Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 4

Íslendingur - 19.04.1862, Blaðsíða 4
4 þrotum komin, en liins vegar stjórnin, með öllum sínum auði og mannada. En enska stjórnin er löngum þjett fyrir, og loksins gaf hún það svar vorið 1857, að hún mundi eigi senda framar út menn til að leita Franklíns. Eigi ljet frú Franklín letjast fyrir þetta. Hún kaupir skip eitt eigi mikið, en ákaflega sterkt, og vel lagað til slíkrar giæfraferðar. f>að hjet Fox, og er hið sama sem hingað kom til lands 1860. Fyrirliða fjekk hún þann,að trautt mátti annan betri finna, og var það Mac Clintock, er vjer höfum opt nefnt hjer að framan. Ilann rjeð sjer þegar menn, og urðu þeir samtals 25 manns, er til far- arinnar bjuggust. Margir góðgjarnir menn urðu til að styrkja frú Franklín til útgjörðarinnar. Ilobson hjet sá, er næstur gekk Mac Clintock að völdum ; Allen Young hjet hinn þriðji foringi; Karl Petersen, sem einnig er áður nefndur, slóst í för þessa með, sem túlkur þeirra við Skrælingjaþjóðir. Mjög völdust menn til fararinnar að vaskleik og allri atgjörvi. |>eir Mac Clintock bjuggu skip sitt í Aberdeen; sú borg er á Skotlandi. En er þeir voru búnir til hafs, gekk frú Franklín til skips með þeim, kvaddi þá vel og bað þeim allra virkta, og fjekk Mac Clintock að skilnaði brjef eitt, er á var ritað hjer uin bil á þessa leið : Aberdeen, 2í). júm'mán. t8.r)7. Ágæti foringi! í>jer hafið gjört mjer þá sœmd, að biðja mig gefa yður reglur nokkrar, er þjer skylduð fylgja í för þessari, en mjer finnst eigi rjett, að jeg eigi að láta hugboð mitt hafa hin minnstu ahrif á fyrirætlun yðar í framkvæmd þess loflega ætlunarverks, sem þjer hafið yður fyrir sett; mjer kemur eigi heldur til hugar að gjöra það, og það því síð- ur, sem mjer virðist álit yðar og áform lútandi að þessu máii koma að mestu leyti heim við þá hugmynd, er jeg hafði gjört mjer um það, áður en við áttum tal saman. En þó svo hefðinúekki verið, þá megið þjer samt treysta því, að jeg hefði Iátið yðar álit sitjaí fyrirrúmi, sem hlýt- ur að vera skýrara og rjettara en mitt í þessum efnum, enda veit jeg fullvel, að málið iíggur yður eins ríkt á hjarta, eins og mjer. En hvað snertir ýmsan tilgang norðurfarar þessarar, þá er jeg sannfœrð um, að þjer vitið, að fyrsti og fegursti ávöxturinn af viðleitni yðar og mín, er sá: að þjer gætuð bjargað lífi einhvers þeirra manna, sem voru á Erebus eða Terror, ef einhver þeirra væri enn á lífi. I>að er ósk mín, að þetta eina atriði sitji í fyrirrúmi, og að allt annað sje minna metið; en þarnæst, að bjarg- að vrði hinum dýrmætu skjölum, er skipverjar hafa látið eptir sig, svo og þeim hlutum, er bæði maðurinn minn og förunautar hans liafa sjálfir átt, og eptir þá kynnu að finnast. Loksins hef jeg þá von, að yður muni takast að sýna og sanna til fullnustu, að maðurinn minn og förunautar hans eigi scemdina skilið fyrirþað, að hafa fyrstir manna fundið norðurleiðina, ef til vill seinustu augnablikin, sem þeir lifðu, eptir 5 ára þjáningar og kvalir (lika, ef til vill, nokkru fyr), ef það er áreiðanlegt, sem dr. Rae hefur sagt, enda hefur stjórn vor álitið, að svo sje, og veitt honum laun að því skapi. Jcg er sannfœrð um, að þjer munuð gjöra allt, sem mönnum er unnt að gjöra, til þess aðnáþessum tilgangi; jeg kvíði að eins því einu, að þjer leggið meira kapp á að leysa erindi þetta af höndum, en mannleg orka fær undir risið, þjer verðið því að trúa mjer til þess, að svo mikils sem eg met það, met eg þó miklu meir hið dýr- mæta líf hins íámenna heljuflokks, er fylgir yður á leið þessari. Guð verndi yður alla af sinni óþrjótandi miskunnsemi, í öllum þeim þrautum