Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 8

Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 8
72 1. Að gufuskipið Arcturus, eður hvert annað skip, sem kemur í þess stað, sem póstskip, skyldist til i farm- skránni (Certepartiet) frá 1. okt. 1863 til 1. júni 1869, ásamt moð útgjörðarmanni, skiplierra og stýri- manni, að flytja enga áfenga drykki til hafna eða verzlunarstaða suðurlands, sem varða skal sömu út- látum og hegningu, ef út af er brugðið, eins og kaupmenn hafa lagt á sjálfa sig. 2. Að frá 1. jan. 1864 til 1. júní 1869 sje sett í hvert íslenzkt leiðarbrjef sú ákvörðun, að enginn á skipi megi selja eða veita eða í land flytja, eða nokkur annar í sunnlendingafjórðungi, neins konar áfenga drykki, að viðlögðum áðurgreindum sektum. 3. Að ekkert nýtt leyfisbrjef fyrir því að mega verzla, verði út geöð, nema því að eins, að hlutaðeigendur gangist undir nefnt samkomulag kaupmanna. 4. Að gestgjöfum og veitingamönnum í Sunnlendinga- fjórðungi frá 1. júní 1864 til 1. júní 1869 verði bannað, að selja, gefa eða veita áfenga drykki, að við lögðum sömu fjárútlátum sem áður er sagt. 5. Að lifsalanum verði bannað, vilji hann ekki ganga í fjelag þetta, að selja Spiritus vini, Alcohol eða Ma- vebitter, öðruvísi en í smáskömtum, og eptir læknis- ráði sem dfeðal, eða að tilhlutan yfirvalds, til ein- hverrar sjerlegrar brúkunar í blöndunarfræðislegu- eða handiðnalegu tilliti, og það því að eins, að það sje áður gjört ódrekkandí. 6. Að yfirvöldum sje gefið vald til að veita kaupmönn- um skjóta og örugga aðstoð til framkvæmda áður- nefndra ákvarðana. 7. Að sumarið 1867 sje kosin nefnd manna af embætt- ismönnum og kaupmönnum, til þess eptir þá orðinni reynd, að hugleiða hvað gjöra skuli i þessu efni eptir 1. júní 1869. 8. Að hinar ofan nefndu ákvarðanir einnig nái til hinna fjórðunga landsins, jafnframt og kaupmenn, er þar verzla, hafa í einu hljóði gengið í þetta fjelago. J>etta er nú aðalefnið í greinum þeim, er kaupmenn hjer syðra hafa orðið ásáttir um, og væri óskandi að allir sem hlut eiga hjer að máli, utan lands og innan, vildu leggjast á eitt og gjöra allt sitt til að útrýma drykkju- skapnum hjer í landi. ITIannalát. 8. f. m. dó hjer í Ileykjavík mað. Málfríður Steenbach fædd 1784, dóttir Jóns sýslumanns Sveinssonar (í Syðri-Múlasýslu) Sölvasonar lögmanns. Uún var hálfsystir Kjartans ísfjörðs stórkaupmanns, og alsystir Friðriks Svendsens, Agents; voru þeir bræður báðir nafn- kenndir menn um sína daga. Hún var tvígipt, og giptist fyrst Guðmundi faktor Ögmundssyni á Eyrarbakka, og áttu þau hjón 8 börn; af þeim munu að eins þrjú hafa náð fullorðins árum: Jón Ögmundssen fyrrum læknir á Yest- fjörðum, Charlotta dáin ógipt í Kaupmannahöfn, og Guð- rún ekkja Lambertsens heitins faktors á Eyrarbakka og móðir Guðmundar kaupmanns Lambertsens í Reykja- vík. Síðan átti hún 1828kaupmann Niels Steenbach, sem lengi var á Dýrafirði, varð þeim ekki barna auðið, en hann lifir eptir ellimóður hjer í Reykjavík. — 3 þ. m. andaðist hjer á höfninni kaupmaður C. F. Glad frá Kjöge, er um nokkur undanfarin ár hafði verið lausakaupmaður á Vestfjörðum. Skip hans var nú komið heim á leið þaðan, en hann tók