja? Nei, alls eigi. f>ýðing þessara orða, bæði í ritum og rœðum, og eptir því sem þau tákna hvervetna í löggjöfinni, svo sem ýmsum lagagreinum i rjettarfars- reglunum, leyfa það ei, að skilja lögin svo. Ilefði lög- gjafinn viljað gefa þessa reglu, mundi hann hafa valið önn- ur orð, er táknuðu hana, svo menn skildu; því að það var bæði hœgt og líka nauðsynlegt. Menn verða að gæta að því, að það er fjarskalegur munur á því, bæði eptir rjettri hugsun og Iíka í stjórnlegu tilliti, hvort varaþingmaðurinn að eins er ætl- aður til að mœta í forföllum aðalþingmannsins, ellegar hann á einnig að fylla hans sæti, þó hann sje alls eigi lengur til sem þingmaður. Ef svo væri, þá væri vara- þingmaður rangt orðatiltœki, því hann væri einmitt aðal- þingmaður, livervetna er hinn fyrri fjelli frá. þetta væri aptur því óeðlilegra, sem öll frjálsleg kosningarlög hafa enga varaþingmenn, jafnvel í hinni þrengri þýðingu, og ber einkum það tvennt til þess, að kosning varaþing- mannsins er jafnan óáreiðanleg, og að kosningar eru því frjálsari og betri, sem þær fara fram optar, er skoðanir, athygli og áhugi almenningsá málefnum sínum geturþannig sem bezt rutt sjer til rúms á hverjum tíma sem er. En þegar svona stendur á, er það hvorttveggja, að menn mega eigi ímynda sjer, að löggjafinn hafi viljað gefa varaþing- manninum liin meiri og óeðlilegri störf, þó liann gæfi honum hin minni, er síður var lastandi, enda hefði það verið sjerstakleg hvöt fyrir hann, að við hafa slík orð í lögum sínum, er sýndu það Ijóslega, að hann vildi gefa hina óeðlilegri reglu, hefði það verið ætlun hans. En þessu er nú ekki svör að gefa eptir 6. gr. í alþingistil- skipuninni; orð hennar eru beint og blátt þannig löguð, að engum getur blandazt hugur á því, að skilja hana eins og vjer höfum bent á. En nú er önnur gr. í alþingistilskipuninni, nefnil. 8. gr., sem sumum mun virðast að eigi geti samrýmzt við þennan skilning á 6. greininni. J>ar ar svo fvrirskipað: »Kosningar gilda um 6 ár hver; þá, þegar einhver auka- kosning fer fram í einu eður öðru kosningarumdœmi, vegna þess að alþingissæti er autt, án þess að varapingmaður sje til, eiga« og svo frv. Jeg þykist hafa orðið þess áskynja, að ýmsir álíti, að »án þess að varaþingmaður sje til« (haves) sýni, að ný kosning þurfi eigi að fram fara, þó aðaiþingmaður falli frá, nema því að eins, að vara- þingmaðursje heldur eigi til. En þessi skoðuner auðsjá- anlega eigirjett. Að vísu eruþessi orð tvíræð í sjálfusjer,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.