Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 6
6 dagleiðir), áður þeir kcemu þangað. Meðan þeir þannig töluðust við, hafði einn af Skrælingjum komið auga á litla stingsög, er lá á einum sleðanna, og tekið hana. Peter- sen, túlkurinn, var þar nær staddur, og bað hann lausa láta sögina; hinn vildi það eigi; kom þá Mac Clintock að og fór á sömu leið ; í því kom einn af skipverjum, og hjelt á byssu; kastaði Skrælinginn þá söginni og sagði: namik! namik! þ. e. nei! nei! en þó Skrælingjar þessir væru mjög þjófgefnir, og hnupluðu, hve nær sem þeir sáu sjer fœrt, þá fór þó allt laglega með þeim og skildu vinir. Eptir þetta hjelt Mac Clintock allt suður að Bakks- elfi og kannaði alla Montreal- ey, hitti enga Skrælingja, og varð einkis vísari um Franklín. 18. dag maímánaðar sneri hann aptur og hjelt vestur og norður, og kom eptir fáa daga að Simpsons-sundi; það skilur Iiing Willjams- ey að sunnan frá Ameríku, og er mjótt sund; komu þeir þar að kveldi dags; var sundið þá lagt; óku þeir yfir um það um nóttina, og hjeldu norður eptir vesturströnd eyj- arinnar; hún var þá öll undir snjó og ísum; fóru þeir svo um hrið, að engin sáust vegsummerki nema nokkrar smávörður, en ekkert fannst í þeim fólgið. Lítið eitt norðar gengu þeir fram á beinagrind af manni; lá hún á bersvæði og klæðaslitur aila vega út í frá henni. Svo var að sjá, sem maðurinn hefði hnigið niður þar, sem hann var á gangi, og fallið á grúfu, og benti það til þess, er Skrælingjar höfðu sagtþeim: »að hinir hvítu nienn hefðu hnigið niður jafnóðum, og þeir gengu suður eptir«; veski fundu þeir hjá mannsbeinum þessum og sendibrjef í, en gátu eigi lesið það, er á var ritað. Skammt þaðan í norður er Hmc/tefs-höfði; á honum stendur steinvarða mikil; hana hlóð Simpson 1839; bjóst Mac Clintock við, að fmna í vörðunni einhverja skýrslu eptir Franklín. En því miður, þar fannst ekkert; enda sáusl ljós merki til þess, að varðan hafði verið rifin niður til miðs, og er enginn efi á, að það hafi Skrælingjar gjört og fundið þar eitthvað fjemætt eptir þá Franklín ; hefðu þeir ekkert fund- ið þar, mundu þeir að öllum líkindum hafa rifið vörðuna niður til grunna, eins og þeir Mac Clintock nú gjörðu. Telur hann það víst, að þar hafi Franklínsmenn fólgið í vörðunni bæði dagbœkur skipanna og aðrar skýrslur, en Skrælingjar fundið og eyðilagt. Heidur nú Mac Clintock þaðan í þungu skapi og norður lengra, en 2 dagleiðum norðar finnur hann enn aðra vörðu, er Hobson hefur þá nýhlaðið; er þar í brjef frá honum, og kveðst ltann á Victoriu- höfða útnorðan til á Iíing Willjamsey hafa fundið vörðu og i henni pjáturdósir með skýrslu eptir þá Frank- lín. Hafði Hobson snúið þar aptur, tekið skýrsluna með sjer og baldið norður til skipsins (Fox). Skýrslan sem Hobson hafði fundið, var undirskrifuð af Gore, einum af undirforingjum Franklíns; hún var svo hljóðandi: „28. maí 1847. Erebus og Terror, skip hennar hátir/nar drottningarinnar, sátu í isnum vetrar- langt á 70° 5' n. br. og 98° 23' vestl. lengdar. Veturinn 1846—47 lágu pau við Beechey-cgj- una á 74° 34' 28" n. br., og 91° 39' 15" vestl. lengd. Áður höfðu pau siglt norður eptir Wel- lingtonssundi til 77° n. br., snúið par við^ og haldið til suðurs vestan um Cornnallis-ey. Sir Jón Franklin var hœstráðandi. Öllum leið vel á shipunum. Tveir foringjar og 6 hásetar lögðu af stað frá skipunum á mánudaginn var, 24. maí 1847“. í skýrslu