Íslendingur - 30.04.1862, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA AR.
ML 30- aPríL M %
Háskóli jVorðmanna.
í haust, er var, voru 50 ár liðin frá því Norðmenn
fengu háskóla hjá sjcr í Kristjaníu; var þar þá mikil
hátíð haldin í minningu þess, að háskóli þeirra var orðin
50 ára gamall, og gáfu háskólakennendurnir nokkru áður
út boðsbrjef, er þeir buðu mönnum til hátíðarinnar. Boðs-
brjef þetta er í mörgu mjög fróðlegt og merkilegt. Vjer
höfum aldrei reist svo hátt seglin, að biðja um liáskóla
hjá oss; vjer erum og minni þjóð en Norðmenn, jafnvel
þó vjer höldum, að ágœti háskóla sje ekki dcemandi eptir
höfðatölu háskólakennendanna nje stúdentanna, er á þá
ganga, heldur eptir því, hvernig vísindin eru þar iðkuð;
en þvi nær í hvert skipti, sem alþingi hefur verið haldið,
hafa bænarskrár úr öllum áttum landsins streymt til þess
um að það beiddi, að læknaskóli og lagaskóli kœmist hjer
á, svo menn í landinu sjálfu gætu numið þekkingu þá, er
krefðist til að geta fengið embætti þau, sem hjer eru, og
þyrftu ekki að stökkva úr landi burt til þess. En hingað
til hefur ekki verið álitin ástœða til að veita landsmönn-
um þessar hóglegu og rjettlátu bœnir þeirra, og hefur
það verið álitið betra, að láta embættin heldur standa,
svo mörgum árum hefur skipt, og veita þau mönnum, er
numið hafa eilthvað í Danmörku, en sem þó er álitið ó-
nýtt til að geta fengið samskonar embætti þar. Háskóli
Norðmanna, þó ungur sje, stendur nú ekki á baki liá-
skóla Dana. Vjer höfum snarað á íslenzku áminnstu boðs-
riti hjer um bil orðrjett, og hljóðar það þannig:
það hafði lengi verið brennandi ósk manna í Nor-
vegi, að háskóli yrði lijer stofnaður; því, meðan slíka
menntastofnun vantaði hjer í landinu sjálfu, höfðu þeir,
er vildu ná nokkurri œðri menntun, engin önnur ráð, en
með ærnum kostnaði og tímaspilli að fara til útlanda, og
eyða þar œskuárum sínum langt í burtu frá foreldrum,
vinum og landsmönnum, undirorpnir þar alls konar ginn-
ingum og hættum. það gat eigi heldur dnlizt, að minnsta
kosti öllum hinum hyggnari mönnum, að öll þjóðin gæti
ekki orðið sannarlega frjáls og sjálfs sín ráðándi, fyr en
landsmönnum gæfist koslur á, bæði að nema hið mark-
verðasta í vísindunum heima í landinu sjálfu, og eins
kenna þar opinberlega það, er þeir höfðu numið; því ef
einhver þjóð er sú, að eigi eins og streymi sí og æ upp
úr sjálfum jarðveginum hjá henni menntabrunnur, mun
hún annaðhvort neyðast til, að fá að föngum hjá útlend-
um þjóðum allan sálarbúning sinn og lögun, og verða
þeim því æ háð, eður ella verða án allrar liærri mennt-
unar, og sökkva gjörvöll niður í sálarsvefn og mauragirnd,
sem í raun og veru er þrældómurinn langtum smánarlegri.
