Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 3

Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 3
3 liafa lálið svo mörg og svo ágæt skip eptir verða norður íísum; en Mac Clure fjekk sœmdir miklar fyrir sína fram- göngu. Eitt af skipum þessum (það hjet Ilesolute, og hafði Iíellet stýrt því) fundu Ameríkumenn löngu síðar út á Baffínsílóa, lítið skemrnt, bœttu þeir það, sem bezt þeir kunnu, og gáfu Bretadrottningu, og þótti það höfðinglega gjört. Árið 1853 gjörði Grinnel kaupmaður í Ameríku, sem fyr er nefndur, út skip, og var dr. Kane fyrir því, en Petersen, sem áður er getið, vartúlkur bans. j»eir komust norður í Smiths-sund, og að sögn allt norður á 82. mæli- stig; fraus skipið þar fast í isum, og náðist aldrei síðan, en skipverjar komust eptir miklar þrautir og mannskaða suður á Grœnland í septemberrnánuði 1855, og varð lítill árangur af ferð þeirra. Svo er sagt, að dr. Kane hafl verið hinn mesti ofurhugi; en eptir norðurferð þessa varð hann heilsulaus, og andaðist nokkru síðar. Hann hefur ritað ágæta sögu um ferðir sínar. Af því, sem núhefur verið sagt, sjáum vjer, aðeng- inn af öllum þessum leitarmönnum komst á hinar síðustu og rjettu slóðir Jóns Franklíns. |>að var, eins og þeim væri stefnt í allar aðrar áttir, og þó hafði kona Franklíns gjört allt, sem í hennar valdi stóð, til þess, að enginn blettur yrði eptir skilinn ókannaður, einkum þá er hún sendi Kennedy norður (1851 —1852), og lagði fyrir hann, að leita vandlega suður á bóginn, og í nánd við norður- strönd Ameríku, enda kom það síðan fram, live nærgætin hún hafði verið. Um þær mundir, er Belcher og lið hans kom úr norðurför sinni heim til Englands haustið 1854, barst sú fregn vestan af Ameríku, að fundnar væru miklar leifar eptir Jón Franklín og menn hans. Dr. Jón Eae, liinn ágæti ferðamaður, sem áður er nefndur, hafði vorið 1853 verið sendur af verzlunarfjelaginu, sem kennt er við Húð- sonsflóa, norður á Ameríkustrandir, til að kanna það, sem þar var eptir ókannað með sjó fram; það var að eins lítið svæði, eður nokkur hluti af Boothiu vestan- og sunnan- vert, og suðurhlutinn af King Willjamslandi, og spölkorn með sjó fram fyrir sunnan það. Dr. Itae hjeit semaðr- ir, að eigi þyrfti að leita Franklíns á því litla svæði. En nú munum vjer heyra, hversu fer. Utn sumarið (1853) komst dr. Rae norður að Itepulse-bay (Apturhvarfsvík)1 2, og ljet þar fyrirherast um velurinn; voru þeir 4 saman, hlóðu sjer snjóhús og bjuggu vetrarlangt í; vetur var harður, en menn í röskvara lagi; lögðu þeir upp á miðj- um einmánuði vorið eptir og stefndu norður á leið, fóru fótgangandi, og dró hver sinn sleða. Norður við sjó hittu þeir Skrælingja; höfðu tal af þeim og frjettu, að Tivítir menn eigi allfáir hefðu orðið úti þar vestur með sjó. En allt var það mjög óljóst, enda höfðu þeir dr. Rae engan túlk og skildu hvorir aðra eigi nema til hálfs. I för þessari fann dr. Rae það, er menn vissu eigi áður, og það var, að King Willjamsland var eyja, og mjótt sund gekk milli þess og meginlands að sunnan og austanverðu. Nú sá Rae, að hann fjekk eigi frekar að gjört það sumar, og sneri þvi aptur suður á bóginn; hitti aðra Skrælingja, er sögðu honum, að vorið 1850a hefðu nokkrir af þeirra þjóð (sjálGr hefðu þeir eigi sjeð það), sem þá voru á sela- veiðum norður við King Willjamsey, sjeð 40 »hvítamenn« halda suður ísa vestanvert á eyjunni; þeir hefðu dregið sleða eptir sjer, og bát á honurn; menn þessir hefðu verið mjög rnagrir útlits, og það þóttust þeir skilja, að skip þeirra hefði brotnað í ísum. Litlu seinna hefðu þeir 1) Hún gengur norííur og.vestur af Hútisonsfliía, og er mjútt ejUi uúlli hennar at) sunnan og Koothiuflúa aU uoríian. 