þessari er misritað, þar sem segir, að skipin liafi legið veturinn 1846—47 við Beechey-ey; það verður að hafa verið veturinn 1845—46. Áf skýrslunui sjámenn nú, hve ágætlega Franklín hafði gengið allt fram í maí- mánuð 1847. Hann hafði þannig þegar hið fyrsta sumar (1845) komizt 150 mílur norður eptir Wellingtons-sundi, eins langt eins og Belchers skip komust 8 árum síðar. Eigi er hœgt að segja, hvort Franklín hefur snúið við aptur, þar sem hannkomst lengst norður (á 77. mælistig), af þvi að ísar bönnuðu honum, eða af því að hann vildi eigi fjarlægjast meir en komið var norðurströnd Ámeríku, en hitt vitamenn nú, að eptir að hann hafði kannaðWel- lingtonssund á enda, þá hefur hann snúið aptur suður á Barrows-sund, og á þeirri leið fundið sund það, ergeng- ur milli Cornwallis- og Bathursts-eyjar, og sem nú heitir Croziérs- sund. Sumarið eptir (1846) hefur Franklín haldið báðum skipunum suður hjá Walkers-höfða, og komiztþá, eins og sumarið áður, langa leið og öllum ókunna suður á móts við norðurodda King Willjamseyjar. |>á tók við veturinn 1846—47, og þá komust skipin eigi lengra; er svo að sjá, sem allt hafi enn gengið vel þann vetur; því um vorið, þegar Gore »Lieutenant« (sem áður var nefnd- ur), og þeir, sem með honum voru, fór frá skipunum, — að líkindum til að kanna ströndina frá Yiktoriuhöfða suð- ur að Herschelsnesi, — þá hefur öllu liðið vel, og öðl- ingurinn Jón Franklín var þá enn yfirforingi þeirra. En á sama skjalið, þar sem skýrsla þessi stóð, var ritað ári síðar með annari hendi, þessi hörmulegu orð: „25. apríl 1848. Erebus og Terror, skip hennar liátignar drottningarinnar, voru ski/in eptir 22. aprílmán., 5 mílur í útnorður frá pessum stað, eptir að pau hafa setið föst í ísnum siðan 12. sept. 1846; yfirmenn og liásetar af skipunum, samtals 105, gengu hjer á land. Crozier „kap- teinn“ er nú yfirforingi. Sir Jón Franklín dó 11. júní 1847. Allt tilpessa dagshafa af skip- verjum dáið 9 foringjar og 15 hásetar. Vndir voru ritaðir: „Crozier, kapteinn og elzti yfir- maður; James Fizjames, foringi á Erebus“. Síð- an er bœtt við þessum orðum: „og förum hjeð- an á morgun 26. áleiðis suður að Bakks-fiski- el.fu“. þessar og engar aðrar menjar fundust ritaðar eptir Jón Franklín og förunauta hans. (Framh. síðar). Nliýrxlur fajóðólí's urn söluverð á ístenzkum varningi ertendis. Auk margra fróðlegra ritgjörða, sem j>jóðólfur ein- att hefur meðferðis um ýms efni, hefur hann og stund- um skýrslur um söluverð á íslenzkum varningi bæði í Danmörku og annarstaðar, en því er ver og miður, að þessar skýrslur eru einatt lítt vandaðar og miður rjett- ar, og er þó áríðandi, einkum eins og hjer á stendur, að slíkar skýrslur sjeu rjettar og nákvæmar, því að annars eru þær eigi til annars, en vekja óánœgju landsmanna við kaupmenn, og tortryggni manna á milli, í stað þess að þær ættu að efia traustmanna á milli. Ein af þessum söluverðsskýrslum stendur í 14.—15. blaði jþjóðólfs, 20. d. marzm. þ. á., bls. 59; er í henni einungis talið hið hæsta verð, sem íslenzkur varningur liefur selzt fyrir í Kaupmannahöfn árið sem leið, en öllu hinu lægra verði er sleppt, og er því slík skýrsla mjög óvönduð og óáreið- anleg; og er slíkri aðferð það eigi til neinna bóta, þótt skýrslan eigi að vera tekin eptir þremur skýrlum »staðar- »mæglaranna«, og sýnir það að minnsta kosti fáfrœði a-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.