Sökum þessa má enginn undrast yfir því, að hartnær á
miðri fyrri öld, tóku menn til að bera saman ráð sín á
margan hátt um það, að stofnsetja háskóla á landi voru,
en þó einkum við lok hennar, þegar nokkurs konar frjáls-
ari andlegar hreifingar tóku um gjörvallan heim til að
brjótast út og útbreiðast víðsvegar. En margt var þessu
til tálmunar; því fyrst og fremst virtist, sem stjórninni
væri síður um þetta ráð gefið, því hún, sem eðlilegt var,
óttaðist, að fengi Norðmenn háskóla, myndi hugir þeirra
verða Dönum meir fráhverfir, en áður, þar eð ekki að eins
allir þeir af Norðmönnum, er vildu framast til embætta,
höfðu verið neyddir til að menntast við háskólann í Kaup-
mannahöfn og gjöra þar grein fyrir þekkingu sinni, hvernig
sem hún var, heldur yfir höfuð að tala, ef svo bar við,
að nokkuð væri unnið að bókmenntum í Norvegi hlutu
menn í því, að blína á vísindasólina í Kaupmannahöfn;
og í annan stað virtist sem menn að nokkru leyti með
réttu mættu óttast, að háskóli þessi, er menn sóttust eptir
að fá í Norvegi með svo miklum áhuga, mundi í raun-
inni verða ónógur eg ófullkominn, og verða því bókmennt-
um og sannri uppfrœðingu fremur til skaða en gagns,
þar hann mundi sem loka dyrunum fyrir hinni æðri
menntun. J>að vantaði sumsje fje til að stofnsetja há-
skóla og viðhalda honum, það vantaði kennendur, það
vantaði því nær unga stúdenta á hann, því um langar
aldir höfðu þeir allir Norðmenn verið dregnir til Kaup-
mannahafnar, sem í færum voru um þetta, og þangað
1
Kristniboð Daviðs Livingstones í Suður-Afríku.
(Framhald, sjá ísl. 2. ár, nr. 23). Vjer hættum þar
frásögn vorri um Davíð Livingstone, er bann var kominn
alla leið norður til Sebituana þjóðhöfðingja. En eigi
liafði hann dvalizt þar lengi, áður Sebitúane lagðist sjúk-
ur; hafði hann í orustu einni, löngu áður en hjer var
komið, orðið sár á brjósti, en aldrei verið grœddur enn
til fulls. Nú vfðist brjóstsárið að nýju; bólga ldjóp í
lungun og Sebitúane gjörðist banvœnn. »Hinn síðasta
dag, er hann lifði, gekk jeg á fund hans, segir Livings-
tone, og hafði Hróbjart litla son minn með mjer. »Komdu
liingað til mín«, sagði Sebituane, »og gáðu að hvort jeg
er enn þá maður; það er nú úli um mig«. Hann fann
glöggt hvað sjer leið. Jeg talaði fátt, en sat stundarkorn
þegjandi hjá honum, fól sálu hans í guðs henduroggekk
burtu. í>á reis Sebitúane upp í rúminu og sagði við einn
af þjónustumönnum sínum: »farðu með Hróbjart og láttu
eina af konum mínum gefa honum mjólk að drekka«,
2
og jafnskjótt hneig hann út af og var þegar örendur.
það er siður hjá Bejúönum, að þeir jarða höfðingja sína
í stórgripakvíjum, reka svo peninginn góða stund yfir gröf-
ina fram og aptur, þangað til engin sjást vegs ummerki,
að þar hafi maður verið grafinn. þannig var Sebitúane
jarðsettur. Livingstone átti nú tal við landslýðinn og
beiddi menn halda sátt og samlyndi sín á millum og
I styrkja börn Sebitúana til ríkis. Gjörðu menn góðan róm
að máli hans og sögðu, að Livingstone skyldi einskis ills
I þurfa að kvíða, því að eigi mundu þeir kenna honum lát
1 Sebitúana; hann væri farinn til feðra sinna.
Nú barst sú fregn út í allar áttir, að »hvítur maður«
væri kominn í landið; streymdu þá margir af Makolóla-
þjóðum fvrir forvitnissakir að, til þess að sjá Livingstone.
Sumir þeirra, er þá komu, báru klæðnað af allavega litu
»sirtsi«. Livingstone spurði þá, livaðan þeim kæmu þau
I klæði; þeir kváðust hafa þau vestan frá Mambari — sú
1 sveit er skammt frá Angóla, sem er nýlenda Portúgals-
manna vestan á Afríku —- og fengi þeir þau fyrir únga
9