Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 7

Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 7
119 því verður eigi neitað, en gæti menn að sambandinu milli þessarar greinar og hinnar 6., hverfur allur vafi. Menn sjá þá, að 6. gr. skipar fyrir um það, að kjósa skuli vara- pingmann, og hve nær hann skuli mœta á þingi (o: þegar aðalþingmaður er hindraður, en þó eigi hættur að vera þingmaður, sjá hið áðurgreinda), þar sem 8. gr. talar um það, hvað völin skuli lengi slanda, hvort sem rœða er um aðal- eður vara-þingmann. Orðin: »án þess varaþingmaður sje til«, hljóta þvi að skiljast samkvæmt 6. gr., eins og þar stœði: »án þess varahingmaður eigi að mœta eptirpví, sem á kveðið er í 6. gr.«. Yilji menn vefengja þennan skiln- ing á 6. og 8. gr. í alþingistilskjpuninni, verða menn og að vefengja auk annars þær tvær aðalgrundvailarreglur fyrir vitþýðing laga, að hver grein í lögunum verði að skiljast í sambandi við hinar aðrar greinir þeirra, og að hver grein á liinn bóginn verði að ráða mestu um pað efni, sem er hennar aðalinnihald. En jeg ætla ekki neinum manni, leikum nje lærðum, að hann vilji beita slíkum ó- jöfnuði við alþingistilskipunina. Eins og nú er sagt, er það vafalaust mál, að al- þingistilskip. býður svo, að ný kosning (aukakosning) skuli fram fara, þegar aðalþingmaður fellur frá, og þó fleiri rök mætti fœra fyrir þessu, en gjört er, álít jeg það þess vegna óþarfa; jeg vil að eins benda á það, að ofan- nefnd grein í »íslendingi« fjellstáþað, að þetta værisam- kvæmt hlutarins eðli, en hitt vantaði þá, að draga þá á- lyktun afþessu, sem vera bar, að alþingistilsk. yrði einnig að skiljast þannig, úr því höf. grein. áleit hana í sjálfu sjer vafasama, enda er og öllum kunnugt, eins og líka stóð í greininni í »íslendingi«, að stjórnin hefur nú fyrir skemmstu að sínu leyti aðhyllzt þennan skilning á 6. og 8. gr. alþ.tilsk., sem jeg hef sýnt fram á. En er það nú nóg, þó alþingistilsk. skipi svo fyrir, að kjósa skuli að nýju, þegar aðalþingmaður fellur frá? f>urfa hlutaðeigandi yfirvöld þar fyrir að kveðja menn til nýrra kosninga, eður þarf almenningur að skipta sjer nokkuð af því, þó þetta verði í undandrætti? Allir vita, að yfirvöldin eiga að framkvæma það, sem lögin fyrir skipa, og engum mun detta í hug, að þau eigi vilji kannast við þetta. En því spurði jeg að þessu, að svo lítur út fyrir, sem yfir- völdin stundum hjer á landi leiti þar laga, sem þau eru engin til. Kanselíið sáluga mun einhvern tíma, þar sem líkt stóð á og hjer stendur, hafa sagt, að ný kosning til al- þingis væri ekki nauðsynleg, og þetta svar kans. mun hafa verið tekið fyrir góða vöru, þó það sje auðsjeð, að kans. bvggði ekki á ákvörðunum alþingistilskip. 8. marz 1843, heldur á því, sem því sjálfu fannst um málið, og þetta álit kans. um kosningarnar á hinum þjóðkjörnu er því kyn- legra, sem gagnstœðri reglu hefur þó verið fylgt hjer á landi við kosningu hinna konungkjörnu, og einnig í Dan- mörku, bæði á hinum konungkjörnu og þjóðkjörnu. Að öðru leyti vita allir, að kans. livorki var löggjafi, nje lieldur ætlað tii þess, að gefa bindandi úrskurð um slíkt mál sem þetta. það virðist liggja ofur-nærri, að alþingið hefði gjörtþann varaþingmann rækan af þingi, sem þannig mœtti, ánþess að vera kjörinn tilþess, samkvæmt alþing- istilskipuninni. Alþingi hefur þó ekki haft nje hefur enn svo mikið vald, að það taki því, að það láti draga rjett sinn úr liöndum sjer að ófyrirsynju, og þó að nú lilutað- eigandi yfirvöld væru fremur á því, að sama gæti orðið ofan á nú sem fyrri, þá verð jeg þó að álíta, að það sje varlega gjörandi, að eiga undir því, úr því það er gagn- stœtt grundvallarreglum þingsins. En svo mikil hvöt sem það er fyrir