Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 8

Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 8
24 með vissu sagt, en víst er það, eptir því sem rak, að eigi hefur skipið farizt fyrr en nóttina railli 11. og 12. des«. f>að er eitt atriði, sem vjer við þetta tœkifœri viljum minnast á og benda lðndum vorum til, einkum sjómönn- um, sem svo tíðum leggja lif sitt í hættu, ekki sízt á vetrum, þegar nótt er löng og allra veðra von,—það er, hvort eigi mundi vel til fallið, að þeir ættu sjer loftmœli (Baromether), til að ráðfœra sig við um veðráttufar og veðrabrygði. það er að sönnu víst, að margir menn eru hjer mjög veðurglöggir, en stundum er ekki hægt að sjá fyrir skjót veðrabrigði, en loptmælirinn mun valla bregð- ast, og það mun nokkurnveginn víst, að sje illviðri í nánd, þá gefur hann það til kynna. Yjer höfum opt tekið eptir því, að hafl loptmælirinn, sem menn segja, »fallið« í góðu veðri, þá er óveður komið innan sólarhrings; en þó slíkt megi nokkuð fyrir sjááloptium sumartíma og þegarbjart er yfir, þá er það lítt mögulegt á vetrum, þegar lopt er allt jafnþungbúið og dimmt, eða þegar nætur eru langar og tunglslausar. Yjer vitum nokkur dæmi til þess, að menn hafa lagt á sjóinn í bezta veðri einhvern vetrardag, en nóttina eptir hefur dottið á manndrápsveður. Ráðfœrði menn sig áður við loptmælirinn, mætti velvera, að menn færi þá hvergi og hjeldi svo lífmu. ITIaimalát. Eptir mánaðar legu í brjóstveiki andaðist 28. f. m. í Stykkishólmi húsfrú Stephanía Guð- mundsen (dóttir amtmanns sál. Páls Melsteðs), kona kandid. Halldórs Guðmundssonar. Ilún var fædd 7. jau 1827 á Ketilsstöðum á Völlum í Suður-Múlasýsln, var því nær alla æfi sína í foreldrahúsum, og giptist þar II. október árið sem leið. Iljónaband þetta varð svo stutt, að henni gafst lítill kostur á að sýna í því, hver liún var í raun rjettri og hvað i henni bjó, en hitt er víst, að þeir sem þekktu hana, munu eigi efast um, að góðs mátti af henni vænta, því hún hafði þá kosti til að bera, sem áunnu henni ást og virðingu allra góðra manna. Ilún er grafin í Bjarnar- höfn þar sem faðir hennar hvílir. 25. marz þ. á. andaðist eptir langu legu Jóhannes llansen, bóndi á Stórahólmi í í Leyru í Gullbringusýslu, 46 ára gamall, um nokkur ár lireppstjóri í Álptaneshrepp, mesti sóma- og dugnaðar- maður. Hann kvongaðist 1844 Iíristínu Jónsdóttur Gisla- sonar í Ilafnarfirði, nafnkennds merkismanns. Ekkjan lifir og 4 synir þeirra. — 28. f. m. fórst bátur í fiskiróðri suður í Garðsjó, af lionum drukknuðu báðir mennirnir, annar þeirra var ungur maður, Berthold Þorseinsson að nafni, austan úr Skaptafellssýslu, en hinn var Bjarni Jóns- son bóndi á Vörum í Garði, talinn með beztu og dug- legustu bœndum þar í sveit. Bátinn, sem þeir drukknuðu af, rak undan og hefur eigi fundizt. — Sannfrjett er, að alþingismaður Mýramanna, Jón Sigurðsson állaugum, áð- vir í Tandraseli, sje látinn, og inunum vjer síðar minnast lians, er oss berast nákvæmari fregnir úr þeirri átt. 2. þ. m. sálaðist Kolbeinn hreppstjóri Árnason á llofstöðum í Hálsasveit, einhver hinn merkasti maður meðal bænda í Borgarfjarðarsýslu. — Um þessa daga gengur megn kvefsótt bjer í R.vík, þó hefur engin enn dáið úr henni. Smilendar frjettir. Póstskipið lagði af stað lijeðan aptur 7. þ.m. snemma dags. Með því fóru, skóla- kennari H. K. Friðriksson til Kaupmannahafnar, og þaðan fer liann snöggva ferð snður á þýzkaland; húsfrú presta- skólakennara H. Árnasonar til Kaupmannahafnar, og frök- en Anna