Íslendingur - 10.01.1862, Side 1
ANNAÐ ÁR.
I 0. janúar.
Um notknn ýmisleg-s manneldis, sein
nú liggur Jví nær ónotað lijá oss.
I^aí) er híirmulegt til þess ab vita, hversu mannkynfó er
skammt á veg komií) í því, ab nota orlatti náttúrunnar.
B u f f o n.
— Svona ritaði hinn nafnkunni náttúruspekingur Frakka
fyrir 80 árum um þjóð sína, þá þjóð, sem þó bœði fyr
og nú þykir standa þjóða fremst í norðurálfunni. Hvað
ætla að hann hefði sagt, liefði hann iifað á íslandi?
livernig ætla að honum hefði litizt á, hefði hann vitað,
að 60 þúsundir manna eru allt af að kvarta um sult og
seyru, þótt drottinn hafilagt öll þau gœði upp i hendurnar
á þeim, er ætlazt verður til á norðlægu 1800 ferhyrndra
mílna stóru landi, og þar sem þó er eigi meir en 5 mæli-
stigum kaldara, en í norðurhluta Frakklands? Já, sann-
arlega megum vjer kcnna oss sjálfir um, íslendingar, en
hvorki guði nje náttúrunni, þegar oss brestur hið nauð-
synlega lífsins viðurværi, og hin eina afsökun, sem vjer
höfum, er kunnáttuleysi vort að nota náttúruna og gœði
hennar, eins og skynsömum verum hœflr, og skaparinn
ætlaðist til, þegar hann sagði: »Með erfiði skaltu þig af
jörðunni nœra alla þína lífdaga«.
En menn munu segja, sem vonlegt er, að slíkar
heimsádeilur gagni lítið, þegar í bágindin er komið, og
þær gjöra það reyndar eigi, ef þær eru hafðar sem brigzl-
yrði við nauðstadda menn; slíkt sœmir alls eigi, og það
er engan veginn ætlun vor, heldur hitt, að menn á líma
neyðarinnar eigi að hugsa um, hvernig slíkri neyð megi
af ljetta, og af stýra eyðileggingu þeirri, er hún kynni
að valda.
það er gamalt máltœki, »að neyðin kenni naktri konu
að spinna«, og það er engum efa bundið, að það er ein-
mitt neyð þjóðanna, scm hefur hrundið þeim hvað mest
á fram á vegi framfaranna. Hinir síðari sagnaritendur
liafa sannað með ljósum dœmum, að á miðöldunum var
5. hvert ár ýmist pest eða hungursneyð einhverstaðar í
liinum kristnu löndum, og þessi býsn hættu fyrst, þegar
m m
mannkynið smásaman fór betur að þekkja náttúruöflin, og
lærði að nota auðæfi náttúrunnar, eins og vera ber. Að
vjer Islendingar enn þá stöndum á baki annara þjóða í
þessu efni, kemur að mildu leyti af stöðu vorri, þar sem
land vort er svo afskekkt aðaluppsprettu framfaranna; en
nokkuð kemur þetta líka af deyfð vorri og fastheldni við
gamlar venjur í öllum vorum lifnaðarháttum. Oss virðist
og, að vjer Islendingar gleymum því of opt, hve háska-
legt það er, að reiða sig allt af á einhverja sjerstaka at-
vinnuvegi, t. a. m. fiskiafla, fjárrœkt, kúabú, og halda, að
það geti aldrei brugðizt, af því það gengur optvelimörg
ár í rennu, þegar allt lætur í lyndi, en þó sýnir sagavor
ljóslega, að allt þetta hefur brugðizt, og að landar vorir
hafa því fallið þúsundum saman í hungri. Á fyrri öldum,
þegar kúabú vor stóðu sem bezt, kom nautadauðinn og
hnekkti þessum bústofni vorum ; þá fóru menn að reiða
sig á fjeð, en einnig þetta brást, eins og dœmin sýna
bæði á hinni fyrri öld og þessari. Reyndar hefði mátt
gjöra mikið við þessu, hefði kunnáttuna eigi vantað, og
menn eigi verið of fastheldnir við gamlar skoðanir og
gamlan vana; en það verður nú að taka svo ár sem það
gár, því vjer vitum af óteljandi dœmum úr mannkynssög-
unni, að fastheidnissýkin við gamla venju er ein af erfða-
syndum mannkynsins, og það er efasamt, hvort áhrif
hennar eru minni hjá öðrum þjóðum en oss, sem eigi
eru lengra á veg komnar.