yfirvöldin, að fylgja nákvæmlega alþingistilsk. i þessu efni, þá erhúnþó enn þá meiri fyrir almenning. það vita aliir, að aldrei kemur áhugi almennings á þing- málum sínum betur og berlegar fram, en við kosningar til þinga, þar sem annars nokkur áhugi á þjóðmálefnum á sjer stað meðal alþýðu. þetta er eðlilegt, því eptir kosningu þingmannsins fer það svo mjög, hver áhrif al- þýða hefur á þingum um málefni sín, og einkum ber þess að gæta, að hún er hin eina stjórnlega hluttekning, þinginu viðvíkjandi er það eina, sem almenningur hefur beinlínis í höndum sjer. Af þessu kemur það, að menn hvervetna um heiminn, þar sem þjóðfrelsi er á komið, leitast við að gefa svo góð og hentug kosningarlög, sem framast er unnt, og af þessu kemur það líka, að almenningur metur það frelsi og forráð, sem hann hefur fengið, að nokkru, vakir með athygli yfir því sjálfur, og heimtar, að þing sitt vaki yfir því, að kosningarlögum sínum sje eigi traðkað til hins verra. Einn af kjósendum Gullbringu- og Kjósarsýslu. Bráðbyaddir. Með brjefi 17. þ. m. hefur sýslumaðurinn í Gull- bringu-og Kjósarsýslu tilkynnt mjer lát tveggja bráðkvaddra manna suður á Strönd, er menn halda að dáið hafi af háfsáti, og jafnframt óskað þess, »að jeg vildi skýra al- menningi frá í tímaritum vorum, hvernig menn hæltulaust fyrir heilsu og lif megi Juifa háfmn til fœðu«. Eptirþví, sem kunnugir gamlir menn hafa skýrt mjer frá, mun það því miður eigi sjaldgæft, að fólk það, er hefur háf mestmegnis eða eingöngu tilfœðu, verðurbráð- kvatt, og eru mörg dœmi þessa, bæði hjer á Suðurlandi ogvíðar um landið, þar sem háfurinn er til fœðu hafður. það er og almennt í mæli, að illa verkaður eður blautur háfur valdi optar bráðdauða, en vel verkaður háfur; en sumir segja, að allur háfur gjöri það, þegar hanh sje borð- aður eingöngu, án þess menn hafi aðra hollari fœðu með honum; mjer finnst þetta allvel geta átt sjer stað, *og hygg jeg mikið hœft í hvorutveggja, því eins og það liggur i augum uppi, að allur illa verkaður matur er óhollur, þann- ig er sjerhver sú fœða mjög óholl, þegar lmn er borðuð eingöngu matar. það er sumsje eðli mannsins, eins og allra dýra, að blandin fœða er honum langhollust, og af henni þrífast menn og skepnur bezt; því miður hafa landar vorir eigi enn þá lært þá kunnáttu, að blanda fœð- una, eins og bezt hentar, og sumir hafa jafnvel haldið, að því einfaldari og óblandaðri fœðan væri, því hollari og kröptugri væri hún, en þetta er einmitt gagnstœtt því rjetta, og því, sem reynslan sýnir í öllum löndum. Á hinn bóginn er það mjög eptirtektavert, að margir kenna blautum eða illa þurrkuðum háf mest um bráðdauðann, og kemur það mjög undarlega saman við reynslu manna í öðrum Iöndum, eins og nú skal nákvæmar frá skýra. Á þýzkalandi og víðar um norðurálfuna hafa menn orðið varir við tvenns konar eiturtegundir, er myndast í ýmissi fœðu, þegar hún er blaut, og er liið svonefnda ostaeitur og bjúgnaeitur hin alkunnustu og verða mörgum manni að bana, en margir halda, að slepjað hjöt eða kœfa muni geta haft hina sömu eiginlegleika, og er mjer eigi nærri grunlaust, að mikið muni hœl't í þessu, því jeg hef sjeð mönnum verða bráðillt eptir slepjaða hœfu. Efna- frœðingar hafa hingað til forgefins leitazt eptir að finna að- alefnið í osta- og bjúgnaeitrinu (Ostegift og Pölsegift), og því hefurpróf. Liebig getið sjer til, að það væri ekkert annað en einshonar sjerstök rotnun, hvar ýldan eða stækjan enn eigi væri komin fram, og sannar hann þetta með því, að þegar rotnunin sje komin svo langt, að stcékja myndist (Ammoniak-Dannelse), þá sje eitrið eyðilagt. Pað, að hasa velháf og háhall, er þess vegna hið hezta ráð til að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.