Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 5

Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 5
5 Mac Clintock apturaustur úr Bellotssundi og inn á lítinn vog, er gengur norður úr því austanverðu, og sem liann nefndi Kennedysvog, eptir þeiin manni, er fyrstur fann sund þetta. í>ar bjóst Mac Clintock fyrir til vetrarsetu. Um haustið ljet hann flytja vistir á sleðum suður á Boo- thiustrendur og vestur að Peelssundi; ætlaði hann að eiga þær þar á ýmsum stöðum til næsta vors, þegar hann legði af stað í suðurleit, og taka þær í leiðinni, svo þess minna þyrfti þá að leggja á sleðana; ljet hann grafa vistir þess- ar í fönn og geyma vandlega, svo Skrælingjar og birnir og refar fyndu eigi; en þeir eru allajafna á rjátli um eyjar þessar, og eru fundvísir í meira lagi. Fátt bar þar til tíðinda um veturinn. þegar veður var gott, gengu skipverjar á veiðar og skutu dýr og fugla: lireindýr, birni, refa, hjera, seli, rjúpur og vali; moskusnaut sáu þeir þar eigi, og eru þau þó á sumum eyjum þar fyrir norðan; þykir jafnan hin mesta veiður í þeim, því þau vega ein- att milli 30 og íjörutygi ijórðunga, og eru góð átu ; þau eru dökk á lit, stórhyrnd mjög og ill viðureignar, loðin, svo að hárin taka þvi nær á jörðuniður; selur erþarmargur, og sumir, sem náðust, svo stórir, að þeir vógu alltað 50 fjórðungum; þeir voru 4 álna langir með livítum kömp- um. það selakyn kallar Petersen í bók sinni »Ysulckere»; stœrsta hreindýr, sem þeir náðu, vó 30 fjórðunga auk innýfla. Um svartasta skammdegið sást því nær ekkert kvikindi, enda gátu skipverjar þá skammt komizt sökum myrkurs og storma og kafaldsbylja. Sól livarf þar 17. nóvemb., og sást fyrst aptur 26. janúar. þegar leið fram í febrúarmánuð (1859) lagði Mac Clintock af stað sleðaferð suður að segulskautinu, er vjer áður höfum nefnt, því hann vissi, að Skrælingjar höfðust við þar í nánd, og vildi hann hafa tal af þeim, áður hann legði af stað í aðalferð þá, sem hann hafði ráðgjört að fara, þegar kœmi fram á vor og veður hlýnaði. þar var Petersen í för með Mac Clintock, höfðu þeir hunda fyrir sleðum sínum og hjeldu af stað, ldóðu sjer snjóhús á kveld- um og lágu í um nætur, en rakkar þeirralágu úti; frostið var grimmt, svo stundum fraus kvikasilfur; varMac Clin- tock þá einatt með frosna íingur, er hann mældi stund og staði, eða ritaði það, er á dagana dreif. Lítið eitt fyrir sunnan segulslcautið hittu þeir 4 Skrælingja; voru þeir fyrst œrið smeikir og þorðu eigi að nálgast þá Fox- verja, en Petersen ávarpaði þá á þeirra tungu og talaði kjark í þá; urðu þeir þá liinir málhreifustu, og hlóðu á svipstundu snjóhús fyrir þá Mac Clintock og fjekk hver þeirra 2 saumnálar fyrir staríið; þótti Skrælingjum sjer allvel goldin liúsagjörðin, og mega þeir víst eigi kaup- harðir kallast. þar voru þeir í húsinu hjá skipverjum um nóttina; lögðust Skrælingjar eigi fyrir sem hinir, en sváfu sitjandi og beygðu höfuð á bringu. þeir Mac Clintock buðu Skrælingjum mat, en þeim fannst lítið til um hann; brauð vildu þeir eigi sjá, en bjarnarkjöt þótti þeim sæl- gæti. þar dvöldust þeir Mac Clintock fáa daga; fóru Skrælingjar burt og komu aptur annars dags fjölmennir, og áttust þeir þá kaup við; höfðu Skrælingjar þá með- ferðis silfurskeiðar, og hnífa silfurskepta, og ýmsa hluti með fangamarki Franklíns og manna hans. þóttust þeir hafa fengið þá hluti af -öðrum Skrælingjum, er byggju vest- ar; þeir hefðu sagt sjer, að hinir »hvítu menn« hefðu komið norðan, haldið suður eptir, en dáið af sulti á leið- inni, og hinir síðustu hefðu orðið til á eyju einni, langt þaðan í suður, og þar veiddist nógur lax. Iíom þetta allt heim við það, er dr. Rae hafði áður frjett. Skræl- ingjar þessir voru, sem þeirra er venja til, ákaflega spur- ulir, en fremiir tregir til frásagnar, þó fengu skipverjar