Siemsen til Sljesvíkur; þar að auki skipverjar flestir af Ingólfi, sem fyrr er um getið, og til Færevja kona og barn og móðir Guðbrandar trjesmíðs Sigurðs- sonar, en sjólfur var hann áður þangað farinn að ieyta sjer atvinnu. Englendingar þeir, er koinu með síðasta póstskipi hingað. eru sumir farnir að búa sig undir lax- veiðina; hefur llichie laxamaður, sem 3 næstliðin ár hafði laxveiði í Elliðaánum, sleppt þeirri veiði og fengið leigða veiði fyrir Laugarnes og Kleppslandi og þar með Laugar- neshúsið að minnsta kosti árlangt; sumir eru hjer í Reykjavík að búa til pjáturílát undir ísuna og heilafiskið, sem enska verzlunin ætlar að kaupa og sjóða niður í þessi ílát, er sagt að L® af isu sje keypt fyrir 20 skild.; sumir eru farnir upp í Borgarfjörð og ætla þaðan upp á Arn- arvatnsheiði, segir sagan, síðan vestur til Vestfjarða, norður í land og loks hingað suður. Einn af þeim ferðamönnum er Mr. Shepherd sem hingað kom í fyrra sumar og fór á- samt Mr. Holland, upp á Öi*æfajökul og austur um land. Einn enskur stúdent, Mr. Powell að nafni, er hjer í Reykja- vík og hefur eigi ferðast út um landið en sem komið er. — Kaupskip hafa verið að smákoma hingað til kaup- staðanna þenna mánuð. Lausakaupmaður Gram (hinn ýngri) kom hingað snemma í þ. m. og liefur nú 3 skip, enda mun Sveinbjörn Ólafsson kaupmaður í Keflavík taka allt a& því einn skipsfarminn; 2 skip hafa komið til Knud- zons verzlunar, 1 til Siemsens, 1 til Fischers, og 1 er nýkomið frá Ilorsens með vöru (að sögn) til kaupmannanna H. St. Johnsens, Eggerts Vaages og Einars Bjarnasonar. Mörg af skipum þessum flytja einnig vöru til Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Með því nú að fiskast hefur talsvert bet- ur í ár en í fyrra, þá verður að líkindum verzlun rneiri og líflegri nú en þá. Uin verðiag á vöru erum vjer en þá ófróðir, en að því vjer vitum sannast, ínun rúgur og mjöl vera selt á 10rdd.,grjún á 12rdd., kaffi á 30—32 sk. pnd., sykur 19, 20—24sk. pnd., brennivín 16—18sk. pott- urinn, og aðrar vörur líkt þvi sem var í fyrra sumar. Veð- urátta liefur verið mjög stormasöm og gæftaleysi á sjóiuu, en fiskur segja menn sje hjer fyrir ef róa gæfi. An^lýsinjsfar. Ileiðruðu kaupendur og útsölumcnn »íslendings« ! Auðsýnið rnjer þá veivild, að skrifa mjer við fyrstu hent- ugleika, um það, að hvað mörgum Exx. af 3. árg. blaðsins þjer hafið kaupendur, livað mörg Exx. jeg má senda hverj- um, á hvaða stað, og með hverjum pósti. í sama máta bið jeg sjerhvern þann, er framvegis vildi gjörast kaupandi eður útsölumaður blaðsins, að skrifa mjer um það hið allrafyrsta, og tiltaka þar, hvað mörg Exx. að hann mundi geta selt. Sá, sem selur 7 Exx. og stendur skil á andvirðinu, fær hið 8. í sölulaun. Andvirði árgangsins er 1 rd. 48 sk. Einnig bið eg hina heiðruðu ferðamenn, sem koma hingað til bœjarins, og sem geta gjört mjer kost á, að taka af mjer brjef og blöð, móti borgun, að gjöra svo vel og koma til mín á skrifstofu íslendings, sem er i liúsi Odds sál. Guðjónssonar. Keykjavík, 17. maí I8tí'2. Guðbrandur Guðbrandsson. Rauður hestur, ótaminn, ógeltur, á að gizka hjpr urn 4 vetra; mark: standfjöður aptan vinstra, var af mjer seld- ur við opinbert uppboð, eptir löglegar augl., dag. 4. þ. m.; má eigandi vitja eignarrjettar síns til min eptir lögum sem honum ber. Staddur í Keyhjavík, dag 10. maí 1862. E. Reyhdál. Ábyrgðarmaður: Benidilt Sveinsson. Preatatmr í prentsmibjumú í Reykjavík 1862. Einar þórbarsom

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.