Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR. 1 19. apríl. Ml TIl Islending'a. »íslendingur« er nú búinn að vera tvöáráferð meðal yðar, kæru landar! og nú, er hið þriðja árið byrjar, virð- ist oss, útgefendum hans, ekki illa eiga við, að ávarpa yð- ur nokkrum orðum, eins og kunningja er siður til, sem hittast á förnum vegi. Vjer viijum þá fyrst og fremst votta yður öllum, nær og fjær, innilegt þakklæti vort fyrir velvild þá og aðstoð, er þjer liafið sýnt þessu fyrirtœki voru, yður, sem hafið gefið oss ýmsar góðar bendingar, sent oss ritgjörðir í blað vort, baft útsölu þess á hendi, og í einu orði sagt, styrkt oss og fyrirtœki vort í orði og verki. Var oss að vísu þetta því óvæntara, og er því meira upphvatningar- og gleðiefni, sem ástand tímanna var í- skyggilegra, þá er vjer byrjuðum blað vort, og minni lík- ur voru til, að áform vort mundi heppnast. Bar einkum tvennt til þess, fyrst og fremst lmrðœri það, sem þessi liin síðustu ár liefur gengið yfir ísland, og hlotið hefur að draga hug og dug úr mönnum til að kaupa nýtt blað og alveg óþekkt; þar næst það, að áður voru hjer tvö blöð fyrir: »f>jóðólfur« og »Norðri«, komin talsvert til vits og ára, búin að ná fótfestu, og, ef til vill, nokkru áliti meðal manna. Ilefur það lengi þótt tvennt ólíkt, að vera gestur og öllum ókunnugur, eða hitt, að vera heima- maður, góðkunningi og skiptavinur; því þó hvortveggja sje, ef til vill, jafnsnjallur, sá, sem fyrir er, og sá, sem að kemur, þá hefur þó binn þá miklu yfirburði, að hann er búinn að ryðja sjer til rúms, og gjöra sig kunnugan, en liinn á það eptir, og er ekki við því að búast, að menn sýni honum þegar i stað þá einlægni og það traust, setn ekki fæst nema með tímanum, og sem vaninn einn og viðskiptin geta til vegar komið. En hvað um það, blað vort hefur sætt því athygli, þeirri hluttekningu hjá lönd- um vorum, að vjer hikum alls eigi við, að byrja á þriðju umferðinni. Yonandi er og, að nú fari aplur að batna í ári, og hagur manna að greiðast; gjörir sú von einnig sitt til, að livetja oss til áframhalds og nýrrar orku. f>að geturheldur eigi dulizt fyrir oss, fremur en hverjum þeim, sem nokkuð er kominn til vits og ára, að það er öldungis nauðsynlegt, að fleiri tímarit en eilt eða svo sjeu tii í landinu; þvi hversu gott sem eitt tímarit kann að vera, þá er þvi þó um megn einu saman, að tína það allt til, sem tíminn heimtar af slíkum ritum, og svo geturnaum- ast hjá því farið, að ef einungis eitt tímarit er til frásagn- ar, þá verði málefnin, eitt eður annað, ekki nærri því eins vel og vandlega rannsökuð og rœdd, eins og ef fleiri blöð eru til, sem gjöra bið sama mál að umtalsefni, því betur sjá augu en auga. Vjer treystum því, að landar vorir sýni »íslendingi« ekki síður athygli hjer eptir en hingað til, og um það megum vjer fullvissa þá, að vjer viljum af fremsta megni láta oss vera umhugað um, að gjöra blað vort svo fróð- legt, sem föng eru til; efni þarf eigi að skorta, ef vjer kunnum með að fara. Og þá von liöfum vjer, að oss muni takast, að dreifa einu eður öðru frœkorni út ura landið er beri fvr eður síðar góðan ávöxt, efþvíerniður sáð (og svo vildum vjer að væri) af bróðurlegri ást til landa vorra, og af hreinni tilfinningu fyrir því, sem ex satt og rjett og fagurt. "íslendingum byrjar með vorinu, þvíerþað eigi láandi, þótt i oss lifni vorhugi og oss langi til, að vinna yður og oss sjálfum það vjer getum til gagns og sóma. Hjer er svo margt ógjört; minnizt þess. Og að svo mæltu vilj- um vjer af heilum hug og hjarta óska hvorir öðrum gleði- legra vordaga. Ferðalög- manna um norðnrstrendnr Ameríku og- isliaíið þar fyrfr norðan. (Framhald, sjá ísl. 1861 nr. 15, annað ár, bls. 116). Um vorið 1851, meðan þeir Austin og Penny voru enn í norðurleitum, gjörði Lady Franklin enn að nýju út skip sitt, »Prins Albert«, sem Forsyt hafði stýrt árið áð- ur, og setti fyrir það foringja þann, er Kennedy hjet; átti hann að leita sunnar, en þeir Austin og Penny höfðu farið. Kennedy ljet í haf frá Skotlandi í maímánuði (1851) og náði Prins-Regents-flóa í september samsumars, og ljet fyrirberast þar um veturinn. Um vorið eptir (1852) fór hann sleðaferðir vestur í land, og á þeirri leið fann liann fyrstur manna sund það, er gengur frá austri til vesturs inn af Rrentfordvík, milli Boothia-felix og Norð- Sommerset — en áður hugðu menn það eitt land —; nefndi liann það Bellot-sund eptir frakkneskum hermanni, er þá var í för hans og Bellot hjet. Að því sundigeng- ur Ameríka lengst til norðurs. Murchisons-höfði heitir nyrzti oddi Ameríku þnr við sundið, og er kenndur við nafnfrægan mann á Englandi, Rodrich Murchison. j>eir Kennedy og Bellot komust allt vestur á Walkershöfða, fundu ekkert og hurfu þar aptur. Skipverjar tóku margir að sýkjast; þótti Kennedy eigi ú hættandi, að vera þar norður frá annan veturinn til, og fór til Englands um haustið. Sama sumarið, sem Iíennedy kom heim úr norður- för sinni, gjörði frú Franklin annað skip út í norður- leit. Inglefield sjóforingi stýrði því, og er það helzt frá honum að segja, að hann kannaði sund þau, er ganga norður af Baffinsflóa: Ilvalssund og Smithssund. Komst liann þar miklu lengra fram, en aðrir farmenn höfðu komizt fyrir hans daga. Ilann hjelt langt inn á Hvals- sund og hitti lítinn ís, gekk þar á land á einhverjum stað og á jökla upp, og sá auðan sjó til austurs, svo langt sem augað eygði. Liggur sund það að líkindum austur úr landi fyrir norðan Grœnlands-óbyggðir. þó vildi Ing- lefield eigi lialda lengra austur ú bóginn og sneri vestur að Smiths-sundi og lagði inn á það. j>ar var þá einnig lítið um ís, en norðurfall hart í sundinu; þótti Inglefield þá, sem fundin væri innganga til liins auða hafs, er margir ætla að liggja muni umhverfis norðurheimsskaut- ið, og sem margur þá Iijelt að Franklín hefði komizt norður í. En bráðum gekk veður upp af norðri og gjörði storma mikla; rak þá ógurlegan ís á móti þeim Inglefield, og urðu þeir frá að hverfa. þessu næst kannaði Inglefield Jonessund lengra vestur, en aðrir höfðu komizt; en þó varð hann frá að hverfa fyrir ísum. Af ferðum hans urðu menn fróðari, en áður höfðu verið, umsundþessi og lands- 1

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.