það upp lijá þeim, að skip eitt mikið og þrísiglt (þri- mastrað) hefði rekið í ísnum að norðan, en liðast í sund- ur fyrir vestan King Willjamsey og sokkið þar, og engu orðið af því bjargað, skipverjar hefðu allir löngu áður ver- ið komnir upp á eyna með báta sína, haldið síðan suður á leið, en smátt og smátt linigið niður og dáið af hungri. þannig var þeim Mac Clintock vísað til, hvar leita skyldi hinna síðustu spora Franklíns og manna hans. Segir hjer eigi frekar af viðskiptum þeirra Skrælingja og Fox- verja; en eptir þessi tiðindi hjeldu þeir aptur norður til skipsins, og náðu þangað 17. dag marzmán.; var leið sú, er þeir höfðu farið, hjer um hil 90 mílur vegar. þá var Allen Young nýkominn vestan af Prins of Waleslandi; liafði hann farið langa leið og legið í tjaldi um nætur og átt kalda búð; einkis hafði hann orðið vísari um Frank- lín. Litlu síðar; en hjer var komið, Ijet Mac Clintock kanna vistir á skipi sínu; sá hann þá, að ýmsa hluti tók að skorta; tók hann þá það ráðs, að senda menn norð- ur á Fúrynes, eptir vistum, er þar lágu geymdar frá því, er Parry braut þar skip sitt 1825, og reyndust öll mat- væli, er þeir sóttu á Fúrynes (kjöt, kálmeti, sykur og fl.) eins góð, og þá höfðu verið, og höfðu þó legið þar í snjó 34 ár. þegar í byrjun aprílmánaðar lögðu þeir aptur á stað frá skipinu foringjarnir þrír, Mac Clintock, Hobson og Allen Young; hafði hver þeirra tvo sleða með vistum á og nauðsynlegum áhöldum; skyldu 4 menn draga hvern sleða, og ætlað svo til, að hver maður skyldi draga hjer um bil 20 fjórðunga; þar að auki hafði yfirforinginn sjálf- ur, Mac Clintock, 2 hundasleða í sinniför; hverjum hundi var ætlað að draga 10 fjórðunga þunga. Svo hafði Mac Clintock skipað fyrir, að Allen Young skyldi kanna allt Prins of Walesland; var mikill hluti þess áður ókunnur; Hobson skyldi halda yfir á King Willjamsey norðanverða og kanna alia vesturströnd hcnnar til suðurs, en sjálfur ætl- aði Mac Clintock sjer að kanna þá hina sömu ey austan- verða, halda suður á Montrealey, og leita með öllum ós- um Bakkselfar, fara síðan norður á suðurströnd King Willjamseyjar og norður eptir vesturströnd hennar til móts við Hobson. Yeður var kalt allan aprílmánuð; kólþámarga á höndum og andliti, og sumir urðu því nær blindir af snjóbirtu, og þó höfðu þeir hlífar fyrir augum; en það ræð- ur að líkindum, að verið hafi hin mesta augnaraun, að sjá aldrei á dökkvan díl. Eptir þriggja vikna ferð hittu þeir Mac Clintock nokkra Skrælingja; áttu kaup við þá, og fengu meðal annars kníf einn, og á enskt mark; kvaðst Skrælinginn hafa fengið hann hjá einum sinna Ianda, en sá hefði fundið hann hjá skipi, er rekið hefði á land vestan á King Willjamsey; frjettu þeir nú, að Skrælingjar hefðu sjeð þar tvö stórskip; hefði annað þeirra brotnað í ísnum og sokkið þegar í stað, og engu orðið bjargað, en annað hefði rekið á land litlu síðar; menn hefðu allir löngu áður verið komnir á land og haldið suður eptir, en ári síðar hefðu þeir fundið marga af þeim dauða suður við «hið mikla fljót«; í skipinu, sem á land rak, hefðu þeir fundið einn mann dauðan; hann hefði verið mikili vexti og haft stórar tennur. Suðaustan til á King Willjamsey hittu þeir aðra Skrælingja og keyptu af þeim knífa og skeiðar, sem Franklín og hans menn höfðu átt. Gaf Mac Clintock Skrælingjum 4 saumnálar fyrir hverja silfurskeið; er þess eigi getið, að Skrælingjum hafi þótt sjer vera vangoldið, en Mac Clintock sagði svo við menn sína, að hann vildi eigi kaupa dýrt og spilla þannig markaðinum. Skipverjar spurðu Skrælingja, hve langt væri þaðan, sem þeir þá voru, og þangað, sem skipið hefði rekið á land. Skrælingjar svöruðu, að ef þeir gengju beina leið vestur yfir land, þá þyrftu þeir 5 sinntim að sofa (þ. e. fimm

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.