Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR. ,8®8« 12- sep‘- M ®, — Póstskipið lagði út hjeðan 25. f. m. eins og ráðgjört hafði verið. Yoru margir ferðamenn á því, er utan fóra og þessir hinir helztu: Bjarni rektor Jónsson og María dóttirhans; hefur hann kennt vanheilsu i sumar, ætlaði þessaferð sjer til heilsubótar, en ráðgjörði að koma aptur með síðustu ferð skipsins i nóvembermánuði; dr. phil. legationsráð Grímur Thomsen, dr. Dasent, mr. Camp- bell, mr. Clifford., dr. Leared, Newry lávarður, mr. Gri- ollet de Geer; stud. juris Theodor Jonassen, stud. med. |>órður Tómasson; kaupmennirnir Carl Franz Siemsen, P. Duus og August Thomsen. IJr brjefi frá hand. theol. Eyriki Magnússyni, dags. i Lundúnum 9. ágúst þ. á. til próf. Dr. P. Pjeturssonar. — »Mikið er um dýrðir í þessari miklu borg, þó jeg njóti þeirra sparlega, kemur það af því, að jeg bý æði dýrt; því að jeg verð að borga fyrir hverjar 4 vikur í húsaleigu og fæðispeninga 12 £ eða 108 rd., en hef að eins um mánuðinn 15 £ eða 135 rd. j>etta breytist nú reyndar bráðum, því jeg fæ ódýrara og betra viðurværi fyrir hjer um bil 67 rd. um mánuðinn. |>að merkilegasta, er jeg hef sjeð enn þá, er gripasýningin mikla, krystalh- höllin, dýragarður hins bretneska dýrafraðisfjelags og kirkja hins heilaga Páls. — Gripasýningin mikla, er því- lík geysibygging, og svo innihaldsrík, að tornæmum mönn- um, eins og mjer, veitir ekki af að gjörast þar veturvist- armaður til að fá nokkurn veginn Ijósa hugmynd um hana. Jeg hef að eins verið þar tvisvar enn þá, og hef því mið- ur ekki getað tekið eptir nokkru til hlýtar. Byggingin nær ásamt með blómgörðum sínum yfir 22^2 acres'. í gegnum blómgarðana, sem eru hjer um bil tvær dagslátt- ur, rennur stór á i mörgum kvíslum. j>essi á er af íþrótt gjörð með gufumagni; er vatninu veitt utan úr Thames1 2, og inn i gufuvjelar, og þær veita því út i garðinn, (o: sjúga það úr Thames, og spúa því aptur í garðinn). Úr garðinum sjúga gufuvjelar þær, er sendar hafa verið gripa- sýningunni og til þess eru gjörðar, aptur vatnið, og veita því ut í Thames, svo það er á sífeldu hringsóli. j>essi vatnsveiting er gjörð einungis til þess að slökkva í bygg- ingunni, ef eldur kæmi upp. Mest hefur sýningu þessari borizt af Manufactur3 í öllum mögulegum tegundum, og get jeg ekki sem stendur sagt yður neitt greinilegt um það; nema jeg skal geta þess, að Danir hafa orðið all- snjallir í að öðlast prísmedalíur fyrir ýms verk sín, þó hefur enginn komizt jafnlangt og Nyrop í Kaupmannahöfn, jeg held hann hafi fengið einar 3 eða 4. Af málverkum og sculptur4 hafa sýningunni borizt 5930 exx.; og erþar margt ágætt; en sökum þessa ógurlega grúa getur eng- inn komið sjer niður á hinu fegursta og bezta, fyr en eptir langan tíma. j>ær myndir, sem í fljótu bragði hafa 1) 1 Akre, ekra, er hjer mn bil 10272 [Jáhlir; ein vallardasslátta íslenzk er a?) eins 8100 [] álnir. 2) Thames (framber Thems), er hin nafukennda st»rá, som rennur gegnum London. 