sótt i hafi, leiluðu skip- verjar þá hingað til hafnar, og náðu hjer höfn kveldi fyr en hann andaðist. í því vjer endum grein þessa barst oss sú fregn, að stúdent Jón Árnason dbrm. á Leyrá i Borgarfirði, sem opt hefur þar verið settur yfir sýslu, hafi andast eptir stutta legu næstliðinn miðvikudag 3. þ. m. Prestvíg-ðir 31. ágúst Tcandd. theol. Brandur Tómásson að Einholti í Skaptafellssýslu; Steinn Steinsen aðstoðarprestur til sjera Haldórs prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði; Markús Gíslason aðstoðarprestur til sjera Einars prófasts Einarsens í Stafholti; Guðmundur Gísli Sigurðsson aðstoðarprestur til föður síns, sjera Sig- urðar Gíslasonar á Stað í Steingrímsfirði. — Tíðarfar, aflabrögð. Veðurátt er allt af í kaldara lagi. Seinustu daga ágústmán. var sunnan- og útsunnanátt, og á höfuðdaginn sjálfan (29. ágúst) ofsa- veður af suðri, þó varð eigi skaði af, svo vjer höfum frjett. Nóttina milli 9.—10. þ. m. var ákaft næturfrost niður að sjó, og snjór fjell á fjöll um þá daga; nú er vindur aptur genginn til suðurs með úrfelli. Allir kvarta um megnan grasbrest, en nýting hefur orðið góð, svo langt sem heyrzt hefur. Sjáfarafli er mjög Iítill og fæstir gefa sig við honum um þessar mundir. J>ilskip, sem til fiskjar hafa gengið hjer syðra, hafa aflað í betra lagi. Vjer vitum eigi glöggt um upphæð afians enn þá, en vonum að geta nákvæmlega skýrt frá því síðar; en það vitum vjer með sanni, að Jón hreppstjóri Jónsson á Hraunprýði við Ilafnarfjörð, hefur tvívegis í sumar farið norður fyrir Horn, og fjekk hann nú í hinni síðari ferð hálft 7. þúsund af fiski, auk heilagfiskis, skötu og annars fiskifangs, sem ekki er talið. Ilefur margur maður í ná- grenni hans haft, í sumar sem optar, talsvert gagn af dugnaði hans og heppni. Vjer höfum lítið sem ekkert frjett nýlega úr öðrum landsfjórðungum, því opt hefur verið vel um póstgöngur þaðan, en aldrei eins og nú; en — það er án efa eðli- leg kyrrð og eðlilegur dauði, sem gengur á undan nýrri upprisu og nýju lifi póstgöngumálsins hjer á landi. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn þann 29. þ. m., kl. 11 f. m., verða við opinbert uppboðsþing, sem haldið verður í þingstofu bæj- arins, seldar ýmislegar bækur, alit að 300 númer, tilheyr- andi dánarbút amtmanns sál. P. Melsteðs. Söluskilmálar verða, áður uppboðið byrjar, auglýstir á uppboðstaðnum. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, ll.sept. 18G2. A. Thcrsteinson. Bseknr: Landafræði eplir skólakennara II. K. Friðriksson, verð 1 rd. Svar upp á spurningar Ilúss og bústjórnarfjelagsins, á 8 sk. Sömul. bækur þær, sem Ilr. bókbindari P. Sveinsson i K.höfn hefur látið prenta, samt ýmislegar fieiri bækur, eru til sölu á skrifstofu »íslend- ings». — Leiðrjetting: í næsta blaði íslendings hjer á undan, bls. 64, þar sem talin eru ritgjörðarefni presta- skólamanna í greininni um siðafræði, er góðfús lesari beð- inn að lesa í málið og segja siðafrœði, í stað þess að prentað stendur orðið trúarfræði, sem á þeim stað er rangt. Ábyrgðarmaður: Brnidift Sveinsson. Prentatur í preutsmiíijmiui í Ueykjavík 1862. Einar l>6rb*r»on.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.