og mannhættum, sem nú bíða yð- ar! og hann veiti oss að sjá yður aptur heila heilsu, með heiðri og hamingju. Um heiðurinn er jeg óhrædd. Ilann mun yður hlotnast, hvort sem þjer náið takmarkinu eður eigi, því takmarkið getur brugðizt, livað mikið sem þjer leggið i sölurnar; og verið sannfœrðir um, að hvernig sem allt þetta gengur, með eður í móti, þá hef jeg óbifanlegt traust til yðar, og segi mjer skylt að gjalda yður mínar innilegustu þakkir. Yðar hreinskilin og staðföst vinkona Jane Franklín. Mac Clintock ljet í haf 1. júlí; þeim bvrjaði vel og tóku land við »Friðrikshaab« á Grœnlandi eptir 17 daga útivist, komu þar víðar við land og keyptu ýmsa hluti, þar á meðal hunda fyrirsleða sína og kol til eldsneytis; hjeldu síðan norður fyrir byggð alla, og komust allt á 74. mæli- stig norðurbreiddar; voru þeir þá beint í austur af Lan- kastersundi, en áttu að sœkja yfir um llallínsflóa þveran; það eru til að geta 90 mílur vegar. Flóinn var eigi á- rennilegur fyrir sakir ísa, enda hafði ekkert hvalveiðaskip komizt vestur yfir hann það sumar. Mac Clintock Ijet eigi hræðast að heldur, og lagði djarflega út á flóann; komst þá einatt í mikinn háska, og þar lenti, að frost- harkan greip hann í miðjum flóa; festist skipið þar í ísn- um í öndverðum septembermán., og sat fast allan vetur- inn fram í aprílmánaðarlok vorið eplir; en ísinn rak fyrir straumum suður eptir flóanum smátt og smátt vetrarlangt, þar til ísinn leysti sundur um vorið; liafði Fox þá rekið í samfleytta 242 daga suður á bóginn frekar 300 mílur; vitum vjer eigi dœmi til, að nokkra aðra menn hafi jafn- lengi og jafnlangan veg rekið aptur á bak, eins og þá Foxverja. þannig var eitt ár liðið, að miklu levti til ónýtis; en Mac Clintock ljet eigi hugfallast og hjelt aptur norður; kom snöggvast við á Grœnlandi og náði Lankastersundi í miðjum júlímánuði (1858). En vjer höfum áður sagt, að sund það er inngangur, eða sem lykillinn að öllu þvi eyjakerfi, sem þar liggur fyrir vestan, en norður af megin- landi Norður-Ameríku. j[>eir MacClintock komu við Bee- chey-ey, en þar var hús eptir þá Relcher og nœgur vista- forði, sem enn er þar; bcettu þeir skipverjar þar við sig bæði matvælum og öðrum hlutum, er þeir þurftu við. Af eynni sáu þeir auðan sjó í allar áttir; hjelt Mac Clintock nú þaðan og suður og vestur undir Walkershöfða og inn á sund það, er gengur til suðurs fyrir austan höfðann, milli Prins Waleslands að vestan og Norð-Sommerset að austanog allt suður að Iíing Yilljamsey; hjet þaðþáPeels- sund, en nú heitir það Franklíns-sund; en er liann hafði haldið 6 vikur sjávar suðtir á sundið, bönnuðu ísar hon- um leið; sneri hann þá frá og norður fyrir Sommerset og suður með því landi að austan, og ætlaði að halda inn Prins-Regentssund og ná Bellotssundi, og tókst hon- um það. Bellotssund var þá með íshroða miklum; kann- aði Mac Clintock það þó á báti, og fann, að það var 4 mílur á lengd í austur og vestur, og víðast hvar fjórð- ungur viku á breidd; föll voru hörð í sundinu, og litlu eptir höfuðdag rak ísinn austur úr því; bjeldu þeir þá skipinu vestur úr sundinu, og vestur í Peelssund, en þar var ákaflegur stórís fyrir og alsendis ófœrt fram að kom- ast; var þeim Foxverjum það því meiri skapraun, að þeir komust eigi gegnum það ísbelti, sem það var að eins 1 míla á breidd, en auður sjór fyrir sunnan. Eru allar lík- ur til þess, að hefðu þeir þangað komizt, þá mundi Eox hafa flotið alla leið með landi fram noröur um Ameríku- strandir og vestur í Beringssund. En það hcfur erigu skipi átt að heppnastallt til þessa dags. Eptir þettahjelt

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.