2) Ártalið hefur síUar reynzt ranghermt, og nmn eiga aU vera 1848. suður á meginlandinu, í nánd við Ugluhöfða, fundið hjer um bil 30 menn dauða; lágu sum líkin í tjöldum, sum undir bátnum, sum lúngað og þangað á bersvæði; katla hefðu þeir fundið þar, og bein í, er þeim þótti því líkust, að væru mannabein. Ljetu Skrælingjar á sjer skilja, að þeir af hinum hvitu mönnum, er lengst lifðu, mundu hafa lagzt á náinn og treint þannig lífdaga sína, meðan til vannst. Elefur hjer um orðið margrœtt, sem að líkindum lætur; hafa flestir hinna vitrustu manna, er um þetta hafa ritað, neitað því, að slík ósköp hafl hent þessa vesalings-menn; en hins vegar vitum vjer, bæði af ferðum Richardsons og Franklíns, löngu fyr en þetta gjörðist, að svo mjög knúði liungrið liðsmenn þeirra, að þeir hikuðn eigi við að leggja hendur á förunauta sína og rífa þá í sig af villidýrsœði, og mundu meiri brögð hafa af orðið, ef Franklín og þeir fyrirliðarnir hefðu eigi haft þá afbragðs-stjórn á mönnum sínum, semþeirþá höfðu. En hitt má og vera, að Skræl- ingjum hafi sýnzt annað, en í raun rjettri var, og að bein- in í kötlunum hafi eigi mannabein verið. Svo hefur dr. Rae frá sagt, að engar líkur sjeu til, að Skrælingjar hafl ráðið Frankiíns mennafdögum, því þeir sjeu á ölluin þeim ströndum góðmannlegir og meinlausir, þó þeir þyki œrið hnuplsamir. Og er allt öðru máli að gegna um þá, og hina aðra Skrælingja, sem búa fram með Baffínsflóabotn- um, því þeir hafa það til, að ráðast á skipbrotsmenn og gjöra sjer gott af. þannig reyndust þeir dr. Kane og hans fjelögum. Eptir þessi tíðindi hjelt dr. Rae til Englands og kom þangað um veturnætur 1854; þótti þá sumum, að hann hefði linlega leitað, en dr. Rae kom góðri vörn fyrir sig og fœrði nœg rök til þess, að eigi hefði verið til annars en ógagns eins, að hann hjeldi þá leitinni lengra áfram, en hitt eina ráðið, að halda sem fyrst til Englands, segja tíðindin, og benda mönnum á, að gjöra nýjan leiðgngur út sem fyrst norður á King Willjams-ey. því næst var sá rnaður sendur norður á þær slóðir, er Anderson bjet; hann frjetti hjer um bil allt hið sama, sem dr. Rae liafði sagt, en hvorki annað eða meira, og staðfestist af því sögusögn dr. Raes, enda fjekk hann nú og fjelagar hans 10,000 pund sterlings að verðlaunum. En það var helm- ingur þess, er heitið varhverjum þeim, er sagt gæti með sönnu, hvað orðið hefði af Franklín, og hvar hans væri lielzt að leita. Mac Glure hafði fengið hinn helminginn, fyrir þá sök að hann fann norðvesturhiSina, sem áður er sagt. Nú leið og beið. Ilin enska stjórn vildi eigi gjöra út skip og menn til frekari leita, þótt margir eggjuðu þess, því henni þótti œrið miklu hafa verið til kostað; mann- skaði og skiptjón orðið helzt til mikið, þótt meira bœtt- ist eigi við. En þótt Jón Franklín væri látinn, þá var kona lians enn á lífi, og hún hafði þegar sýnt, hverju göfugt og trygglynt og óþreytandi konuhjarta getur til leiðar komið. Leitaði hún enn að nýju til stjórnarinnar, og beiddi hana skerast í málið og senda norður og gjöra hina síðustu leit; sagði sem var, að nú væri ólíkt hœgra við að eiga, en áður hefði verið; menn þekktu þar nú nálega hvern krók og kima; þar væru vistir og forðabúr til á ýmsum stöðum (eptir þá Austin og Belcher, o. fl.); skip væri einnig til (það sumsje, sem Ameríkumenn hefðu fundið og gefið Englendingum), og yrði því aldrei til ann- ars betur varið, og það, sem mest væri í varið, að nú vissu meun gjörla, hvert leitinni skyldi stefna; vildi stjórn- in samt sem áður eigi verða við bón sinni, kvaðst hún enn mundu reyna að gjöra út skip, til að leita manns síns og fjeiaga hans, þó flestum mundi virðast, að ójafmr stœðuað: hún eldja og einstœðingur, og efni hennar að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.