3) Manufac- tnr þýbir upprunalega verksmi%jiir, þar sem vms varningur er gjörbur í af manuahöndom, án þess eldur eía hamar komi til; en hjer mun einkum vera táknab meb því öll spunniu og ofln vara. 4) Sculp- tlir „ -n /,thö»gin eta útskorin srníb, til abgreiuingar frá litmyud- um ’(málverkum), sem dregnar eru met litum upp á flöt. gjört mestáhrif á mig, eruþessar: Barnamorðinginn, óg- urlega stórt og ógurlega geigfagurt málverk; John Iínox að predika í bræði; þrælaveiðin, nefnilega: þrælahúsbóndi eltir strokuþræl með unnustu hans með 3 hundum, en blökkumaðurinn berst við óargadýrin i dauðans heroisme, en bíður lægra hlut; og ein mynd af Kristi, sem kölluð er Ijós heimsins, undur fagurt málverk; litbreytingin er svo óskiljanlega töfruð í málverkinu, að Ijósið, sem kemur frá Kristi, virðist að hafa svo óendanlegt dýpi og eilíft magn, að ekkert geti staðizt í þess nærveru, án þess að verða gagnsætt; Iíristur er látinn standa í auðugri nátt- úru, allt er fullt af trjám og blöðum, og í gegnum blöðin sjer í ljósið og bjarmann svo undarlega náttúrlega, aðjeg get ekki lýst því. Byggingin er svo ákaflega íjölsótt, að menn geta varla komið sjer þar við, án þess að troðast undir; hafastundum verið samankomnar í húsinu 60—70 þúsundir manna. — Iírystallshöllin er afar stór bygging og fríð; liggur umhverfis hana stór skógi vaxinn garður og blómþakinn; þar innan um eru stöðutjarnir og Bassinsx% og myndar þetta allt unaðlega útsjón, einkum ofan úr hinum háu loptum kryslallshallarinnar. Fjelag það, sem á höllina, nefnirhana »skóla vísinda og fagurra mennta«, og er hún rjett nefnd svo. j>ar má sjá egyptskar, ind- verskar, kínverskar, forngrískar og rómverskar byggingar, með húsbúnaði öllum og aðbúnaði; eru hinar asiatisku byggingar skreyttar á veggjunum með hinum helgu letur- gjörðum þeirra þjóða og ailt fullt á milli með phantastisk- um2 dýramyndum; og hið merkilegasta er, að lopthitinn er hinn sami í hverri byggingu fyrir sig, eins og í átthög- um hennar, er hún er frá. Heil hjeröð eru búin til í ná- kvæmustu líkingu við náttúruna. Negrar eru að berjast við Jagúara og tígra í sólbrendum skóglendum einsveg- ar, liins vegar eru heil hjeröð úr Australíu með útlima- visnum Papunegrum3, mannætum, og svo margtog margt fleira, sem jeg ekki hef höfuð nje heila til að telja upp. Fyrir framan hallarsvalirnar er þanin geisilöng lína fyrir Blondin, hinn mikla línudansara. Jeg hefsjeð hann einu sinni, og varð jeg satt að segja hræddur við, að horfa á hann á þessari lopt-glæfraferð hans. Hann leikur sjer á línunni eins og börn á skólavelli. Hann dettur á línunni eins klaufalega og Ólafur »smákúranto mundi gjöra, og svo bröltir hann á fætur aptur svo bágindaiega, að menn bú- ast við hann velti niður þá og þegar. Stundum stendur hann á höfði á reipi sínu, og allt í einu er hann kominn eins og fjöður niður fyrir línuna, og hangir á henni á annari ristinni, og tegir úr sjer öllum niður til jarðar, eins og hann sje að vandræðast um, að fá einhverja hand- festi til að bjarga sjer úr dauðanum. Ilann fær hjá kri- stallshallarfjelaginu 50 £4 í hvert skipti, sem hann fer út á línuna og gjörir hann það jafnast fjórum sinnum í viku. 1) Bassins, svarar hjer um bil til þess, er vjerköllum skálar, ker, o. s. frv. og eru vatni fylltar. 2) p h a ii t as t is k a r myil(iir má’kallá kynjamyndir, þat) eru þær myndir, sem skáldlegt ímyndunarafl maun- legs anda býr til, án þosa ab binda sig vib nokkra vissa eí)a virkilega mynd sem til er. 3) Papu-negrar eru blökkumannakyn eitt á 8umum eyjum í Australíu. þaþ or sagt) a^ veir -e lnsm,a Ijútastir. 4) {>. e. 450 rd. 65

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.