Lakast af öllu virðist hjá oss, þegar sjávaraflann brest-
ur, og það verður því tilfinnanlegra, sem hann, síðan land-
ið fór að ganga meira úr sjer, er orðinn aðalatvinnuvegur
fjölda manns, og það svo, að bœndur vorir geta eigi án
hans verið, ef allt á að vera í góðu lagi. Hjer er samt
sem áður eigi hœgt viðgjörða, og löngum mega sjómenn
vorir sanna, »að svipul er sjávargjöf«. Margir ímynda
sjer raunar, að sjóinn mundi miður hresta, ef vjer hefð-
um gnœgð af þiljuskipum, en vjer erum hræddir um, að
þessir hafi eigi fullkomlega íhugað, hversu mörg vandkvæði
eru á þiljuskipa-útgjörð í landi voru, að vjer eigi tölum
113
Fulltrúi minn.
(Snúii) úr diiusku. „Fæ d r eia n de t“, 219—220; 20, — 21. d. sept. 1861).
Jeg hafði þráfaldlega sjeð hann, áður en hann varð
fulltrúi minn, og hafði ávallt vaknað hjá mjer eins konar
forvitni, er jeg virti hann fyrir mjer. Jeg hafði einatt
mœtt lionum í göngum hússins langa, er hann gekk í
erindum sínum úr einu herbergi í annað; ávallt var hann
eins búinn, stilltur í fasi og nœgjusamur. Einhverju sinni
datt mjer í hug, að jeg hafði aldrei sjeð hann annarstað-
ar, og jafnvel eigi á strætum hœjarins, og það hefði þó
auðveldlega getað að borið. |>að lá við, að jeg ímyndaði
mjer, að hann sykki niður í jörðina, er hann gekkúrskrif-
stofunni síðari hluta dagsins, og gekk niður hinn breiða
stiga, og kœmi eigi upp aptur fyr en næsta morgun. Jeg
hafði spurt ýmsa, hvaða maður hann væri, en enginn vissi
neitt um liann eða háttalag hans, þegar hann var eigi í
skrifstofunni. Ilann mælti sjaldan eða aldrei við aðra menn,
nema hann væri neyddur til, og svo leit liann út, sem
lifði hann cinmana í hiDum fjölmenna bœ. J>að var auð-
iu
sjeð, að hann hafði verið fríður maður sínum á yngri ár-
uni; andlitsdrættir hans voru reglulegir, augun fjörug;
hann lypti þeim hœgt upp, er hann talaði, og þeim, sem
virtu hann fyrir sjer, varð að detta í liug, að hann væri
eigi sem fólk er flest. En það gat jeg eigi skilið, hver
væri ástœðan til hins undarlega háttalags hans, hœglætis
og hœversku; því að mjer virtist að síðustu, að hanu hlyti
aðverafrábær ágætismaður. |>að var, sem einhversáof-
urharmur hefði fyrir löngu á hann iagzt, erhann hefði eigi
getað undir risið; að hann hefði lengi átt í baráttu við
sjálfan sig, til að geta risið á fœtur aptur, og að honum
liefði tekizt það á endanum, þótt erfitt hefði veitt og
langa baráttu kostað, að hann væri nú óhultur og rósamur,
enda þótt hann enn fyndi til þunga þess, er á honum liafði
legið. Forvitni mín hvarf, en mjer fór að verða annt um
mannþennan, oglangaði mig til að þekkja hann, og þótti
mjer vel, er liann varð fulltrúi í skrifstofu minni.
Maður þessi var kominn yfir fimmlugt, og furðaði mig
æ meir og meir á því, að hann skyldi eigi fyrir löngu hafa